Settur í fjölmiðlabann tvítugur: Vonandi búinn að þroskast eitthvað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2024 11:01 FH-ingar fagna hér Böðvari Böðvarssyni eftir að hann skoraði í Evrópuleik FH á móti Sporting Braga. EPA-EFE/HUGO DELGADO Knattspyrnumaðurinn Böðvar Böðvarsson segir að ekkert annað lið en FH hafi komið til greina þegar hann samdi við uppeldisfélagið á nýjan leik. Fleiri lið úr Bestu deild karla í fótbolta höfðu áhuga á að semja við hann. „Það kom í rauninni ekkert annað til greina. Það voru einhver lið sem heyrðu í mér í byrjun nóvember. Ég átti samræður við FH og sagði við þá að ég myndi bara tala við þá, alla vegna út desember,“ sagði Böðvar Böðvarsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sem betur fer þá komust við að samkomulagi bara nokkuð snemma í desember þannig að það voru aldrei neinar viðræður annars staðar,“ sagði Böðvar. Hann fagnar breytingum á deildinni. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er mjög ánægður með það að það sé búið að fjölga leikjum og að við byrjum fyrr. Það þarf síðan að finna einhverja lausn á þessum grasvandamálum til framtíðar,“ sagði Böðvar. „Ég held að deildin verði jafnari en hún hefur verið síðustu ár. Þetta eru fimm til sex lið sem eru mjög svipuð þótt að Víkingar séu liðið til að vinna þessa stundina. Þeir virðast vera með allt sitt á hreinu og mörgu leiti langbesta og breiðasta leikmannahópinn eins og staðan er núna. Hin liðin í kring eru mjög jöfn og í rauninni er dagsformið að fara að ráða því hvaða lið klífur ofar,“ sagði Böðvar. FH stóð sig betur sumarið 2023 eftir hræðilegt sumar 2022. Sér Böðvar fyrir sér að það sé stígandi í FH og að það geti komist á sama stað og það var á fyrir ekki svo löngu? „Fyrsta skrefið er bara að koma liðinu í Evrópukeppni, bæði upp á fjárhag félagsins en eins upp á almenna stemmningu innan félagsins eftir þetta fallbaráttuár sem þú talar um. Ég fann alveg kvikna á klúbbnum í kringum knattspyrnudeildina á síðasta tímabili. Það er bara tækifæri til að bæta ofan á það núna,“ sagði Böðvar. Böðvar var kynntur til leiks hjá FH um síðustu helgi með skemmtilegu myndbandi. Þar kom meðal annars fram að síðast þegar hann lék með liðinu þá var hann settur í fjölmiðlabann. Síðan þá hefur hann spilað í Danmörku, Póllandi og Svíþjóð. Er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, búinn að brýna fyrir Böðvari að passa sig í viðtölum? „Hann er meðvitaður um þetta viðtal og sagði við mig á skrifstofunni: Það er eins gott að þú standir þig vel í þessu viðtali. Menn eru alveg meðvitaðir um það að ég á það til að tala af mér. Sjálfur er ég að kófsvitna í þessu viðtali,“ sagði Böðvar. „Ég var í þessu fjölmiðlabanni þegar ég var tvítugur ég ætla rétt að vona það að ég hafi þroskast eitthvað á þessum níu árum. Það verður bara að koma í ljós ef þið náið mér pirruðum eftir einhvern tapleik,“ sagði Böðvar. Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira
„Það kom í rauninni ekkert annað til greina. Það voru einhver lið sem heyrðu í mér í byrjun nóvember. Ég átti samræður við FH og sagði við þá að ég myndi bara tala við þá, alla vegna út desember,“ sagði Böðvar Böðvarsson í samtali við Stefán Árna Pálsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Sem betur fer þá komust við að samkomulagi bara nokkuð snemma í desember þannig að það voru aldrei neinar viðræður annars staðar,“ sagði Böðvar. Hann fagnar breytingum á deildinni. „Þetta leggst mjög vel í mig og ég er mjög ánægður með það að það sé búið að fjölga leikjum og að við byrjum fyrr. Það þarf síðan að finna einhverja lausn á þessum grasvandamálum til framtíðar,“ sagði Böðvar. „Ég held að deildin verði jafnari en hún hefur verið síðustu ár. Þetta eru fimm til sex lið sem eru mjög svipuð þótt að Víkingar séu liðið til að vinna þessa stundina. Þeir virðast vera með allt sitt á hreinu og mörgu leiti langbesta og breiðasta leikmannahópinn eins og staðan er núna. Hin liðin í kring eru mjög jöfn og í rauninni er dagsformið að fara að ráða því hvaða lið klífur ofar,“ sagði Böðvar. FH stóð sig betur sumarið 2023 eftir hræðilegt sumar 2022. Sér Böðvar fyrir sér að það sé stígandi í FH og að það geti komist á sama stað og það var á fyrir ekki svo löngu? „Fyrsta skrefið er bara að koma liðinu í Evrópukeppni, bæði upp á fjárhag félagsins en eins upp á almenna stemmningu innan félagsins eftir þetta fallbaráttuár sem þú talar um. Ég fann alveg kvikna á klúbbnum í kringum knattspyrnudeildina á síðasta tímabili. Það er bara tækifæri til að bæta ofan á það núna,“ sagði Böðvar. Böðvar var kynntur til leiks hjá FH um síðustu helgi með skemmtilegu myndbandi. Þar kom meðal annars fram að síðast þegar hann lék með liðinu þá var hann settur í fjölmiðlabann. Síðan þá hefur hann spilað í Danmörku, Póllandi og Svíþjóð. Er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, búinn að brýna fyrir Böðvari að passa sig í viðtölum? „Hann er meðvitaður um þetta viðtal og sagði við mig á skrifstofunni: Það er eins gott að þú standir þig vel í þessu viðtali. Menn eru alveg meðvitaðir um það að ég á það til að tala af mér. Sjálfur er ég að kófsvitna í þessu viðtali,“ sagði Böðvar. „Ég var í þessu fjölmiðlabanni þegar ég var tvítugur ég ætla rétt að vona það að ég hafi þroskast eitthvað á þessum níu árum. Það verður bara að koma í ljós ef þið náið mér pirruðum eftir einhvern tapleik,“ sagði Böðvar.
Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Fleiri fréttir Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Sjá meira