Norðmenn og Frakkar tryggðu sér sæti í undanúrslitum með sigrum í sínum leikjum í gær og Svíar gerðu slíkt hið sama fyrr í dag þegar þeir lögðu Þjóðverja að velli.
Síðasta sæti undanúrslitanna var því í boði í Herning í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi og skiptust liðin á forystunni í fyrri hálfleik. Að honum loknum var staðan 13-10 fyrir Dani eftir góðan endasprett.
Í síðari hálfleik voru Danir svo alltaf skrefinu á undan. Svartfellingar náðu mest sex marka forskoti sem Svartfellingum tókst á saxa á undir lokin án þess þó að ógna Dönum að einhverju ráði.
Lokatölur 26-24 og heimakonur því komnar í undanúrslit líkt og Svíar og Norðmenn sem sömuleiðis teljast til heimaþjóða því heimsmeistaramótið var leikið í þessum þremur löndum.
Í undanúrslitum mæta Danir liði Norðmanna en Svíar mæta Frökkum. Leikirnir fara fram á föstudag.