Tiger Woods var bæði hissa og pirraður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 09:31 Tiger Woods vill komst í stjórn PGA og fá að vera með í ráðum um framtíð golfsins. Getty/Andrew Redington Tiger Woods vill nú komast í stjórn PGA en hann var einn margra í golfheiminum sem vissi ekkert um það að það væri sameiningarviðræður í gangi á milli PGA og hinnar umdeildu LIV mótaraðar í Sádí Arabíu í sumar. Tilkynningin um að bandarísku, evrópsku og sádi-arabísku mótaraðirnar ætluðu í samflot var eins og sprengja í golfheiminum i júní. Margir kylfingar höfðu talað harðlega gegn innkomu LIV mótaraðarinnar og á þeim tíma var kylfingum sem hoppuðu yfir til Sádanna bönnuð þátttaka á PGA mótum. Skyndilega var allt breytt. Woods 'frustrated' that players were left out of PGA-LIV merger talks https://t.co/32rfndmXv2 pic.twitter.com/bWjojWmAV9— CNA (@ChannelNewsAsia) November 29, 2023 Tiger er einn af þeim kylfingum sem hafði gagnrýnt LIV og hann var ósáttur þegar samflotið kom upp á yfirborðið. „Ég var mjög hissa og ég held að margir kylfingar hafi verið það. Þetta gerðist mjög fljótt og án þess að einhverjar upplýsingar um slíkar viðræður kæmi fram. Það var erfitt að sætta sig við þetta. Svona má ekki gerast aftur,“ sagði Tiger Woods. Woods has expressed frustration at the secretive way the PGA Tour's negotiations with the PIF were conducted https://t.co/Y8UKLDEiAY— Golf Monthly (@GolfMonthly) November 28, 2023 „Við vorum mjög pirraðir yfir því hvernig þetta fór fram og við höfum gert okkar til að sjá til þess að við verðum ekki skildir út undan í slíkum viðræðum í framtíðinni. Eitt af því er að koma mér í stjórn PGA,“ sagði Woods. Hann býst við að gengið verði endanlega frá sameiningunni við LIV fyrir árslok. Tiger er að snúa aftur eftir sjö mánaða fjarveru vegna meiðsla og er meðal keppenda á Hero World Challenge mótinu sem hefst á morgun. BREAKING: Tiger Woods' Thursday tee time at the Hero World Challenge has been announced as he returns to action for the first time in seven months pic.twitter.com/YscJXZjm2S— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 27, 2023 Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tilkynningin um að bandarísku, evrópsku og sádi-arabísku mótaraðirnar ætluðu í samflot var eins og sprengja í golfheiminum i júní. Margir kylfingar höfðu talað harðlega gegn innkomu LIV mótaraðarinnar og á þeim tíma var kylfingum sem hoppuðu yfir til Sádanna bönnuð þátttaka á PGA mótum. Skyndilega var allt breytt. Woods 'frustrated' that players were left out of PGA-LIV merger talks https://t.co/32rfndmXv2 pic.twitter.com/bWjojWmAV9— CNA (@ChannelNewsAsia) November 29, 2023 Tiger er einn af þeim kylfingum sem hafði gagnrýnt LIV og hann var ósáttur þegar samflotið kom upp á yfirborðið. „Ég var mjög hissa og ég held að margir kylfingar hafi verið það. Þetta gerðist mjög fljótt og án þess að einhverjar upplýsingar um slíkar viðræður kæmi fram. Það var erfitt að sætta sig við þetta. Svona má ekki gerast aftur,“ sagði Tiger Woods. Woods has expressed frustration at the secretive way the PGA Tour's negotiations with the PIF were conducted https://t.co/Y8UKLDEiAY— Golf Monthly (@GolfMonthly) November 28, 2023 „Við vorum mjög pirraðir yfir því hvernig þetta fór fram og við höfum gert okkar til að sjá til þess að við verðum ekki skildir út undan í slíkum viðræðum í framtíðinni. Eitt af því er að koma mér í stjórn PGA,“ sagði Woods. Hann býst við að gengið verði endanlega frá sameiningunni við LIV fyrir árslok. Tiger er að snúa aftur eftir sjö mánaða fjarveru vegna meiðsla og er meðal keppenda á Hero World Challenge mótinu sem hefst á morgun. BREAKING: Tiger Woods' Thursday tee time at the Hero World Challenge has been announced as he returns to action for the first time in seven months pic.twitter.com/YscJXZjm2S— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 27, 2023
Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira