Prýðilegt sprengiveður á gamlárskvöld Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. desember 2023 00:05 Siggi stormur fer yfir áramótaveðrið. Vísir/Samsett Siggi Stormur segir það munu veðra vel til sprenginga á gamlárskvöld. Hann mætti í Reykjavík síðdegis þar sem hann fór yfir veðurspá næstu daga. Samkvæmt Sigga eru engin stórviðri í kortunum en að næstu daga muni snjómugga og slydda einkenna veðrið víðast hvar á landinu. Gamlársdagur muni byrja með úrkomulitlu veðri lengst af á höfuðborgarsvæðinu en að gæti orðið einhver éljagangur þegar líður á gamlárskvöld. Lítlum vindi fylgi svifryk Siggi segir það þó valda honum áhyggjum hvað vindur verði hægur um það leyti sem sprengingarnar nái hámarki. „Á gamlárskvöld um miðnætti er ekkert mikill vindur á vestan- og suðvestanverðu landinu og raunar bara þokkalega hægur vindur og þá erum við komin með svifrykið og þetta óhreina loft sem við þekkjum svo vel þegar vindur hreyfist lítið og sprengjurnar skilja eftir sig þennan þykka reykjarmökk sem jafnvel tekur nokkra klukkutíma að fara,“ segir Siggi. „Hentar vel til skotárása“ Þó bendi spáin til prýðilegs sprengiveðurs þar sem bjartviðri verði í höfuðborginni um kvöldið og víða á vesturhluta landsins. Éljagangur verði einhver austanlands en ekki svo mikill að Siggi telji það munu hafa áhrif á sýnileika. „Mér sýnist á öllu að það henti vel til skotárása ef við horfum á það þannig,“ Siggi fer betur yfir spána fram að gamlársdegi og á nýju ári í viðtalinu sem hlusta má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Áramót Veður Reykjavík síðdegis Flugeldar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Sjá meira
Samkvæmt Sigga eru engin stórviðri í kortunum en að næstu daga muni snjómugga og slydda einkenna veðrið víðast hvar á landinu. Gamlársdagur muni byrja með úrkomulitlu veðri lengst af á höfuðborgarsvæðinu en að gæti orðið einhver éljagangur þegar líður á gamlárskvöld. Lítlum vindi fylgi svifryk Siggi segir það þó valda honum áhyggjum hvað vindur verði hægur um það leyti sem sprengingarnar nái hámarki. „Á gamlárskvöld um miðnætti er ekkert mikill vindur á vestan- og suðvestanverðu landinu og raunar bara þokkalega hægur vindur og þá erum við komin með svifrykið og þetta óhreina loft sem við þekkjum svo vel þegar vindur hreyfist lítið og sprengjurnar skilja eftir sig þennan þykka reykjarmökk sem jafnvel tekur nokkra klukkutíma að fara,“ segir Siggi. „Hentar vel til skotárása“ Þó bendi spáin til prýðilegs sprengiveðurs þar sem bjartviðri verði í höfuðborginni um kvöldið og víða á vesturhluta landsins. Éljagangur verði einhver austanlands en ekki svo mikill að Siggi telji það munu hafa áhrif á sýnileika. „Mér sýnist á öllu að það henti vel til skotárása ef við horfum á það þannig,“ Siggi fer betur yfir spána fram að gamlársdegi og á nýju ári í viðtalinu sem hlusta má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Áramót Veður Reykjavík síðdegis Flugeldar Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Sjá meira