Handbolti

Sig­valdi marka­hæstur er Kolstad komst í undan­úr­slit

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sigvaldi hefur notið góðs gengis í liði Kolstad upp á síðkastið
Sigvaldi hefur notið góðs gengis í liði Kolstad upp á síðkastið Kolstad

Kolstad er komið í undanúrslit norska bikarsins í handbolta eftir 36-23 sigur á Bergen. Kolstad eru ríkjandi bikarmeistarar eftir sigur 2022 á Elverum sem hafði unnið bikarinn fjögur ár í röð þar áður. Liðin mætast svo í undanúrslitunum í næstu umferð. 

Markaskorun dreifðist ansi jafnt á leikmenn gegn Bergen en Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstur í liði Kolstad í leiknum með fimm mörk. Sigurinn var raunar aldrei í hættu, Kolstad skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og hélt Bergen alltaf í góðri fjarlægð fram að lokaflauti. 

Eins og áður segir mætast Kolstad og Elverum í undanúrslitunum, hinum megin mætast Kristiansand og Haslum HK.

Kolstad er í efsta sæti úrvalsdeildarinnar, andstæðingar þeirra frá Bergen eru í níunda. Elverum er í því þriðja, með Haslum í sjöunda og Kristiansand í þrettánda og næstneðsta sæti deildarinnar þegar níu umferðir eru búnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×