Jarðtenging um jólin eftir tónleikaferðalag um Evrópu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. desember 2023 17:00 Árný Margrét og Ásgeir Trausti voru að senda frá sér lagið Part of Me. Aðsend „Við gerðum þetta lag svolítið óvænt. Við hittumst einn daginn, settumst niður og prófuðum að gera eitthvað saman,“ segir tónlistarkonan Árný Margrét um lagið Part of Me sem hún og Ásgeir Trausti voru að senda frá sér. Hér má heyra lagið: Klippa: Ásgeir & Árný Margrét - Part of Me Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag en Ásgeir og Árný hafa verið á tónleikaferðalagi um Evrópu í vetur. „Ásgeir var með einhverja gítarlínu og við prófuðum að semja laglínu ofan á. Við töluðum smá um viðfangsefni og texta, við erum bæði frá litlum bæjum úti á landi svo við tengdum bæði við það að skilja við heimabæinn sinn og að eiga sterkar minningar þaðan, segir Árný og bætir við að það hafi þá verið hugmyndin á bak við lagið. Næsta dag var ég komin með texta og við kláruðum lagið. Þetta var ótrúlega fljótt ferli, ég held að þetta hafi bara gerst á réttum stað á réttum tíma.“ Samstarfið gekk mjög vel að sögn Árnýjar. „Við vinnum í sama stúdíói og erum alltaf að umgangast hvort annað en það var ekki fyrr en núna nýlega sem við byrjuðum að þekkjast betur og vinna saman.“ Aðspurð hvað sé á döfinni hjá þeim í tónlistinni segir hún: „Við vorum að klára mánaðar tónleikaferðalag um Evrópu rétt í þessu, ég held að það sem er á plani núna sé bara að komast heim fyrir jól og stíga aðeins niður á jörðina. Svo erum við bæði að vinna í nýjum plötum.“ Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hér má heyra lagið: Klippa: Ásgeir & Árný Margrét - Part of Me Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag en Ásgeir og Árný hafa verið á tónleikaferðalagi um Evrópu í vetur. „Ásgeir var með einhverja gítarlínu og við prófuðum að semja laglínu ofan á. Við töluðum smá um viðfangsefni og texta, við erum bæði frá litlum bæjum úti á landi svo við tengdum bæði við það að skilja við heimabæinn sinn og að eiga sterkar minningar þaðan, segir Árný og bætir við að það hafi þá verið hugmyndin á bak við lagið. Næsta dag var ég komin með texta og við kláruðum lagið. Þetta var ótrúlega fljótt ferli, ég held að þetta hafi bara gerst á réttum stað á réttum tíma.“ Samstarfið gekk mjög vel að sögn Árnýjar. „Við vinnum í sama stúdíói og erum alltaf að umgangast hvort annað en það var ekki fyrr en núna nýlega sem við byrjuðum að þekkjast betur og vinna saman.“ Aðspurð hvað sé á döfinni hjá þeim í tónlistinni segir hún: „Við vorum að klára mánaðar tónleikaferðalag um Evrópu rétt í þessu, ég held að það sem er á plani núna sé bara að komast heim fyrir jól og stíga aðeins niður á jörðina. Svo erum við bæði að vinna í nýjum plötum.“ Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira