Ómar fór á kostum er Magdeburg komst á toppinn með risasigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2023 21:04 Ómar Ingi var kominn með níu mörk í fyrri hálfleik. Mario Hommes/Getty Images Ómar Ingi Magnússon átti sannkallaðan stórleik er Magdeburg endurheimti toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með risasigri gegn Hamburg á útivelli í kvöld, 28-43. Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur tóku gestirnir í Magdeburg öll völd á vellinum og gerðu í raun út um leikinn í fyrri hálfleik. Magdeburg leiddi með tveimur mörkum í stöðunni 6-8 snemma í leiknum, en liðið skoraði hvorki fleiri né færri en 19 mörk gegn aðeins þremur mörkum heimamanna það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og fór því með 18 marka forskot inn í hléið í stöðunni 9-27. Halbzeit in Hamburg! ⏳Läuft 💚❤️ Wir führen mehr als deutlich in Hamburg mit 2️⃣7️⃣:9️⃣ zur Pause.🤯Mega - was ihr für Stimmung in der Bude macht! ______#SCMHUJA I 📸 pic.twitter.com/PtQYDVRLYJ— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) December 19, 2023 Gestirnir gátu leyft sér að slaka aðeins á í síðari hálfleik og hægt og rólega dró saman með liðunum. Brekkan var þó löngu orðin of brött fyrir haimemenn og Magdeburg vann að lokum afar öruggan 15 marka sigur, 28-43. Ómar Ingi var markahæsti maður vallarins með 11 mörk fyrir Magdeburg, en þar af skoraði hann níu í fyrri hálfleik. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir liðið og Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem er að ná vopnum sínum í tæka tíð fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði, skoraði þrjú. Með sigrinum endurheimti Magdeburg toppsæti þýsku deildarinnar, en liðið er nú með 30 stig eftir 17 leiki, jafn mörg og Füchse Berlin sem situr í öðru sæti. Hamburg situr hins vegar í 12. sæti með 13 stig. Þá skoraði Teitur Örn Einarsson sjö mörk fyrir Flensburg er liðið vann fimm marka sigur gegn Lemgo fyrr í dag, 34-29, og Oddur Grétarsson skoraði fimm mörk fyrir HBW Balingen-Weilstetten er liðið gerði 22-22 jafntefli gegn Erlangen. Þýski handboltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Eftir nokkuð jafnar upphafsmínútur tóku gestirnir í Magdeburg öll völd á vellinum og gerðu í raun út um leikinn í fyrri hálfleik. Magdeburg leiddi með tveimur mörkum í stöðunni 6-8 snemma í leiknum, en liðið skoraði hvorki fleiri né færri en 19 mörk gegn aðeins þremur mörkum heimamanna það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og fór því með 18 marka forskot inn í hléið í stöðunni 9-27. Halbzeit in Hamburg! ⏳Läuft 💚❤️ Wir führen mehr als deutlich in Hamburg mit 2️⃣7️⃣:9️⃣ zur Pause.🤯Mega - was ihr für Stimmung in der Bude macht! ______#SCMHUJA I 📸 pic.twitter.com/PtQYDVRLYJ— SC Magdeburg (@SCMagdeburg) December 19, 2023 Gestirnir gátu leyft sér að slaka aðeins á í síðari hálfleik og hægt og rólega dró saman með liðunum. Brekkan var þó löngu orðin of brött fyrir haimemenn og Magdeburg vann að lokum afar öruggan 15 marka sigur, 28-43. Ómar Ingi var markahæsti maður vallarins með 11 mörk fyrir Magdeburg, en þar af skoraði hann níu í fyrri hálfleik. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir liðið og Gísli Þorgeir Kristjánsson, sem er að ná vopnum sínum í tæka tíð fyrir Evrópumótið sem hefst í næsta mánuði, skoraði þrjú. Með sigrinum endurheimti Magdeburg toppsæti þýsku deildarinnar, en liðið er nú með 30 stig eftir 17 leiki, jafn mörg og Füchse Berlin sem situr í öðru sæti. Hamburg situr hins vegar í 12. sæti með 13 stig. Þá skoraði Teitur Örn Einarsson sjö mörk fyrir Flensburg er liðið vann fimm marka sigur gegn Lemgo fyrr í dag, 34-29, og Oddur Grétarsson skoraði fimm mörk fyrir HBW Balingen-Weilstetten er liðið gerði 22-22 jafntefli gegn Erlangen.
Þýski handboltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira