Erfiðir tímar í sambandi urðu að popplagi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. október 2023 17:01 Þórunn Salka var að senda frá sér lagið Trust Issues. Aðsend „Trust issues fjallar um þær tilfinningar sem komu upp hjá mér þegar ég gekk í gegnum erfiðan tíma í sambandi,“ segir tónlistarkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér lagið Trust Issues en lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM. „Þemað í laginu er óheiðarleiki í sambandi, þessi ofhugsun sem getur sprottið eftir þó nokkur grunsamleg atvik og þær spurningar sem vöknuðu hjá mér í kjölfarið,“ segir Þórunn Salka í samtali við blaðamann. Hér má hlusta á lagið Trust issues: Klippa: Thórunn Salka - Trust Issues Trust Issues er önnur smáskífa Þórunnar Sölku en hún gaf út sitt fyrsta lag, Freedom, síðastliðið sumar sem hún frumflutti á Druslugöngunni. Lagið var fyrst samið árið 2016 þegar Þórunn Salka stundaði söngnám í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Sjö árum síðar byrjaði hún að vinna lagið aftur með Kaktusi Einarssyni sem pródúseraði lagið og kom að allri útsetningu. „Markmiðið var að búa til stemningslag sem er í kontrasti við texta lagsins og þær tilfinningarnar sem ég gekk í gegnum.“ Lagið Skína með Patrik og Luigi heldur áfram að vera vinsælasta lag landsins en það situr staðfast í fyrsta sæti listans. Peggy Gou fylgir fast á eftir í öðru sæti með lagið (It Goes Like) Nanana. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þemað í laginu er óheiðarleiki í sambandi, þessi ofhugsun sem getur sprottið eftir þó nokkur grunsamleg atvik og þær spurningar sem vöknuðu hjá mér í kjölfarið,“ segir Þórunn Salka í samtali við blaðamann. Hér má hlusta á lagið Trust issues: Klippa: Thórunn Salka - Trust Issues Trust Issues er önnur smáskífa Þórunnar Sölku en hún gaf út sitt fyrsta lag, Freedom, síðastliðið sumar sem hún frumflutti á Druslugöngunni. Lagið var fyrst samið árið 2016 þegar Þórunn Salka stundaði söngnám í Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Sjö árum síðar byrjaði hún að vinna lagið aftur með Kaktusi Einarssyni sem pródúseraði lagið og kom að allri útsetningu. „Markmiðið var að búa til stemningslag sem er í kontrasti við texta lagsins og þær tilfinningarnar sem ég gekk í gegnum.“ Lagið Skína með Patrik og Luigi heldur áfram að vera vinsælasta lag landsins en það situr staðfast í fyrsta sæti listans. Peggy Gou fylgir fast á eftir í öðru sæti með lagið (It Goes Like) Nanana. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira