Ólafur Stefánsson: Ég er allt annar gæi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 08:00 Ólafur Stefánsson er nýr þjálfari Aue Erlangen Íslenska handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson er kominn aftur á fullt í þjálfun en hann tók á dögunum við þýska B-deildarfélaginu Aue. Ólafur var síðast aðstoðarþjálfari í HC Erlangen en hætti hjá félaginu í haust. Hann er nú aftur orðinn aðalþjálfari og segist búinn að læra mikið síðan hann þjálfaði Val. Nýja verkefnið er mjög krefjandi enda lið EHV Aue í neðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af þrettán leikjum sínum. Stefán Árni Pálsson ræddi við Ólaf og fékk hans sýn á verkefnið. Áhættusamt „Þetta er auðvitað svolítið áhættusamt fyrir mig sem þjálfara að taka þetta. Vanalega hefði maður átt að kíkja á liðið og sjá hvort að það séu einhverjir möguleikar. Dýpt tánni varlega í þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson. „Ég ákvað bara að henda mér út í og taka áhættuna. Það var heldur ekki mikill tími til umhugsunar og þá hefði kannski einhver annar stokkið á þetta í staðinn,“ sagði Ólafur. „Þeim leist vel á mig og tóku við mig fjarviðtal og svona. Þá var þetta bara ákveðið. Svo byrjaði ég ekki vel og við töpuðum fyrsta leiknum og erum í neðsta sæti. Þetta verður helvíti hörð brekka en þeim mun áhugaverðari,“ sagði Ólafur. Klippa: Ólafur Stefánsson um nýja þjálfarastarfið Er Ólafur kominn með þessa þjálfarabakteríu og fannst honum erfitt að vera frá handboltanum? Kíkti á félagana „Eiginlega þá er það bara þannig. Ég var allan tímann að klippa og horfa á leiki. Ég var allan tímann í þjálfaragírnum. Ég kíkti á félagana. Hitti á Alfreð en sé eftir því að hafa ekki náð að hitta Gaua. Hann hefði örugglega boðið mér að koma,“ sagði Ólafur. „Maður á góða vini sem eru þjálfarar, menn sem maður fær punkta frá. Þetta voru fimm mánuðir og allan tímann var ég með þetta í huga,“ sagði Ólafur. Hann gerði samning út þetta tímabil en ekki lengur. „Þetta er svolítið bara slökkvitækið. Það er allt í veseni. Þeir létu þjálfarann fara sem þó hafði farið með þá upp. Það var ekki auðveld ákvörðun. Ég sagði að ég væri laus,“ sagði Ólafur. Ólafur Stefánsson reyndi fyrir sér sem fyrirlesari.Mynd/Roman Gerasymenko Er Ólafur með góða leikmenn í næstefstu deild í Þýskalandi? „Ekki enn þá en ég þarf að hjálpa þeim og gera þá það góða að við náum að halda okkur uppi. Þetta er mjög brött brekka,“ sagði Ólafur. Horfir til leikmanna í Olís-deildinni Ólafur viðurkennir sem sagt að hópurinn sé ekki sá sterkasti. Hann segir að það komi vel til greina að leita til leikmanna í Olís-deildinni þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður á nýju ári. „Það kemur mjög líklega til greina að finna kannski einn, tvo. Ég þarf að gefa gaurunum sem eru hér tækifærið. Þú getur ekki bara komið og sagt að allt sé ómögulegt,“ sagði Ólafur. Það eru ellefu ár síðan Ólafur tók við sem þjálfari Vals. Hann segir að hann hafi í raun ekki verið tilbúinn í þjálfarastarfið á þeim tíma. Hann segist hins vegar hafa þroskast mikið frá því að hann hóf þjálfaraferilinn. „Ég er allt annar gæi. Ég var „all in“ í Val en ég átti eftir að lenda í svo mörgu og ég vissi það. Ég vissi að ég þyrfti að lenda í dóti sem var ekki handbolti áður en ég teldi mig nógu hæfan til að vera þjálfari,“ sagði Ólafur. Ólafur Stefánsson sés hér vera að stýra Valsliðinu.Mynd/Daníel Var ekki tilbúinn að vera þjálfari „Þegar ég var með Val þá var ég ekki tilbúinn að vera þjálfari. Ég fann það fljótlega að það var eitthvað annað sem ég þyrfti að leita að,“ sagði Ólafur. „Ég fór í entrepreneur, fór inn í sjamanisma og fór í trúðinn. Fór að kenna og allt þetta. Þetta var svolítið klikkað tímabil en svo bara tók það enda og skynsemin heltist aftur yfir mig,“ sagði Ólafur. „Núna er ég bara með bæði í bakpokanum. Bæði lógíkina og fegurðina, hið ljóðræna og hið skrýtna,“ sagði Ólafur. Það má horfa á viðtalið við Ólaf hér fyrir ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Nýja verkefnið er mjög krefjandi enda lið EHV Aue í neðsta sæti deildarinnar og hefur aðeins unnið tvo af þrettán leikjum sínum. Stefán Árni Pálsson ræddi við Ólaf og fékk hans sýn á verkefnið. Áhættusamt „Þetta er auðvitað svolítið áhættusamt fyrir mig sem þjálfara að taka þetta. Vanalega hefði maður átt að kíkja á liðið og sjá hvort að það séu einhverjir möguleikar. Dýpt tánni varlega í þetta,“ sagði Ólafur Stefánsson. „Ég ákvað bara að henda mér út í og taka áhættuna. Það var heldur ekki mikill tími til umhugsunar og þá hefði kannski einhver annar stokkið á þetta í staðinn,“ sagði Ólafur. „Þeim leist vel á mig og tóku við mig fjarviðtal og svona. Þá var þetta bara ákveðið. Svo byrjaði ég ekki vel og við töpuðum fyrsta leiknum og erum í neðsta sæti. Þetta verður helvíti hörð brekka en þeim mun áhugaverðari,“ sagði Ólafur. Klippa: Ólafur Stefánsson um nýja þjálfarastarfið Er Ólafur kominn með þessa þjálfarabakteríu og fannst honum erfitt að vera frá handboltanum? Kíkti á félagana „Eiginlega þá er það bara þannig. Ég var allan tímann að klippa og horfa á leiki. Ég var allan tímann í þjálfaragírnum. Ég kíkti á félagana. Hitti á Alfreð en sé eftir því að hafa ekki náð að hitta Gaua. Hann hefði örugglega boðið mér að koma,“ sagði Ólafur. „Maður á góða vini sem eru þjálfarar, menn sem maður fær punkta frá. Þetta voru fimm mánuðir og allan tímann var ég með þetta í huga,“ sagði Ólafur. Hann gerði samning út þetta tímabil en ekki lengur. „Þetta er svolítið bara slökkvitækið. Það er allt í veseni. Þeir létu þjálfarann fara sem þó hafði farið með þá upp. Það var ekki auðveld ákvörðun. Ég sagði að ég væri laus,“ sagði Ólafur. Ólafur Stefánsson reyndi fyrir sér sem fyrirlesari.Mynd/Roman Gerasymenko Er Ólafur með góða leikmenn í næstefstu deild í Þýskalandi? „Ekki enn þá en ég þarf að hjálpa þeim og gera þá það góða að við náum að halda okkur uppi. Þetta er mjög brött brekka,“ sagði Ólafur. Horfir til leikmanna í Olís-deildinni Ólafur viðurkennir sem sagt að hópurinn sé ekki sá sterkasti. Hann segir að það komi vel til greina að leita til leikmanna í Olís-deildinni þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður á nýju ári. „Það kemur mjög líklega til greina að finna kannski einn, tvo. Ég þarf að gefa gaurunum sem eru hér tækifærið. Þú getur ekki bara komið og sagt að allt sé ómögulegt,“ sagði Ólafur. Það eru ellefu ár síðan Ólafur tók við sem þjálfari Vals. Hann segir að hann hafi í raun ekki verið tilbúinn í þjálfarastarfið á þeim tíma. Hann segist hins vegar hafa þroskast mikið frá því að hann hóf þjálfaraferilinn. „Ég er allt annar gæi. Ég var „all in“ í Val en ég átti eftir að lenda í svo mörgu og ég vissi það. Ég vissi að ég þyrfti að lenda í dóti sem var ekki handbolti áður en ég teldi mig nógu hæfan til að vera þjálfari,“ sagði Ólafur. Ólafur Stefánsson sés hér vera að stýra Valsliðinu.Mynd/Daníel Var ekki tilbúinn að vera þjálfari „Þegar ég var með Val þá var ég ekki tilbúinn að vera þjálfari. Ég fann það fljótlega að það var eitthvað annað sem ég þyrfti að leita að,“ sagði Ólafur. „Ég fór í entrepreneur, fór inn í sjamanisma og fór í trúðinn. Fór að kenna og allt þetta. Þetta var svolítið klikkað tímabil en svo bara tók það enda og skynsemin heltist aftur yfir mig,“ sagði Ólafur. „Núna er ég bara með bæði í bakpokanum. Bæði lógíkina og fegurðina, hið ljóðræna og hið skrýtna,“ sagði Ólafur. Það má horfa á viðtalið við Ólaf hér fyrir ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira