Ármann skákaði Atlantic á Nuke Snorri Már Vagnsson skrifar 7. nóvember 2023 22:30 PolishWonder og Hugo, leikmenn Ármanns og Atlantic. Ljósleiðaradeildin Ármann lagði Atlantic í Ljósleiðaradeildinni í kvöld en þar er keppt í Counter-Strike: Global Offensive. Ármann og Atlantic mættust á Nuke í kvöld. Ármann hófu leikinn í vörn og byrjuðu leikinn betur en Atlantic voru fljótir að jafna leikinn og staðan var 3-3 eftir sex lotur. Ármann tóku fyrri hálfleikinn föstum tökum í stöðunni 4-4 með PolishWonder fremstan í flokki, en þeir komu stöðunni í 10-5 eftir frábæra frammistöðu Ofvirks hjá Ármanni. Staðan í hálfleik: 10-5 Atlantic fundu taktinn í upphafi seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 12-10 eftir 22 lotur. Leikmenn Atlantic virtust ætla að jafna leikinn en Sókn Ármanns fékk þó byr undir báða vængi í kjölfarið og sigruðu þeir fjórar lotur í röð. Staðan því orðin 16-10 og eftir heiðarlega tilraun Atlantic til að jafna voru það Ármann sem stóðu uppi með sigurinn. Lokatölur: 16-10 Ármann halda í við Þórsara á toppi deildarinnar með 14 stig en Þór á leik til góða. Atlantic sitja enn í sjötta sæti með 8 stig, en Saga geta jafnað þá á stigum á fimmtudagskvöldið. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti
Ármann og Atlantic mættust á Nuke í kvöld. Ármann hófu leikinn í vörn og byrjuðu leikinn betur en Atlantic voru fljótir að jafna leikinn og staðan var 3-3 eftir sex lotur. Ármann tóku fyrri hálfleikinn föstum tökum í stöðunni 4-4 með PolishWonder fremstan í flokki, en þeir komu stöðunni í 10-5 eftir frábæra frammistöðu Ofvirks hjá Ármanni. Staðan í hálfleik: 10-5 Atlantic fundu taktinn í upphafi seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 12-10 eftir 22 lotur. Leikmenn Atlantic virtust ætla að jafna leikinn en Sókn Ármanns fékk þó byr undir báða vængi í kjölfarið og sigruðu þeir fjórar lotur í röð. Staðan því orðin 16-10 og eftir heiðarlega tilraun Atlantic til að jafna voru það Ármann sem stóðu uppi með sigurinn. Lokatölur: 16-10 Ármann halda í við Þórsara á toppi deildarinnar með 14 stig en Þór á leik til góða. Atlantic sitja enn í sjötta sæti með 8 stig, en Saga geta jafnað þá á stigum á fimmtudagskvöldið.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti