Níðþunga dómsdagsrokkssveit rekur á strendur landsins Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 24. október 2023 12:24 Flutningur Bongripper á tónlist sinni á sviði er talinn trompa stúdíóútgáfur þeirra í þyngslum. bongripper Dómsdagsrokkssveitin Bongripper leikur fyrir hausaskaki fimmtudaginn 26. október á Gauknum, í fyrsta sinn á Íslandi. Koma sveitarinnar hlýtur að teljast hvalreki fyrir unnendur stefnunnar hérlendis og hljómur sveitarinnar verður jafnframt að teljast hvalvaxinn. Það stafar að miklu leyti af því að gítarar og bassi eru stilltir niður um næstum áttund (í F) og að mikil natni er lögð í að útkoman úr slíkri bassasúpu skili sér áheyrilega til tónleikagesta. Enginn söngvari er í sveitinni, lögin eru hæg og meiri líkur en minni að þau séu lengri en tíu mínútur. Jafnvel miklu lengri, en fyrsta útgáfa sveitarinnar innihélt einungis 79 mínútna langa lagið The Great Barrier Reefer. Sagan segir að þeim hafi langað að skáka Dopesmoker, sem er 63 mínútna langt lag eftir goðsagnakenndu hljómsveitina Sleep, og hafi sett markið á 80 mínútna hámarkslengd geisladiska. Haft hefur verið eftir meðlimum bandsins að þeir hafi eitt sinn verið dauðarokks hljómsveit en eftir að söngvarinn hætti og tvífetill trommarans brotnaði var ákveðið að skipta um takt og hægja töluvert á allri músíkinni. Árið 2010 jukust vinsældir sveitarinnar til muna með tilkomu plötunnar Satan Worshipping Doom. Hljómurinn var orðinn meira einkennandi fyrir sveitina, bitmeiri og með dassi af svartmálmsáhrifum. Til stuðnings Bongripper koma fram reykvísku sveitirnar Morpholith og Slor, hvor annarri þyngri og hægari. ReykjaDoom (áður Doomcember) stendur fyrir tónleikunum. Morpholith og magnaraboxin.Verði ljós Morpholith eru undir áhrifum frá skynvíkkunarrokki í sínum níðþunga dómsdagshægagangi, og reisa meðlimir magnaramúr fyrir hverja tónleika. Sækadelían er einnig skammt undan hjá Slor, en hljómurinn örlítið teppalagðari og undir meiri áhrifum frá bandarísku eðju- og eyðimerkurrokki. Miða má finna á tix.is. Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Koma sveitarinnar hlýtur að teljast hvalreki fyrir unnendur stefnunnar hérlendis og hljómur sveitarinnar verður jafnframt að teljast hvalvaxinn. Það stafar að miklu leyti af því að gítarar og bassi eru stilltir niður um næstum áttund (í F) og að mikil natni er lögð í að útkoman úr slíkri bassasúpu skili sér áheyrilega til tónleikagesta. Enginn söngvari er í sveitinni, lögin eru hæg og meiri líkur en minni að þau séu lengri en tíu mínútur. Jafnvel miklu lengri, en fyrsta útgáfa sveitarinnar innihélt einungis 79 mínútna langa lagið The Great Barrier Reefer. Sagan segir að þeim hafi langað að skáka Dopesmoker, sem er 63 mínútna langt lag eftir goðsagnakenndu hljómsveitina Sleep, og hafi sett markið á 80 mínútna hámarkslengd geisladiska. Haft hefur verið eftir meðlimum bandsins að þeir hafi eitt sinn verið dauðarokks hljómsveit en eftir að söngvarinn hætti og tvífetill trommarans brotnaði var ákveðið að skipta um takt og hægja töluvert á allri músíkinni. Árið 2010 jukust vinsældir sveitarinnar til muna með tilkomu plötunnar Satan Worshipping Doom. Hljómurinn var orðinn meira einkennandi fyrir sveitina, bitmeiri og með dassi af svartmálmsáhrifum. Til stuðnings Bongripper koma fram reykvísku sveitirnar Morpholith og Slor, hvor annarri þyngri og hægari. ReykjaDoom (áður Doomcember) stendur fyrir tónleikunum. Morpholith og magnaraboxin.Verði ljós Morpholith eru undir áhrifum frá skynvíkkunarrokki í sínum níðþunga dómsdagshægagangi, og reisa meðlimir magnaramúr fyrir hverja tónleika. Sækadelían er einnig skammt undan hjá Slor, en hljómurinn örlítið teppalagðari og undir meiri áhrifum frá bandarísku eðju- og eyðimerkurrokki. Miða má finna á tix.is.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira