Tiger og Rory fresta golfdeildinni sinni um eitt ár eftir að þakið gaf sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 09:00 Rory McIlroy og Tiger Woods eru góðir vinir og líka viðskiptafélagar. Getty/Maddie Meyer Kylfingarnir Tiger Woods og Rory McIlroy ætla að bíða með það til ársins 2025 með að setja af stað nýju golfdeildina sína sem á að fara fram í tæknivæddri innanhússhöll. Höllin er staðsett á Flórída og hún fór illa út óveðri á dögunum. Þakið gaf sig í óveðrinu þegar rafmagnið fór af. Roof Collapse Halts Tiger Woods-Rory McIlroy Virtual Golf League Delayed To 2025https://t.co/lZEAlTIDkt pic.twitter.com/BW9ja68Nn7— Forbes (@Forbes) November 20, 2023 TGL deildin sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagt var frá skemmdunun. Þakið féll saman en sem betur fer skemmdist tölvubúnaðurinn ekki neitt. Fyrsta tímabilið í þessari sex liða keppni átti að hefjast eftir aðeins fimm vikur en nú hefur verið ákveðið að fyrsta keppnin fari ekki fram fyrr en árið 2025. Sex lið eiga að keppa við hvert annað og efstu liðin komast síðan í úrslitakeppni. Deildin á að vera í gangi frá 9. janúar og klárast áður en Mastersmótið hefst í apríl. #BREAKING: Tiger Woods and Rory McIlroys golf simulator league @TGL will NOT start until 2025 due to the damage caused at its venue in Florida. (Per @JoshACarpenter) pic.twitter.com/mC3XyJyMWK— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) November 20, 2023 Alls munu 24 kylfingar taka þátt og verða fjórir kylfingar í hverju liði. Meðal þeirra sem höfðu staðfest þátttöku voru Rickie Fowler, Tommy Fleetwood, Collin Morikawa, Justin Thomas, Justin Rose, Adam Scott og svo auðvitað Rory McIlroy og Tiger Woods. Kylfingarnir munu slá lengri skotin í risastóran golfhermi en skotin í kringum flötina fara fram á sérstakri hátækniflöt. Golfhöggin eru slegin úr eðlilegum aðstæðum, hvort sem undirlagið er gras eða sandur. #WATCH: A drone video shows the extensive damage done to the dome at the SoFi Center, home to Tiger Woods and Rory McIlroy s new @tglgolf simulator league. (Via: @pbpost) pic.twitter.com/t1J3kOQIlu— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) November 17, 2023 Golf Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Höllin er staðsett á Flórída og hún fór illa út óveðri á dögunum. Þakið gaf sig í óveðrinu þegar rafmagnið fór af. Roof Collapse Halts Tiger Woods-Rory McIlroy Virtual Golf League Delayed To 2025https://t.co/lZEAlTIDkt pic.twitter.com/BW9ja68Nn7— Forbes (@Forbes) November 20, 2023 TGL deildin sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem sagt var frá skemmdunun. Þakið féll saman en sem betur fer skemmdist tölvubúnaðurinn ekki neitt. Fyrsta tímabilið í þessari sex liða keppni átti að hefjast eftir aðeins fimm vikur en nú hefur verið ákveðið að fyrsta keppnin fari ekki fram fyrr en árið 2025. Sex lið eiga að keppa við hvert annað og efstu liðin komast síðan í úrslitakeppni. Deildin á að vera í gangi frá 9. janúar og klárast áður en Mastersmótið hefst í apríl. #BREAKING: Tiger Woods and Rory McIlroys golf simulator league @TGL will NOT start until 2025 due to the damage caused at its venue in Florida. (Per @JoshACarpenter) pic.twitter.com/mC3XyJyMWK— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) November 20, 2023 Alls munu 24 kylfingar taka þátt og verða fjórir kylfingar í hverju liði. Meðal þeirra sem höfðu staðfest þátttöku voru Rickie Fowler, Tommy Fleetwood, Collin Morikawa, Justin Thomas, Justin Rose, Adam Scott og svo auðvitað Rory McIlroy og Tiger Woods. Kylfingarnir munu slá lengri skotin í risastóran golfhermi en skotin í kringum flötina fara fram á sérstakri hátækniflöt. Golfhöggin eru slegin úr eðlilegum aðstæðum, hvort sem undirlagið er gras eða sandur. #WATCH: A drone video shows the extensive damage done to the dome at the SoFi Center, home to Tiger Woods and Rory McIlroy s new @tglgolf simulator league. (Via: @pbpost) pic.twitter.com/t1J3kOQIlu— NUCLR GOLF (@NUCLRGOLF) November 17, 2023
Golf Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira