„Þá varð maður jákvæðari með allt saman“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2023 13:31 Valskonur fagna Íslandsmeistaratitlinum sem þær voru að vinna þriðja árið í röð. Vísir/Diego Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á Stöð 2 Sport milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, frá árinu sem er að líða. Í fyrsta þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna í fótbolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Hér fyrir neðan má sjá brot út þættinum í kvöld en þarna er verið að ræða fyrsta leik mótsins þar sem Valsliðið vann erkifjendurna úr Breiðabliki. Valsliðið hafði misst marga öfluga og reynda leikmenn frá því að þær urðu tvöfaldir meistarar sumarið 2022. Pétur Pétursson.S2 Sport Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, var því í þeirri stöðu að þurfa að setja saman nýtt lið en hann leitaði til yngri leikmanna í hópnum og setti meiri ábyrgð á þær. „Mér finnst alltaf best að mæta sterkustu liðunum eins fljótt og hægt er. Þarna kom í ljós hjá okkur hvað við vildum gera um sumarið. Hvort liðið væri tilbúið til að gera þetta,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals í viðtali við Guðmund Benediktsson. „Þó að við höfum rétt fyrir þessa leiki, ekki vitað hverjir voru í liðinu. Það koma ungar stelpur inn og gera þetta mjög vel. Þegar upp er staðið þá sér maður karakterinn í þessum hóp sem var. Þá varð maður jákvæðari með allt saman,“ sagði Pétur. S2 Sport „Mér fannst frábært að fá Breiðablik fyrst. Auðvitað gott að segja það af því að við vinnum leikinn. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að byrja sterkt þar sem að veturinn var búinn að vera erfiður. Margir af okkar lykilleikmönnum voru ekki búnar að æfa af krafti yfir veturinn,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Valsliðsins. „Við vorum ekki beint í toppstandi í fyrsta leik. Að hafa unnið hann gaf okkur mikið inn í mótið. Það er alveg klárt,“ sagði Ásgerður. Eina mark leiksins skoraði Anna Rakel Pétursdóttir en hún átti síðan eftir að meiðast illa í lok júní og missa af restinni af tímabilinu. Sigurmarkið á móti Blikum var liðinu gríðarlega mikilvægt. „Anna Rakel skorar þarna geggjað mark í lokin og þetta var bara einhvern veginn akkúrat það sem við þurftum á þessum tímapunkti,“ sagði Málfríður Anna Eiríksdóttir, varafyrirliði Valsliðsins. „Leikir Vals og Breiðabliks undanfarin ár, sama þótt að það vanti einhvern eða hvað, hafa alltaf verið hörkuleikir. Skemmtilegir leikir. Þú sérð ansi margt eftir þann leik hvað við getum gert. Mér fannst þær sýna það í þessum leik að þær voru tilbúnar í mótið,“ sagði Pétur. Það má sjá brotið úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Bestu deild kvenna Besta deild kvenna Valur Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Í fyrsta þættinum í kvöld verður heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna í fótbolta 2023, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. Hér fyrir neðan má sjá brot út þættinum í kvöld en þarna er verið að ræða fyrsta leik mótsins þar sem Valsliðið vann erkifjendurna úr Breiðabliki. Valsliðið hafði misst marga öfluga og reynda leikmenn frá því að þær urðu tvöfaldir meistarar sumarið 2022. Pétur Pétursson.S2 Sport Pétur Pétursson, þjálfari liðsins, var því í þeirri stöðu að þurfa að setja saman nýtt lið en hann leitaði til yngri leikmanna í hópnum og setti meiri ábyrgð á þær. „Mér finnst alltaf best að mæta sterkustu liðunum eins fljótt og hægt er. Þarna kom í ljós hjá okkur hvað við vildum gera um sumarið. Hvort liðið væri tilbúið til að gera þetta,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals í viðtali við Guðmund Benediktsson. „Þó að við höfum rétt fyrir þessa leiki, ekki vitað hverjir voru í liðinu. Það koma ungar stelpur inn og gera þetta mjög vel. Þegar upp er staðið þá sér maður karakterinn í þessum hóp sem var. Þá varð maður jákvæðari með allt saman,“ sagði Pétur. S2 Sport „Mér fannst frábært að fá Breiðablik fyrst. Auðvitað gott að segja það af því að við vinnum leikinn. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að byrja sterkt þar sem að veturinn var búinn að vera erfiður. Margir af okkar lykilleikmönnum voru ekki búnar að æfa af krafti yfir veturinn,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Valsliðsins. „Við vorum ekki beint í toppstandi í fyrsta leik. Að hafa unnið hann gaf okkur mikið inn í mótið. Það er alveg klárt,“ sagði Ásgerður. Eina mark leiksins skoraði Anna Rakel Pétursdóttir en hún átti síðan eftir að meiðast illa í lok júní og missa af restinni af tímabilinu. Sigurmarkið á móti Blikum var liðinu gríðarlega mikilvægt. „Anna Rakel skorar þarna geggjað mark í lokin og þetta var bara einhvern veginn akkúrat það sem við þurftum á þessum tímapunkti,“ sagði Málfríður Anna Eiríksdóttir, varafyrirliði Valsliðsins. „Leikir Vals og Breiðabliks undanfarin ár, sama þótt að það vanti einhvern eða hvað, hafa alltaf verið hörkuleikir. Skemmtilegir leikir. Þú sérð ansi margt eftir þann leik hvað við getum gert. Mér fannst þær sýna það í þessum leik að þær voru tilbúnar í mótið,“ sagði Pétur. Það má sjá brotið úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarar 2023: Valur í Bestu deild kvenna
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira