„Að finnast þú geta öskrað en enginn heyrir“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. október 2023 17:01 Elín Sif Hall er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. Gunnlöð Jóna „Lagið er ein stór spurning; hvað á ég að segja til að fólk heyri?“ segir tónlistarkonan og leikkonan Elín Hall um lagið sitt bankastræti, sem hún syngur ásamt Unu Torfa. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Er um að ræða fjórða síngúl af komandi plötu Elínar sem ber heitið „heyrist í mér?“. „Lagið má segja að kjarni þema plötunnar en það er upplifun þess að finnast þú geta öskrað en enginn heyrir. Upplifun sem getur verið algeng bæði í persónulegum samböndum en einnig þvert á svið lífsins. Lagið er ein stór spurning; hvað á ég að segja til að fólk heyri? Með súrrealískum, hispurslausum og örvæntingarfullum texta vöfðum inn upplífgandi hljóðheim fæddist þversagnarkennt indípopplag sem getur ekki annað en fengið fólk til að kinka kolli við,“ segir Elín. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Elín Hall og Una Torfa hafa báðar vakið athygli í íslenskum tónlistarheimi að undanförnu og voru sem dæmi báðar tilnefndar sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Þá hefur Elín slegið í gegn í leiksýningunni Níu líf. Í spilaranum hér að neðan má sjá flutning hennar á laginu Er nauðsynlegt að skjóta þá eftir Bubba Morthens: Samstarfið við Unu Torfa kviknaði eftir eftir fund með henni þegar þær stunduðu saman nám í LHÍ fyrir þremur árum. Í kjölfar fundarins samdi Elín drög að laginu. Að sögn hennar voru þær báðar skeptískar á eigin raddir á þeim tíma. Fyrir upptökur á laginu „bankastræti“ hittust þær og horfðu til baka yfir farinn veg. „Margt hefur breyst síðan þá en samt ekki neitt,“ segir Elín að lokum. Hér má hlusta á Elínu Hall á streymisveitunni Spotify. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag. Er um að ræða fjórða síngúl af komandi plötu Elínar sem ber heitið „heyrist í mér?“. „Lagið má segja að kjarni þema plötunnar en það er upplifun þess að finnast þú geta öskrað en enginn heyrir. Upplifun sem getur verið algeng bæði í persónulegum samböndum en einnig þvert á svið lífsins. Lagið er ein stór spurning; hvað á ég að segja til að fólk heyri? Með súrrealískum, hispurslausum og örvæntingarfullum texta vöfðum inn upplífgandi hljóðheim fæddist þversagnarkennt indípopplag sem getur ekki annað en fengið fólk til að kinka kolli við,“ segir Elín. View this post on Instagram A post shared by Eli n Hall (@elinsifhall) Elín Hall og Una Torfa hafa báðar vakið athygli í íslenskum tónlistarheimi að undanförnu og voru sem dæmi báðar tilnefndar sem Nýliði ársins á Hlustendaverðlaununum í ár. Þá hefur Elín slegið í gegn í leiksýningunni Níu líf. Í spilaranum hér að neðan má sjá flutning hennar á laginu Er nauðsynlegt að skjóta þá eftir Bubba Morthens: Samstarfið við Unu Torfa kviknaði eftir eftir fund með henni þegar þær stunduðu saman nám í LHÍ fyrir þremur árum. Í kjölfar fundarins samdi Elín drög að laginu. Að sögn hennar voru þær báðar skeptískar á eigin raddir á þeim tíma. Fyrir upptökur á laginu „bankastræti“ hittust þær og horfðu til baka yfir farinn veg. „Margt hefur breyst síðan þá en samt ekki neitt,“ segir Elín að lokum. Hér má hlusta á Elínu Hall á streymisveitunni Spotify. Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira