Spútnikliðið tapaði en Magdeburg valtaði yfir Ljónin Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2023 20:09 Ómar Ingi átti góðan leik að venju. Mario Hommes/Getty Images Íslendingaliðið Melsungen tapaði dýrmætum stigum í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik þegar liðið tapaði á útivelli gegn Wetzlar. Magdeburg vann risasigur í Íslendingaslag. Melsungen byrjaði tímabilið í Þýskalandi frábærlega og var á toppi deildarinnar í byrjun móts. Með liðinu leika Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson en Elvar var fjarverandi í kvöld vegna meiðsla þegar liðið var í heimsókn hjá Wetzlar. Leikurinn var afar jafn og í fyrri hálfleik munaði aldrei meira en einu marki á liðunum nema í stöðunni 2-0 fyrir Wetzlar í upphafi leiks. Heimamenn komust í 21-18 og 23-20 í síðari hálfleiknum en Melsungen tókst að jafna og lokamínúturnar voru æsispennandi. Timo Kastening jafnaði fyrir Melsungen í 27-27 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og þannig var staðan allt þar til á lokasekúndunum. Anadin Suljokovic í marki Wetzlar varði skot Melsungen þegar 13 sekúndur voru eftir og Lenny Rubin skoraði sigurmarkið fyrir heimamenn þegar fjórar sekúndur voru eftir. Lokatölur 28-27 og Melsungen tapar þar með dýrmætum stigum í baráttunni um efstu sætin. Arnar Freyr í leik með Melsungen.Vísir/Getty Í Magdeburg var Íslendingaslagur þegar Rhein-Neckar Löwen var í heimsókn. Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru allir í leikmannahópi Magdeburg sem og Arnór Snær Óskarsson og Ýmir Örn Gíslason hjá Ljónunum. Skemmst er frá því að segja að um ójafnan leik var að ræða. Magdeburg tók frumkvæðið strax í byrjun og leiddi 16-13 í hálfleik eftir að hafa mest náð sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik náðu gestirnir aðeins að halda aftur af heimamönnum í byrjun sem síðan stungu af. Þeir juku forskotið smátt og smátt og unnu að lokum 38-24 sigur eftir 7-1 kafla á lokamínútunum. Janus Daði skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi fimm. Arnór Snær og Ýmir Örn skoruðu sitt hvort markið fyrir Rhein-Neckar Löwen. Þýski handboltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Sjá meira
Melsungen byrjaði tímabilið í Þýskalandi frábærlega og var á toppi deildarinnar í byrjun móts. Með liðinu leika Elvar Örn Jónsson og Arnar Freyr Arnarsson en Elvar var fjarverandi í kvöld vegna meiðsla þegar liðið var í heimsókn hjá Wetzlar. Leikurinn var afar jafn og í fyrri hálfleik munaði aldrei meira en einu marki á liðunum nema í stöðunni 2-0 fyrir Wetzlar í upphafi leiks. Heimamenn komust í 21-18 og 23-20 í síðari hálfleiknum en Melsungen tókst að jafna og lokamínúturnar voru æsispennandi. Timo Kastening jafnaði fyrir Melsungen í 27-27 þegar tæpar tvær mínútur voru eftir og þannig var staðan allt þar til á lokasekúndunum. Anadin Suljokovic í marki Wetzlar varði skot Melsungen þegar 13 sekúndur voru eftir og Lenny Rubin skoraði sigurmarkið fyrir heimamenn þegar fjórar sekúndur voru eftir. Lokatölur 28-27 og Melsungen tapar þar með dýrmætum stigum í baráttunni um efstu sætin. Arnar Freyr í leik með Melsungen.Vísir/Getty Í Magdeburg var Íslendingaslagur þegar Rhein-Neckar Löwen var í heimsókn. Janus Daði Smárason, Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson voru allir í leikmannahópi Magdeburg sem og Arnór Snær Óskarsson og Ýmir Örn Gíslason hjá Ljónunum. Skemmst er frá því að segja að um ójafnan leik var að ræða. Magdeburg tók frumkvæðið strax í byrjun og leiddi 16-13 í hálfleik eftir að hafa mest náð sex marka forskoti í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik náðu gestirnir aðeins að halda aftur af heimamönnum í byrjun sem síðan stungu af. Þeir juku forskotið smátt og smátt og unnu að lokum 38-24 sigur eftir 7-1 kafla á lokamínútunum. Janus Daði skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg og Ómar Ingi fimm. Arnór Snær og Ýmir Örn skoruðu sitt hvort markið fyrir Rhein-Neckar Löwen.
Þýski handboltinn Mest lesið Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Fleiri fréttir KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Sjá meira