Ljósleiðaradeildin: Þórsarar lögðu ÍA eftir að lenda undir Snorri Már Vagnsson skrifar 2. nóvember 2023 21:45 Ljósleiðaradeildin Þór lagði ÍA í Ljósleiðaradeildinni en þar er keppt í skotleiknum Counter-Strike: Global Offensive. Þór og ÍA mættust á Overpass og byrjuðu Þórsarar í vörn. ÍA hófu leikinn einkum vel í sókninni og sigruðu fyrstu fimm lotur leiksins áður en Þórsarar fengu loks sína fyrstu lotu. ÍA-menn stöðvuðu þó ekki við mótlæti en TripleG, leikmaður ÍA skoraði ás og felldi alla mótherja sína í einni lotu eftir meistaralega frammistöðu; staðan þá 1-6. Fyrri hálfleikur tók þó skarpa beygju og Þórsarar jöfnuðu leikinn í fjórtándu lotu, staðan þá orðin 7-7. Þórsarar sigruðu síðustu lotu hálfleiksins og fóru inn í hálfleik með forystuna. Staðan í hálfleik: 8-7 Þórsarar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og hleyptu ÍA aldrei framúr sér. ÍA sigurðu aðeins tvær lotur til viðbótar en höfðu einfaldlega engin svör við sókn Þórsara sem tryggðu sér sigurinn eftir þægilegan seinni hálfleik. Lokatölur: 18-9 Þór fer því á topp deildarinnar tímabundið hið minnsta, með 14 stig. ÍA eru enn í áttunda sæti deildarinnar með 4 stig, jafnir Breiðablik. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti
ÍA hófu leikinn einkum vel í sókninni og sigruðu fyrstu fimm lotur leiksins áður en Þórsarar fengu loks sína fyrstu lotu. ÍA-menn stöðvuðu þó ekki við mótlæti en TripleG, leikmaður ÍA skoraði ás og felldi alla mótherja sína í einni lotu eftir meistaralega frammistöðu; staðan þá 1-6. Fyrri hálfleikur tók þó skarpa beygju og Þórsarar jöfnuðu leikinn í fjórtándu lotu, staðan þá orðin 7-7. Þórsarar sigruðu síðustu lotu hálfleiksins og fóru inn í hálfleik með forystuna. Staðan í hálfleik: 8-7 Þórsarar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og hleyptu ÍA aldrei framúr sér. ÍA sigurðu aðeins tvær lotur til viðbótar en höfðu einfaldlega engin svör við sókn Þórsara sem tryggðu sér sigurinn eftir þægilegan seinni hálfleik. Lokatölur: 18-9 Þór fer því á topp deildarinnar tímabundið hið minnsta, með 14 stig. ÍA eru enn í áttunda sæti deildarinnar með 4 stig, jafnir Breiðablik.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Albert kom við sögu í naumum sigri Fótbolti Embiid frá út leiktíðina Körfubolti