Ákváðu að kaupa Kerið í hálfgerðu bríaríi Árni Sæberg skrifar 22. október 2023 08:40 Kerið í Grímsnesi. Vísir/Vilhelm „Við höfðum bara náttúruvernd í huga og engum hugkvæmdist gjaldtaka. Þetta var skyndiákvörðun, tekin í hálfgerðu bríaríi. Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að eignast eldgíg,“ segir Óskar Magnússon um kaup á Kerinu fyrir 23 árum. Greint var frá því í síðustu viku að ferðaþjónusturisinn Arctic adventures hefði keypt Kerfélagið af þeim Óskari, Ásgeiri Bolla Kristinssyni, sem oftast er kallaður Bolli í 17, Sigurði Gísla og Jóni Pálmasonum. Af því tilefni ritar Óskar, sem hefur verið helsti fyrirsvarsmaður félagsins, kveðju úr Kerinu á Facebook. Hann segir að þeir félagar hafi keypt kerið fyrir 23 árum, þegar ríkið vildi ekki kaupa af bændunum í Miðengi og ætlaðist til þess að þeir héldu þar öllu í standi á eigin reikning. Allt hafi orðið vitlaust en gjaldtaka sé nú viðtekin venja Þrettán árum síðar hafi þeir ákveðið að hefja gjaldtöku á svæðinu þegar ferðamennska þar var farin úr böndunum. Ekki hafi verið á annað kosið en að hefja gjaltöku og byggja palla og tröppur, leggja stíga og stórbæta bílastæðamál. „Þá varð allt vitlaust. Við tókum ágjöfunum, stóðum þær af okkur og um síðir lægði öldur. Fólk sá að við vörðum aðgangseyri til uppbyggingar á staðnum, ríkið fylgdi fordæminu og hóf gjaldtöku á Þingvöllum. Nú er það viðtekin venja, óumdeild og átölulaus af ferðamönnum.“ Ómögulegt án aðkomu bændanna Óskar segir að ekkert hefði orðið af verkefninu án aðkomu bændanna á Miðengi við kerið, sem seldu það á sínum tíma. Þeir hafi staðið allar vaktirnar, mokað, smíðað, brasað og brölt og hvergi hlíft sér. „Reynið ekki svona ævintýri án heimamanna.“ Farnir að reskjast Hann segir að þeir félagar hafi ákveðið að selja Kerfélagið þar sem þeir hafi fengið samþykkt deiliskipulag og komið sé að uppbyggingu frekari aðstöðu. Það séu tímamót sem gott er að staldra við. „Svo eru þeir félagar mínir farnir að reskjast og síður tilbúnir í erfiðar ákvarðanir sem fylgja umsvifamiklum rekstri.“ Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira
Greint var frá því í síðustu viku að ferðaþjónusturisinn Arctic adventures hefði keypt Kerfélagið af þeim Óskari, Ásgeiri Bolla Kristinssyni, sem oftast er kallaður Bolli í 17, Sigurði Gísla og Jóni Pálmasonum. Af því tilefni ritar Óskar, sem hefur verið helsti fyrirsvarsmaður félagsins, kveðju úr Kerinu á Facebook. Hann segir að þeir félagar hafi keypt kerið fyrir 23 árum, þegar ríkið vildi ekki kaupa af bændunum í Miðengi og ætlaðist til þess að þeir héldu þar öllu í standi á eigin reikning. Allt hafi orðið vitlaust en gjaldtaka sé nú viðtekin venja Þrettán árum síðar hafi þeir ákveðið að hefja gjaldtöku á svæðinu þegar ferðamennska þar var farin úr böndunum. Ekki hafi verið á annað kosið en að hefja gjaltöku og byggja palla og tröppur, leggja stíga og stórbæta bílastæðamál. „Þá varð allt vitlaust. Við tókum ágjöfunum, stóðum þær af okkur og um síðir lægði öldur. Fólk sá að við vörðum aðgangseyri til uppbyggingar á staðnum, ríkið fylgdi fordæminu og hóf gjaldtöku á Þingvöllum. Nú er það viðtekin venja, óumdeild og átölulaus af ferðamönnum.“ Ómögulegt án aðkomu bændanna Óskar segir að ekkert hefði orðið af verkefninu án aðkomu bændanna á Miðengi við kerið, sem seldu það á sínum tíma. Þeir hafi staðið allar vaktirnar, mokað, smíðað, brasað og brölt og hvergi hlíft sér. „Reynið ekki svona ævintýri án heimamanna.“ Farnir að reskjast Hann segir að þeir félagar hafi ákveðið að selja Kerfélagið þar sem þeir hafi fengið samþykkt deiliskipulag og komið sé að uppbyggingu frekari aðstöðu. Það séu tímamót sem gott er að staldra við. „Svo eru þeir félagar mínir farnir að reskjast og síður tilbúnir í erfiðar ákvarðanir sem fylgja umsvifamiklum rekstri.“
Ferðamennska á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Sjá meira