Viggó hefur tapað 53 boltum í fyrstu sautján leikjum Leipzig og er því með 3,1 tapaðan bolta í leik. Hann hefur tapað tveimur boltum fleiri en Svisslendingurinn Manuel Zehnder hjá Eisenach.
Ábyrgðin er vissulega mikil á Viggó í sóknarleik Leipzig en hann er fimmti markahæsti leikmaðurinn í Bundesligunni með 105 mörk í 17 leikjum eða 6,2 mörk í leik.
Viggó hefur einnig gefið 40 stoðsendingar og er því búinn að koma að 145 mörkum Leipzig í vetur eða 8,5 í leik. Hann er líka með góða skotnýtingu eða 65 prósent.
Það fylgir þó sögunni að Viggó hefur aðeins tapað einum bolta í síðustu tveimur leikjum sínum og með sama áframhaldi verður okkar maður kominn úr þessu óeftirsótta fyrsta sæti áður en við vitum af.
Næsti leikur Leipzig er á móti Wetzlar í kvöld.
Það má nálgast tölfræði þýsku deildarinnar hér.