Arna Sif valin best: Það er mjög þægileg orka að ganga inn í Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2023 12:00 Arna Sif Ásgrímsdóttir er besti leikmaður Bestu deildar kvenna 2023 að mati Bestu markanna. S2 Sport Bestu mörkin á Stöð 2 Sport völdu Örnu Sif Ásgrímsdóttur besta leikmann Bestu deildar kvenna í fótbolta í sumar en þetta er annað árið í röð sem Arna Sif fær þessi verðlaun frá þættinum. Helena Ólafsdóttir fékk Örnu Sif í þáttinn til að ræða við sig og sérfræðingana Margréti Láru Viðarsdóttur og Mist Rúnarsdóttur. Arna Sif spilaði lykilhlutverk í miðri vörn Íslandsmeistaranna og skoraði að auki þrjú mörk í leikjunum 23. „Við erum með besta leikmanninn sem við völdum, ég og sérfræðingarnir. Arna Sif Ásgrímsdóttir. Annað árið í röð sem við veljum þig,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Valskonur fagna saman Íslandsmeistaratitlinum í ár.Vísir/Diego Gleymist oft „Þakka ykkur kærlega fyrir það stelpur,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. „Segja svo að við séum með eitthvað blæti fyrir sóknarmönnum,“ skaut Margrét Lára Viðarsdóttir inn í. „Ég er náttúrulega gamall sóknarmaður. Það gleymist oft,“ svaraði Arna Sif létt. Sérfræðingarnir töluðu um að hún hafi skorað minna en í fyrra. „Það er bara þeir sem skora mörkin sem skipta máli. Það er mikilvægt að skora mörk í fótbolta, það segir sig sjálft. En er ekki rétt hjá mér að ég skoraði jafnmikið í ár og í fyrra. Þau komu bara seinna,“ spurði Arna til baka. Heimilislegt á Hlíðarenda „Mér líður ótrúlega vel í Val og alveg frá því að ég kem fyrst 2016. Þetta er svo heimilisleg og það eru allir vinir manns. Það er rosalega vel tekið á móti manni. Það er auðvelt að koma inn í þetta félag og tilheyra hópnum. Það er mjög þægileg orka að ganga inn í,“ sagði Arna Sif en hún gleymir þó ekki rótunum sínum sem eru í Þór. „Ertu að spyrja mig hvort ég sé meiri Valsari en Þórsari? Það er ekki hægt,“ sagði Arna þegar Helena gerði sig líklega til að fá hana til að velja á milli. „Ég er mikill Valsari og Valur á gríðarlega stóran stað í hjarta mínu en ekki stærra en heima. Þorpið bjó mig til,“ sagði Arna. Hún viðurkennir að hún er ekki að horfa á það að komast út í atvinnumennsku. Ánægð þar sem hún er núna „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er það eiginlega ekki. Þetta er orðið pínulítið staðlað svar hjá mér þegar ég er spurð að þessu. Mér líður eins og maður eigi alltaf að vera að hugsa lengra. Margrét var að tala um það áðan að vera ánægður á þeim stað sem maður er á. Ég er bar gríðarlega ánægð þar sem ég er núna,“ sagði Arna. „Ef eitthvað kæmi upp þá myndi ég skoða það en eins og staðan er núna þá er ég bara mjög sátt,“ sagði Arna. Hún býst þó við að enda ferilinn sinn fyrir norðan. „Já ég hugsa að ég endi alltaf þar. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið markmiðið en planið kannski. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég horfi til þess núna,“ sagði Arna. Það má horfa á allt viðtalið við Örnu hér fyrir neðan. Klippa: Arna Sif valin best: Þetta er svo heimilislegt í Val og allir vinir manns Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira
Helena Ólafsdóttir fékk Örnu Sif í þáttinn til að ræða við sig og sérfræðingana Margréti Láru Viðarsdóttur og Mist Rúnarsdóttur. Arna Sif spilaði lykilhlutverk í miðri vörn Íslandsmeistaranna og skoraði að auki þrjú mörk í leikjunum 23. „Við erum með besta leikmanninn sem við völdum, ég og sérfræðingarnir. Arna Sif Ásgrímsdóttir. Annað árið í röð sem við veljum þig,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Valskonur fagna saman Íslandsmeistaratitlinum í ár.Vísir/Diego Gleymist oft „Þakka ykkur kærlega fyrir það stelpur,“ sagði Arna Sif Ásgrímsdóttir. „Segja svo að við séum með eitthvað blæti fyrir sóknarmönnum,“ skaut Margrét Lára Viðarsdóttir inn í. „Ég er náttúrulega gamall sóknarmaður. Það gleymist oft,“ svaraði Arna Sif létt. Sérfræðingarnir töluðu um að hún hafi skorað minna en í fyrra. „Það er bara þeir sem skora mörkin sem skipta máli. Það er mikilvægt að skora mörk í fótbolta, það segir sig sjálft. En er ekki rétt hjá mér að ég skoraði jafnmikið í ár og í fyrra. Þau komu bara seinna,“ spurði Arna til baka. Heimilislegt á Hlíðarenda „Mér líður ótrúlega vel í Val og alveg frá því að ég kem fyrst 2016. Þetta er svo heimilisleg og það eru allir vinir manns. Það er rosalega vel tekið á móti manni. Það er auðvelt að koma inn í þetta félag og tilheyra hópnum. Það er mjög þægileg orka að ganga inn í,“ sagði Arna Sif en hún gleymir þó ekki rótunum sínum sem eru í Þór. „Ertu að spyrja mig hvort ég sé meiri Valsari en Þórsari? Það er ekki hægt,“ sagði Arna þegar Helena gerði sig líklega til að fá hana til að velja á milli. „Ég er mikill Valsari og Valur á gríðarlega stóran stað í hjarta mínu en ekki stærra en heima. Þorpið bjó mig til,“ sagði Arna. Hún viðurkennir að hún er ekki að horfa á það að komast út í atvinnumennsku. Ánægð þar sem hún er núna „Til að vera fullkomlega hreinskilin þá er það eiginlega ekki. Þetta er orðið pínulítið staðlað svar hjá mér þegar ég er spurð að þessu. Mér líður eins og maður eigi alltaf að vera að hugsa lengra. Margrét var að tala um það áðan að vera ánægður á þeim stað sem maður er á. Ég er bar gríðarlega ánægð þar sem ég er núna,“ sagði Arna. „Ef eitthvað kæmi upp þá myndi ég skoða það en eins og staðan er núna þá er ég bara mjög sátt,“ sagði Arna. Hún býst þó við að enda ferilinn sinn fyrir norðan. „Já ég hugsa að ég endi alltaf þar. Ég ætla ekki að segja að það hafi verið markmiðið en planið kannski. Hvenær það verður veit ég ekki alveg en ég horfi til þess núna,“ sagði Arna. Það má horfa á allt viðtalið við Örnu hér fyrir neðan. Klippa: Arna Sif valin best: Þetta er svo heimilislegt í Val og allir vinir manns
Besta deild kvenna Bestu mörkin Valur Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Sjá meira