Haraldur Franklín á enn möguleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 08:25 Haraldur Franklín Magnús er í baráttunni um sæti á DP World atvinnumótaröðinni í golfi. Getty/Oliver Hardt Íslenski kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús komst í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu fyrir DP World atvinnumótaröðina í karlaflokki. Hann á því enn möguleika á að komast inn á mótaröðina og bætast í hópi fárra íslenskra kylfinga sem hafa náð því. Haraldur hefur spilað fjóra fyrstu hringina á sex höggum undir pari en það skilar honum í 53. sætið. Haraldur byrjaði mótið frábærlega og lék fyrstu tvo hringina á 66 og 69 höggum og var þá á átta höggum undir pari en hann átti síðan ekki nógu góðan þriðja hring. Haraldur lék aðeins betur í gær en kláraði á 71 höggi eða á pari. Haraldur hefði getað endað hringinn betur ef ekki hefði komið til fimmtánda holan þar sem hann fékk tvöfaldan skolla með því að leika par fjögur holuna á sex höggum. Framundan eru tveir síðustu hringirnir þar sem að 25 efstu tryggja sér keppnisrétt á DP World Tour á næsta tímabili. Ef keppendur eru jafnir í 25. sætinu þá komast þeir allir áfram. Á næstu tveimur dögum er að miklu að keppa fyrir Harald Franklín þar sem hann er fjórum höggum frá 25. sætinu. Með því að komast í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu tryggði Haraldur Franklín sér keppnisrétt á flestum mótum á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða Evrópu. Haraldur Franklín, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru allir með keppnisrétt á Challenge Tour á næsta tímabili. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast leikið á lokaúrtökumótinu eða alls þrettán sinnum en hann tók tuttugu sinnum þátt á úrtökumótinu fyrir DP World Tour. Eftirtaldir hafa komist inn á lokaúrtökumótið og í sviganum er fjöldi skipta á lokamótinu: Birgir Leifur Hafþórsson (13), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (2), Bjarki Pétursson (2), Andri Þór Björnsson (1), Haraldur Franklín Magnús (1) og Björgvin Sigurbergsson (1). Aðeins tveir íslenskir kylfingar frá Íslandi hafa tryggt sér keppnisrétt á DP World Tour á lokaúrtökumótinu en það eru þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Golf Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Haraldur hefur spilað fjóra fyrstu hringina á sex höggum undir pari en það skilar honum í 53. sætið. Haraldur byrjaði mótið frábærlega og lék fyrstu tvo hringina á 66 og 69 höggum og var þá á átta höggum undir pari en hann átti síðan ekki nógu góðan þriðja hring. Haraldur lék aðeins betur í gær en kláraði á 71 höggi eða á pari. Haraldur hefði getað endað hringinn betur ef ekki hefði komið til fimmtánda holan þar sem hann fékk tvöfaldan skolla með því að leika par fjögur holuna á sex höggum. Framundan eru tveir síðustu hringirnir þar sem að 25 efstu tryggja sér keppnisrétt á DP World Tour á næsta tímabili. Ef keppendur eru jafnir í 25. sætinu þá komast þeir allir áfram. Á næstu tveimur dögum er að miklu að keppa fyrir Harald Franklín þar sem hann er fjórum höggum frá 25. sætinu. Með því að komast í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu tryggði Haraldur Franklín sér keppnisrétt á flestum mótum á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða Evrópu. Haraldur Franklín, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru allir með keppnisrétt á Challenge Tour á næsta tímabili. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast leikið á lokaúrtökumótinu eða alls þrettán sinnum en hann tók tuttugu sinnum þátt á úrtökumótinu fyrir DP World Tour. Eftirtaldir hafa komist inn á lokaúrtökumótið og í sviganum er fjöldi skipta á lokamótinu: Birgir Leifur Hafþórsson (13), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (2), Bjarki Pétursson (2), Andri Þór Björnsson (1), Haraldur Franklín Magnús (1) og Björgvin Sigurbergsson (1). Aðeins tveir íslenskir kylfingar frá Íslandi hafa tryggt sér keppnisrétt á DP World Tour á lokaúrtökumótinu en það eru þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Golf Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira