RThandball greindi fyrst frá málinu á samfélagsmiðlum sínum og orðrómar þeirra hafa reynst áreiðanlegir.
Kolstad lagði af stað í metnaðarfullt verkefni fyrir örfáum árum og stefndu að því að skapa stórveldi í norska handboltanum. Það hefur gengið vel, liðið er ríkjandi Úrvalsdeildar- og bikarmeistari í Noregi og situr sem stendur í efsta sæti deildarinnar. En eftir síðasta tímabil kom í ljós að félagið væri í fjárhagskreppu og leikmenn liðsins neyddust til að taka á sig 30% launalækkun.
Meginþorri norska landsliðsins leikur með liðinu en orðrómar hafa verið á sveimi að einhverjir þeirra yfirgefi félagið að þessu tímabili loknu.
Landsliðsmaðurinn Sigvaldi Björn Guðjónsson hefur leikið með liðinu síðan 2021 og er í dag fyrirliði liðsins. Janus Daði Smárason kom á sama tíma til liðsins en yfirgaf það síðasta sumar þegar fjárhagsörðugleikar félagsins komu í ljós.
Sérfræðingurinn getur staðfest þann orðróm að Benedikt Gunnar Óskarsson er á leið til Koldstad í Noregi. Benni fór fyrir áramót að skoða aðstæður hjá Kolstad. Séffinn er ekki allur eins og hann er séður. Stundum þarf maður að sitja á svona molum. La Valsia að skila. #Handkastið pic.twitter.com/HqPZ26HRxc
— Arnar Daði (@arnardadi) January 5, 2024
Valur er sem stendur í 2. sæti Olís deildarinnar, jafnir Haukum að stigum í efsta sætinu með 18 stig úr 10 leikjum. Benedikt er sonur Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara liðsins.