Óskar Hrafn Þorvaldsson var í gær ráðinn þjálfari FK Haugesund til næstu þriggja ára. Óskar hefur störf hjá félaginu, sem fagnar 30 ára afmæli sínu í næstu viku, þann 1. nóvember og snýr hann þá á slóðir sem hann hefur virt fyrir sér áður. Eins og nafn félagsins gefur til kynna er FK Haugesund staðsett í bænum Haugesund sem samanstendur af rétt yfir 30 þúsundum íbúum í vesturhluta Noregs. Haugesund á sérstakan stað í sögu Noregs, er sagt hafa verið heimili víkinganna á árum áður og þar eyddi Haraldur Hárfagri miklum tíma er hann sameinaði Noreg í eitt konungsríki árið 872. Fagnar 30 ára afmæli í næstu viku FK Haugesund er hins vegar í sögulegu tilliti fremur ungt félag. Stofnað árið 1993, nánar tiltekið þann 28.október það ár, með sameiningu Sportsklubben Haugar og Sjerv 1919 og fagnar því þrjátíu ára afmæli í næstu viku. Nálægð Haugesund við sjóinn minnir margt um á íslenska bæiMynd: FK Haugesund Ákveðið var að félagið myndi taka sæti Haugar í þriðju efstu deild Noregs. Hið nýstofnaða lið hóf sögu sína af krafti og komst í fyrstu tilraun upp úr þriðju deildinni undir stjórn Svíans Conny Karlsson. Það tók hann síðan tvö tímabil að koma FK Haugesund upp í deild þeirra bestu í Noregi. Þaðan féll félagið þó árið 1998, var aðeins eitt tímabil í næstefstu deild áður en efsta deild kallaði á ný en enn á ný átti félagið erfitt með að festa sig í sessi þar. Conny Karlsson stýrði skútu FK Haugesund fyrstu ár félagsins Í efstu deild frá því 2010 Fyrir árið 2010 hafði FK Haugesund mátt sætta sig við veru í neðri deildum Noregs en tímabilið 2009 reyndist liðinu gjöfult undir stjórn Jostein Grindhaug. FK Haugesund tryggði sér sæti í efstu deild á ný og hefur verið þar síðan þá. Besti árangur FK Haugesund í efstu deild Noregs til þessa kom tímabilið 2013 þegar að liðið endaði í þriðja sæti deildarinnar, tólf stigum á eftir liði Strømsgodset sem stóð uppi sem Noregsmeistari. Í norska bikarnum hefur FK Haugesund tvisvar sinnum náð alla leið í bikarúrslitaleikinn sjálfan. Það gerðist fyrst tímabilið 2007 þegar liðið laut í lægra haldi, 2-0, gegn Lillestrøm. Það var svo tímabilið 2019 þegar FK Haugesund komst aftur í úrslitaleikinn en laut þá í lægra haldi gegn Viking. Héldu nokkuð óvænt í þjálfaraleit Það var óvænt afsögn Jostein Grindhaug í september síðastliðnum sem varð til þess að forráðamenn FK Haugesund héldu út á örkina í leit að nýjum þjálfara. Grindhaug, sem var leikmaður félagsins til margra ára, hafði stýrt liði FK Haugesund frá árinu 2019 en þá tók hann við stjórnartaumunum hjá félaginu í annað sinn a sínum ferli eftir að hafa áður verið þjálfari liðsins árin 2009-2015. Grindhaug taldi það best, bæði fyrir sig sjálfan sem og FK Haugesund, að hann hætti störfum sem þjálfari liðsins en á þeim tímapunkti hafði stigasöfnun liðsins verið afar dræm og sigur ekki skilað sér í hús í deildinni síðan í júlí. Undir stjórn Grindhaug hefur FK Haugesund mátt sætta sig við að enda í neðri hluta norsku deildarinnar. Frá árinu 2019 hefur liðið ekki endað ofar en i 7.sæti deildarinnar sem telur alls sextán lið. Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við FK Haugesund af þessum manni, Jostein Grindhaug, sem á sér langa sögu hjá félaginu. Bæði sem leikmaður og þjálfariMynd: FK Haugesund Og það sama virðist vera upp á teningnum í ár. Nú þegar að sex umferðir eru eftir af norsku úrvalsdeildinni situr FK Haugesund í 13. sæti, einu stigi fyrir ofan umspilssæti í fallbaráttunni. Hins vegar upplifði liðið sjaldgæfa tilfinningu í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé þegar að fyrsti sigurinn frá því í lok júlí skilaði sér í hús. Óskar Hrafn tekur ekki við þjálfun FK Haugesund fyrr en eftir yfirstandandi tímabil. Því er það ekki endanlega víst hvort hann muni stýra því í efstu deild eða næstefstu deild. FK Haugesund hefur unnið sex af 24 leikjum sínum á yfirstandandi tímabili í norsku úrvalsdeildinni, gert sex jafntefli og tapað 12 leikjum. Liðið hefur skorað 21 mark í deildinni sem er næst versti árangurinn í markaskorun á yfirstandandi tímabili. Þá eru þau 34 talsins, mörkin sem FK Haugesund hefur fengið á sig. Stutt saga í Evrópu Sem þjálfari Breiðabliks gerði Óskar Hrafn liðið að Íslandsmeisturum árið 2022. Þá náði hann þeim merka árangri með liðið á nýafstöðnu tímabili að koma liðinu alla leið í riðlakeppni í Evrópu, nánar tiltekið í Sambandsdeild Evrópu og er það í fyrsta sinn í sögunni sem íslenskt karlalið kemst svo langt í Evrópu. Hjá FK Haugesund er ekki mikil Evrópuhefð. Liðið hefur í þrígang tekið þátt í undankeppni Evrópudeildarinnar og lengst komist í þriðju umferð undankeppninnar. Það var tímabilið 2019-2020 en þar féll FK Haugesund úr leik eftir 1-0 tap gegn PSV Eindhoven í tveggja leikja einvígi. Auk þessa tímabils tók liðið þátt í undankeppni Evrópudeildarinnar tímabilið 2017-2018 og 2014-2015. Árið 2019 tók FK Haugesund á móti hollenska stórliðinu PSV Eindhoven í undankeppni EvrópudeildarinnarVísir/Getty Tveir Íslendingar spilað fyrir FK Haugesund Í þrjátíu ára sögu FK Haugesund hafa tveir Íslendingar verið á mála hjá félaginu og er annar þeirra, Kjartan Kári Halldórsson með samning þar út tímabilið 2026. Kjartan Kári var á láni hjá Bestu deildar liði FH á nýafstöðnu tímabili og skoraði þrjú mörk í 24 leikjum. Þá var varnarmaðurinn Andrés már Jóhannesson á mála hjá liðinu árin 2011 til 2014. Hann spilaði 21 leik fyrir aðallið félagsins, skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu. Þess ber að geta að tímabilið 2013 var hann sendur á láni til uppeldisfélags síns Fylkis og gekk svo endanlega í raðir félagsins á nýjan leik árið 2014. Andrés Már Jóhannesson í leik með FK Haugesund á sínum tímaMynd: Haugesund Avis Í núverandi leikmannahópi FK Haugesund er að finna kunnuglegt nafn. Norski framherjinn Alexander Søderlund, sem spilaði á sínum tíma við FH, er á mála hjá félaginu. Hinn 36 ára gamli Søderlund spilaði 20 leiki með FH tímabilið 2009 og skoraði fjögur mörk í þeim leikjum. Alexander Söderlund í leik með FH Mynd/Daníel Óskar snýr aftur til Haugasunds FK Haugesund leikur heimaleiki sína á Haugesund Sparebank leikvanginum sem tekur um 8.700 manns í sæti. Leikvangurinn var byggður árið 1920 og stækkaður árið 2013 auk þess sem hlaupabraut, sem var umhverfis völlinn var fjarlægð. Náttúrulegt gras prýðir völl félagsins og verður það í fyrsta skipti á aðalþjálfaraferli Óskars Hrafns sem hann stýrir liði sem leikur heimaleiki sína á slíku grasi. Haugesund Sparebank leikvangurinn, heimavöllur FK HaugesundMynd: FK Haugesund Þetta er hins vegar leikvangur sem Óskar Hrafn hefur séð áður. Þar spilaði hann sem leikmaður Strømsgodset gegn FK Haugesund í maí tímabilið 1998. Óskar Hrafn var í byrjunarliði Strømsgodset í umræddum leik og lék allan leikinn í 1-1 jafntefli. Jostein Flo skoraði mark Strømsgodset á 16.mínútu en Asbjörn Helgeland jafnaði metin fyrr heimamenn undir lok leiks. Norski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti
Eins og nafn félagsins gefur til kynna er FK Haugesund staðsett í bænum Haugesund sem samanstendur af rétt yfir 30 þúsundum íbúum í vesturhluta Noregs. Haugesund á sérstakan stað í sögu Noregs, er sagt hafa verið heimili víkinganna á árum áður og þar eyddi Haraldur Hárfagri miklum tíma er hann sameinaði Noreg í eitt konungsríki árið 872. Fagnar 30 ára afmæli í næstu viku FK Haugesund er hins vegar í sögulegu tilliti fremur ungt félag. Stofnað árið 1993, nánar tiltekið þann 28.október það ár, með sameiningu Sportsklubben Haugar og Sjerv 1919 og fagnar því þrjátíu ára afmæli í næstu viku. Nálægð Haugesund við sjóinn minnir margt um á íslenska bæiMynd: FK Haugesund Ákveðið var að félagið myndi taka sæti Haugar í þriðju efstu deild Noregs. Hið nýstofnaða lið hóf sögu sína af krafti og komst í fyrstu tilraun upp úr þriðju deildinni undir stjórn Svíans Conny Karlsson. Það tók hann síðan tvö tímabil að koma FK Haugesund upp í deild þeirra bestu í Noregi. Þaðan féll félagið þó árið 1998, var aðeins eitt tímabil í næstefstu deild áður en efsta deild kallaði á ný en enn á ný átti félagið erfitt með að festa sig í sessi þar. Conny Karlsson stýrði skútu FK Haugesund fyrstu ár félagsins Í efstu deild frá því 2010 Fyrir árið 2010 hafði FK Haugesund mátt sætta sig við veru í neðri deildum Noregs en tímabilið 2009 reyndist liðinu gjöfult undir stjórn Jostein Grindhaug. FK Haugesund tryggði sér sæti í efstu deild á ný og hefur verið þar síðan þá. Besti árangur FK Haugesund í efstu deild Noregs til þessa kom tímabilið 2013 þegar að liðið endaði í þriðja sæti deildarinnar, tólf stigum á eftir liði Strømsgodset sem stóð uppi sem Noregsmeistari. Í norska bikarnum hefur FK Haugesund tvisvar sinnum náð alla leið í bikarúrslitaleikinn sjálfan. Það gerðist fyrst tímabilið 2007 þegar liðið laut í lægra haldi, 2-0, gegn Lillestrøm. Það var svo tímabilið 2019 þegar FK Haugesund komst aftur í úrslitaleikinn en laut þá í lægra haldi gegn Viking. Héldu nokkuð óvænt í þjálfaraleit Það var óvænt afsögn Jostein Grindhaug í september síðastliðnum sem varð til þess að forráðamenn FK Haugesund héldu út á örkina í leit að nýjum þjálfara. Grindhaug, sem var leikmaður félagsins til margra ára, hafði stýrt liði FK Haugesund frá árinu 2019 en þá tók hann við stjórnartaumunum hjá félaginu í annað sinn a sínum ferli eftir að hafa áður verið þjálfari liðsins árin 2009-2015. Grindhaug taldi það best, bæði fyrir sig sjálfan sem og FK Haugesund, að hann hætti störfum sem þjálfari liðsins en á þeim tímapunkti hafði stigasöfnun liðsins verið afar dræm og sigur ekki skilað sér í hús í deildinni síðan í júlí. Undir stjórn Grindhaug hefur FK Haugesund mátt sætta sig við að enda í neðri hluta norsku deildarinnar. Frá árinu 2019 hefur liðið ekki endað ofar en i 7.sæti deildarinnar sem telur alls sextán lið. Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við FK Haugesund af þessum manni, Jostein Grindhaug, sem á sér langa sögu hjá félaginu. Bæði sem leikmaður og þjálfariMynd: FK Haugesund Og það sama virðist vera upp á teningnum í ár. Nú þegar að sex umferðir eru eftir af norsku úrvalsdeildinni situr FK Haugesund í 13. sæti, einu stigi fyrir ofan umspilssæti í fallbaráttunni. Hins vegar upplifði liðið sjaldgæfa tilfinningu í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé þegar að fyrsti sigurinn frá því í lok júlí skilaði sér í hús. Óskar Hrafn tekur ekki við þjálfun FK Haugesund fyrr en eftir yfirstandandi tímabil. Því er það ekki endanlega víst hvort hann muni stýra því í efstu deild eða næstefstu deild. FK Haugesund hefur unnið sex af 24 leikjum sínum á yfirstandandi tímabili í norsku úrvalsdeildinni, gert sex jafntefli og tapað 12 leikjum. Liðið hefur skorað 21 mark í deildinni sem er næst versti árangurinn í markaskorun á yfirstandandi tímabili. Þá eru þau 34 talsins, mörkin sem FK Haugesund hefur fengið á sig. Stutt saga í Evrópu Sem þjálfari Breiðabliks gerði Óskar Hrafn liðið að Íslandsmeisturum árið 2022. Þá náði hann þeim merka árangri með liðið á nýafstöðnu tímabili að koma liðinu alla leið í riðlakeppni í Evrópu, nánar tiltekið í Sambandsdeild Evrópu og er það í fyrsta sinn í sögunni sem íslenskt karlalið kemst svo langt í Evrópu. Hjá FK Haugesund er ekki mikil Evrópuhefð. Liðið hefur í þrígang tekið þátt í undankeppni Evrópudeildarinnar og lengst komist í þriðju umferð undankeppninnar. Það var tímabilið 2019-2020 en þar féll FK Haugesund úr leik eftir 1-0 tap gegn PSV Eindhoven í tveggja leikja einvígi. Auk þessa tímabils tók liðið þátt í undankeppni Evrópudeildarinnar tímabilið 2017-2018 og 2014-2015. Árið 2019 tók FK Haugesund á móti hollenska stórliðinu PSV Eindhoven í undankeppni EvrópudeildarinnarVísir/Getty Tveir Íslendingar spilað fyrir FK Haugesund Í þrjátíu ára sögu FK Haugesund hafa tveir Íslendingar verið á mála hjá félaginu og er annar þeirra, Kjartan Kári Halldórsson með samning þar út tímabilið 2026. Kjartan Kári var á láni hjá Bestu deildar liði FH á nýafstöðnu tímabili og skoraði þrjú mörk í 24 leikjum. Þá var varnarmaðurinn Andrés már Jóhannesson á mála hjá liðinu árin 2011 til 2014. Hann spilaði 21 leik fyrir aðallið félagsins, skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu. Þess ber að geta að tímabilið 2013 var hann sendur á láni til uppeldisfélags síns Fylkis og gekk svo endanlega í raðir félagsins á nýjan leik árið 2014. Andrés Már Jóhannesson í leik með FK Haugesund á sínum tímaMynd: Haugesund Avis Í núverandi leikmannahópi FK Haugesund er að finna kunnuglegt nafn. Norski framherjinn Alexander Søderlund, sem spilaði á sínum tíma við FH, er á mála hjá félaginu. Hinn 36 ára gamli Søderlund spilaði 20 leiki með FH tímabilið 2009 og skoraði fjögur mörk í þeim leikjum. Alexander Söderlund í leik með FH Mynd/Daníel Óskar snýr aftur til Haugasunds FK Haugesund leikur heimaleiki sína á Haugesund Sparebank leikvanginum sem tekur um 8.700 manns í sæti. Leikvangurinn var byggður árið 1920 og stækkaður árið 2013 auk þess sem hlaupabraut, sem var umhverfis völlinn var fjarlægð. Náttúrulegt gras prýðir völl félagsins og verður það í fyrsta skipti á aðalþjálfaraferli Óskars Hrafns sem hann stýrir liði sem leikur heimaleiki sína á slíku grasi. Haugesund Sparebank leikvangurinn, heimavöllur FK HaugesundMynd: FK Haugesund Þetta er hins vegar leikvangur sem Óskar Hrafn hefur séð áður. Þar spilaði hann sem leikmaður Strømsgodset gegn FK Haugesund í maí tímabilið 1998. Óskar Hrafn var í byrjunarliði Strømsgodset í umræddum leik og lék allan leikinn í 1-1 jafntefli. Jostein Flo skoraði mark Strømsgodset á 16.mínútu en Asbjörn Helgeland jafnaði metin fyrr heimamenn undir lok leiks.