„Mystísk en um leið svo mannleg“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2023 17:00 Inga Björk var að senda frá sér plötu og tónlistarmyndband ásamt Alexander Bornstein. Trausti Dagsson „Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt,“ segir tónlistarkonan Inga Björk. Hún og verðlaunatónskáldið Alexander Bornstein voru að gefa út sína fyrstu þriggja laga EP plötu ásamt nýju tónlistarmyndbandi eftir Margréti Seemu Takyar. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Stórmyndir og dáleiðandi lagaskúlptúrar Í fréttatilkynningu kemur fram að Alexander Bornstein sé meðal annars þekktur fyrir tónlist í kvikmyndum á borð við Transformers, The Twilight Zone, Agent Carter og The Tutor. Samstarf hans og Ingu Bjarkar hófst við undirbúning hans á tónlistinni fyrir síðastnefndu myndina The Tutor, en Inga Björk söng inn á sountrackið. Aðalleikarar myndarinnar eru Garrett Hedlund úr Óskarstilnefndu kvikmyndinni Mudbound og Noah Schapp sem flestir þekkja úr Stranger Things. „Tónlist LAYERS er alternatív elektróník, þar sem söngur íslensku Ingu Bjarkar og ríkur hljóðheimur Alexanders mætast í dáleiðandi lagaskúlptúrum. Eftirvinnsla plötunnar var í höndum Emmy hafans Tyson Lozensky og Grammy hafans Jett Galindo. Margrét Seema Takyar leikstýrði og skaut myndbandið við titillag plötunnar, LAYERS,“ segir í fréttatilkynningunni. Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu.Skjáskot Lög af öllu mögulegu og ómögulegu Aðspurð um innblásturinn á bak við tónlistarmyndbandið segir Inga Björk: „Lagið okkar LAYERS hreinlega hrópaði eftir myndrænni nálgun. Öll þessi lög af öllu mögulegu og ómögulegu, sem við berum utan á okkur og inn í okkur. Úr hverju eru þau og hvað er þar fyrir innan. Margrét Seema Takyar greip svo strax þennan kjarna lagsins og skapaði þetta magnaða myndband sem gæti ekki passað betur við lagið.“ Tónlist er órjúfanlegur hluti af tilveru Ingu Bjarkar. „Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt. Þetta milli línanna. Allar ósýnilegu en gjörsamlega ómissandi agnirnar. Mystísk en um leið svo mannleg.“ Tónlist Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Stórmyndir og dáleiðandi lagaskúlptúrar Í fréttatilkynningu kemur fram að Alexander Bornstein sé meðal annars þekktur fyrir tónlist í kvikmyndum á borð við Transformers, The Twilight Zone, Agent Carter og The Tutor. Samstarf hans og Ingu Bjarkar hófst við undirbúning hans á tónlistinni fyrir síðastnefndu myndina The Tutor, en Inga Björk söng inn á sountrackið. Aðalleikarar myndarinnar eru Garrett Hedlund úr Óskarstilnefndu kvikmyndinni Mudbound og Noah Schapp sem flestir þekkja úr Stranger Things. „Tónlist LAYERS er alternatív elektróník, þar sem söngur íslensku Ingu Bjarkar og ríkur hljóðheimur Alexanders mætast í dáleiðandi lagaskúlptúrum. Eftirvinnsla plötunnar var í höndum Emmy hafans Tyson Lozensky og Grammy hafans Jett Galindo. Margrét Seema Takyar leikstýrði og skaut myndbandið við titillag plötunnar, LAYERS,“ segir í fréttatilkynningunni. Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu.Skjáskot Lög af öllu mögulegu og ómögulegu Aðspurð um innblásturinn á bak við tónlistarmyndbandið segir Inga Björk: „Lagið okkar LAYERS hreinlega hrópaði eftir myndrænni nálgun. Öll þessi lög af öllu mögulegu og ómögulegu, sem við berum utan á okkur og inn í okkur. Úr hverju eru þau og hvað er þar fyrir innan. Margrét Seema Takyar greip svo strax þennan kjarna lagsins og skapaði þetta magnaða myndband sem gæti ekki passað betur við lagið.“ Tónlist er órjúfanlegur hluti af tilveru Ingu Bjarkar. „Tónlistin er bara einhvern veginn þarna alls staðar, út og inn um allt. Þetta milli línanna. Allar ósýnilegu en gjörsamlega ómissandi agnirnar. Mystísk en um leið svo mannleg.“
Tónlist Menning Bíó og sjónvarp Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira