„Munurinn var Aron Rafn“ Hinrik Wöhler skrifar 18. október 2023 20:46 Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar brúnaþungur á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Haukar báru sigurorð af Aftureldingu í Olís deild karla á Ásvöllum í kvöld og lyfta sér upp í þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. Leikurinn endaði 27-23 fyrir Haukum og var Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, vonsvikinn í leikslok. „Munurinn var Aron Rafn á þessum liðum í kvöld og hann var stórkostlegur í markinu. Hann varði nítján bolta og tók mikið af skotum og að mínu mati munurinn á liðunum í kvöld. Ég var ánægður með mína menn varnarlega og það voru margar góðar sóknir en slúttin voru ekki góð og Aron fór illa með okkur,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Það er stutt á milli stríða hjá Mosfellingum en þeir kepptu á móti norska liðinu Nærbø IL í Evrópubikarkeppninni síðasta sunnudag. Gunnar telur að það hafi ekki verið nein þreytumerki á liðinu og ítrekaði að það var fyrst og fremst markvörður Hauka sem reyndist munurinn á liðunum í kvöld. „Nei, alls ekki þreyttir. Við vorum ferskir og mér fannst við gera margt vel og varnarleikurinn var góður. Við náðum oft að skapa okkur fín færi eftir góðar sóknir en við vorum í vandræðum að skora á hann [Aron Rafn Eðvarðsson] og kannski voru sum skotin ekki nægilega góð en að sama skapi var hann sjóðheitandi heitur í markinu og þar lá munurinn.” Haukar skoruðu þó nokkur mörk í tómt markið í leiknum eftir að Afturelding tók Jovan Kukobat úr markinu og reyndi að spila sjö á sex. Það gekk erfiðlega fyrir Mosfellinga og fengu þeir oftar en ekki ódýr mörk í bakið. „Þetta er eitt af okkar vopnum, sjö á sex. Það var bara sama, við fengum færi en skoruðum ekki. Það var dýrt að fá mark beint í bakið eftir að hafa misnotað færin en ég var ekkert óánægður með skipulagið í sjö á sex. Á meðan við vorum kaldir í færunum var þetta of mikil áhætta að mínu mati og ég hætti því í seinni hálfleik,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í þetta tiltekna leikplan. „Klár á því að við getum snúið þessu við“ Mosfellingar sitja í fjórða sæti deildarinnar þegar sjö umferðir eru búnar af Olís deildinni og eru á pari samkvæmt Gunnari. „Þetta er bara þokkaleg byrjun, við erum svipaðir eins og við héldum. Auðvitað viljum við reyna að vinna alla leiki og allt þetta, við erum á ágætis vegferð. Við eigum þó nóg inni og þá sérstaklega þegar við kemur sóknarleiknum,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í byrjun Aftureldingar á mótinu. Næsti leikur Aftureldingar er á móti norska liðinu Nærbø IL og þarf Afturelding að vinna upp fimm marka forskot frá fyrri leiknum út í Noregi. „Ég hef fulla trú á að við getum unnið þennan mun upp, það er klárt mál og sérstaklega ef við náum að fá Mosfellinga til að mæta og styðja okkur, fylla kofann og búum til alvöru gryfju. Munurinn á liðunum er ekki það mikill og fimm mörk eru fljót að fara í handbolta. Ef við fáum fullt hús og alvöru stuðning frá Mosfellingum þá er ég klár á því að við getum snúið þessu við þar,“ sagði Gunnar að lokum um Evrópuleikinn sem er framundan á laugardaginn. Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
„Munurinn var Aron Rafn á þessum liðum í kvöld og hann var stórkostlegur í markinu. Hann varði nítján bolta og tók mikið af skotum og að mínu mati munurinn á liðunum í kvöld. Ég var ánægður með mína menn varnarlega og það voru margar góðar sóknir en slúttin voru ekki góð og Aron fór illa með okkur,“ sagði Gunnar skömmu eftir leik. Það er stutt á milli stríða hjá Mosfellingum en þeir kepptu á móti norska liðinu Nærbø IL í Evrópubikarkeppninni síðasta sunnudag. Gunnar telur að það hafi ekki verið nein þreytumerki á liðinu og ítrekaði að það var fyrst og fremst markvörður Hauka sem reyndist munurinn á liðunum í kvöld. „Nei, alls ekki þreyttir. Við vorum ferskir og mér fannst við gera margt vel og varnarleikurinn var góður. Við náðum oft að skapa okkur fín færi eftir góðar sóknir en við vorum í vandræðum að skora á hann [Aron Rafn Eðvarðsson] og kannski voru sum skotin ekki nægilega góð en að sama skapi var hann sjóðheitandi heitur í markinu og þar lá munurinn.” Haukar skoruðu þó nokkur mörk í tómt markið í leiknum eftir að Afturelding tók Jovan Kukobat úr markinu og reyndi að spila sjö á sex. Það gekk erfiðlega fyrir Mosfellinga og fengu þeir oftar en ekki ódýr mörk í bakið. „Þetta er eitt af okkar vopnum, sjö á sex. Það var bara sama, við fengum færi en skoruðum ekki. Það var dýrt að fá mark beint í bakið eftir að hafa misnotað færin en ég var ekkert óánægður með skipulagið í sjö á sex. Á meðan við vorum kaldir í færunum var þetta of mikil áhætta að mínu mati og ég hætti því í seinni hálfleik,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í þetta tiltekna leikplan. „Klár á því að við getum snúið þessu við“ Mosfellingar sitja í fjórða sæti deildarinnar þegar sjö umferðir eru búnar af Olís deildinni og eru á pari samkvæmt Gunnari. „Þetta er bara þokkaleg byrjun, við erum svipaðir eins og við héldum. Auðvitað viljum við reyna að vinna alla leiki og allt þetta, við erum á ágætis vegferð. Við eigum þó nóg inni og þá sérstaklega þegar við kemur sóknarleiknum,“ sagði Gunnar þegar hann var spurður út í byrjun Aftureldingar á mótinu. Næsti leikur Aftureldingar er á móti norska liðinu Nærbø IL og þarf Afturelding að vinna upp fimm marka forskot frá fyrri leiknum út í Noregi. „Ég hef fulla trú á að við getum unnið þennan mun upp, það er klárt mál og sérstaklega ef við náum að fá Mosfellinga til að mæta og styðja okkur, fylla kofann og búum til alvöru gryfju. Munurinn á liðunum er ekki það mikill og fimm mörk eru fljót að fara í handbolta. Ef við fáum fullt hús og alvöru stuðning frá Mosfellingum þá er ég klár á því að við getum snúið þessu við þar,“ sagði Gunnar að lokum um Evrópuleikinn sem er framundan á laugardaginn.
Olís-deild karla Afturelding Haukar Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira