Sex höggum frá Evrópumótaröðinni fyrir lokadaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. nóvember 2023 06:21 Haraldur Franklín Magnús þarf að sýna sínar bestu hliðar í dag. Octavio Passos/Getty Images Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús komst í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina, DP World Tour í karlaflokki síðastliðinn mánudag. Lokadagur úrtökumótsins fer fram í dag og á Haraldur enn möguleika þó vonin sé veik. Haraldur situr ásamt fjórum öðrum kylfingum í 66. sæti úrtökumótsins. Aðeins þeir sem enda í efstu 25 sætunum í úrtökumótinu vinna sér inn þáttökurétt á Evrópumótaröðinni, en séu fleiri en einn kylfingur jafnir í 25. sæti fá þeir allir sæti á mótaröðinni. Haraldur á því enn nokkuð langt í land til að vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Hann lék hring gærdagsins á 71 höggi, eða á pari, og er því samtals á sex höggum undir pari fyrir sjötta og seinasta hringinn. Eins og staðan er þegar þetta er ritað eru sjö kylfingar jafnir í 24. sæti á tólf höggum undir pari og því þarf allt að ganga upp hjá Haraldi í dag ætli hann sér að vinna sér inn þátttökurétt. Haraldur hefur sýnt það í úrtökumótinu að hann getur unnið upp slíkt forskot, en hann lék fyrsta hringinn á 66 höggum. Hann þarf þó að sýna sínar bestu hliðar í dag og vona að aðrir kylfingar eigi kannski ekki sinn besta dag á sama tíma. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Haraldur situr ásamt fjórum öðrum kylfingum í 66. sæti úrtökumótsins. Aðeins þeir sem enda í efstu 25 sætunum í úrtökumótinu vinna sér inn þáttökurétt á Evrópumótaröðinni, en séu fleiri en einn kylfingur jafnir í 25. sæti fá þeir allir sæti á mótaröðinni. Haraldur á því enn nokkuð langt í land til að vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Hann lék hring gærdagsins á 71 höggi, eða á pari, og er því samtals á sex höggum undir pari fyrir sjötta og seinasta hringinn. Eins og staðan er þegar þetta er ritað eru sjö kylfingar jafnir í 24. sæti á tólf höggum undir pari og því þarf allt að ganga upp hjá Haraldi í dag ætli hann sér að vinna sér inn þátttökurétt. Haraldur hefur sýnt það í úrtökumótinu að hann getur unnið upp slíkt forskot, en hann lék fyrsta hringinn á 66 höggum. Hann þarf þó að sýna sínar bestu hliðar í dag og vona að aðrir kylfingar eigi kannski ekki sinn besta dag á sama tíma.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira