Atlantic og FH fara jöfn í jólin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2023 21:53 Brnr og Wzrd toppuðu stigatöflurnar í leiknum. Atlantic höfðu sigur gegn FH er liðin mættust á Anubis fyrr í kvöld. Atlantic hóf leikinn í vörn gegn sókn FH-inga. Liðin fóru jöfn af stað áður en FH-ingar brutu sig aðeins frá Atlantic, en staðan var 3-5 eftir átta lotur þar sem FH litu vel út á vellinum. VCTR leiddi þar fellutöfluna en hann var með 13 fellur eftir tíu lotur. Lest FH-inga var á fullu stími í fyrri hálfleik og sigruðu þeir allar lotur sem eftir lifðu hans. Atlantic voru því ekki í kjörstöðu með aðeins þrjá lotusigra í vörn. Staðan í hálfleik: 3-9 Atlantic fundu loks taktinn í upphafi seinni hálfleiks þar sem Brnr var allt í öllu í sókn Atlantic. Í fimmtándu lotu felldi hann alla FH-inga og fékk þar með ás og Atlantic búnir að minnka muninn í 6-9. Loks tókst Atlantic að jafna leikinn í tuttugustu lotu og staðan á 10-10. FH höfðu engin svör í vörninni og Atlantic sigruðu allar lotur sem eftir voru af leiknum og fundu því sigurinn gegn FH. Lokatölur: 13-10. Atlantic jafna því FH á stigum en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti með 10 stig hvort. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Atlantic hóf leikinn í vörn gegn sókn FH-inga. Liðin fóru jöfn af stað áður en FH-ingar brutu sig aðeins frá Atlantic, en staðan var 3-5 eftir átta lotur þar sem FH litu vel út á vellinum. VCTR leiddi þar fellutöfluna en hann var með 13 fellur eftir tíu lotur. Lest FH-inga var á fullu stími í fyrri hálfleik og sigruðu þeir allar lotur sem eftir lifðu hans. Atlantic voru því ekki í kjörstöðu með aðeins þrjá lotusigra í vörn. Staðan í hálfleik: 3-9 Atlantic fundu loks taktinn í upphafi seinni hálfleiks þar sem Brnr var allt í öllu í sókn Atlantic. Í fimmtándu lotu felldi hann alla FH-inga og fékk þar með ás og Atlantic búnir að minnka muninn í 6-9. Loks tókst Atlantic að jafna leikinn í tuttugustu lotu og staðan á 10-10. FH höfðu engin svör í vörninni og Atlantic sigruðu allar lotur sem eftir voru af leiknum og fundu því sigurinn gegn FH. Lokatölur: 13-10. Atlantic jafna því FH á stigum en liðin eru í sjötta og sjöunda sæti með 10 stig hvort.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira