„Eins og ég sé að dansa sársaukann frá mér“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. janúar 2024 11:31 Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, er á leið út á hátíðina Eurosonic. Vísir/Vilhelm „Ég verð eiginlega ótrúlega lítið stressuð fyrir gigg og er meira bara spennt,“ segir tónlistarkonan Guðlaug Sóley, betur þekkt sem Gugusar. Hún er að fara að spila á bransahátíðinni Eurosonic í Groningen, Hollandi í vikunni ásamt því að troða upp á háhýsaklúbbi í Amsterdam. Blaðamaður ræddi við Gugusar, sem var sömuleiðis að senda frá sér lagið Ekkert gerðist. Gaman að koma sér á framfæri erlendis Síðastliðin ár hafa með sanni verið viðburðarík hjá Gugusar, sem hefur komið fram víða bæði hérlendis og erlendis. Undanfarna mánuði hefur hún verið að semja mikið af tónlist og hefur sett fókusinn svolítið á tónlistarhátíðina Eurosonic. „Ég er ótrúlega spennt og lítið stressuð miðað við. Ég verð eiginlega ótrúlega lítið stressuð fyrir gigg og ég er meira bara spennt. Stressið hlýtur aðeins að kikka inn rétt fyrir giggin en þetta verður fyrst og fremst ótrúlega spennandi. Ég ætla að vera með hárkollu, dansa eins og fífl og hafa gaman að þessu.“ Aðspurð hvort hún stefni enn frekar á erlendan markað segist Gugusar mjög opin fyrir því. „Ég er ótrúlega til í að koma mér meira á framfæri erlendis og jafnvel fara að gefa meira út á alþjóðlegum vettvangi. Ég er búin að vera að gigga aðeins erlendis, með nokkur gigg í Bandaríkjunum og Bretlandi. Kannski verður þetta eitthvað framtíðarverkefni. Það væri ótrúlega gaman en ég er ekki að gera mér neinar rosalegar vonir, mér finnst betra að sjá bara hvað gerist. Auðvitað eru lögin mín á íslensku og maður þarf kannski að standa svolítið út til að það virki erlendis.“ Lög Gugusar búa gjarnan yfir kraftmiklum takti og leggur hún mikið upp úr flutningnum. „Ég vona að lögin standi vel á íslensku, ég er líka svo mikið að dansa og performa á sviði og þá skiptir textinn mögulega ekki aðalmáli. Það er auðvitað mismunandi hvernig fólk upplifir það en mér sjálfri finnst textarnir leiðinlegastir þegar það kemur að lagasmíðinni. Ég pæli meira í taktinum, flutningnum og dansinum.“ Gugusar nýtur þess að koma fram.Vísir/Vilhelm Hress danstaktur við þungan texta Talið berst þá að textasmíð en undanfarið hefur Gugusar leyft sér að vera mjög berskjölduð í textunum sínum og opnað á gömul sár úr slæmu sambandi. Í þessu lagi langaði hana að leika sér svolítið með andstæður. „Lagið er hraður og hress danstaktur en textinn er mjög þungur. Þetta er svolítið eins og ég sé að dansa sársaukann frá mér með laginu. Textinn fjallar um erfitt tímabil í mínu lífi og mér fannst gaman að vinna ekki með þungt og rólegt lag heldur frekar að koma fólki á óvart og setja textann yfir eitthvað allt öðruvísi. Þegar fólk heyrir lagið fyrst er það ekki endilega að búast við því að textinn sé ótrúlega djúpur.“ Í viðlaginu syngur Gugusar: „Ég reyndi og reyndi en ekkert gerðist“. Aðspurð hvað það var sem ekki gerðist segir hún: „Í textanum er ég að telja mér trú um að eitthvað gæti haldið áfram sem var þó aldrei hægt. Ég reyndi og reyndi en ekkert gerðist. Það var svolítið svona þetta tímabil í lífi mínu í hnotskurn. Að halda áfram að reyna og reyna en sá ekki að það myndi ekkert gerast.“ Gugusar er gjarnan opin í textum sínum.Vísir/Vilhelm Togstreita með útgáfu Gugusar hefur flutt lagið oft og mörgum sinnum á giggum en gaf það aldrei út, fyrr en nú. „Ég samdi þetta lag fyrir tæpum tveimur árum. Ég byrjaði strax að flytja það á viðburðum og þetta er gott gigg lag þegar fólk vill dansa. Þetta var í raun eitt af fáum lögum sem ég átti á þeim tíma sem hentaði fyrir það, að dansa og hoppa, og á menntaskólaböllum sló þetta alltaf í gegn. Þetta varð auðveldur texti fyrir fólk að syngja með sem er ótrúlegt því lagið var ekki komið út. En ég var lengi að vinna í laginu og í togstreitu með hvort ég ætti að gefa það út eða ekki. Ég var einhvern veginn aldrei tilbúin með það, mig langaði alltaf að gera eitthvað aðeins aukalega en svo ákvað ég bara að það væri kominn tími til að senda þetta frá mér.“ Hér má heyra lagið Ekkert gerðist: Klippa: Gugusar - Ekkert gerðist Ómetanlegt að geta hjálpað með sinni reynslu Gugusar hefur fengið mikil viðbrögð við tónlist sinni og berskjölduðum textum sínum. „Það lenda ótrúlega margir í svipaðri reynslu þó að hún sé ekki eins hjá hverjum og einum. Það er ótrúlega sorglegt að sjá hvað þetta er algengt, svona vond sambönd og áhrifin sem þetta hefur á fólk. Þetta er ótrúlega erfitt, lang erfiðasta sem ég hef gert er að byggja mig aftur upp og ég hélt að það væri bara ekki hægt. Það er engin uppskrift að bata í rauninni og það er mjög leiðinlegt, ég vildi að það væri einhver uppskrift og fólk gæti fylgt henni. Þetta er svo mismunandi fyrir hvern og einn hvernig er hægt að byggja sig upp. Það hjálpaði mér rosa mikið að umkringja mig góðu fólki sem ég treysti og leita mér hjálpar, ég var hjá mörgum sálfræðingum. Ástæðan fyrir því að ég er opin með þetta er líka sérstaklega sú að mig langar að geta hjálpað öðru fólki. Ef ég get opnað mig og það hjálpar bara einni manneskju þá finnst mér það vera þess virði. Ég held að það sé svolítið ástæðan afhverju ég vil segja frá minni sögu.“ Alltaf að verða sterkari Hún segir ótrúlega þerapíu fylgja tónlistinni hjá sér og hún fái góða útrás með því að skrifa texta um sína reynslu og líðan. „Að geta svo farið að gigga og sleppt öllum þessum tilfinningum, það er ótrúlega gott að geta gert það fyrir sjálfa mig. Það hafa stelpur komið til mín, þakkað mér fyrir að opna mig og sagt að það hafi hjálpað þeim. Það er bara ómetanlegt, þá líður mér vel. Að geta hjálpað einhverjum út úr þessu er bara ómetanlegt.“ Aðspurð hvort hún upplifi sig á allt öðrum stað núna svarar Gugusar: „Ég vildi að ég gæti sagt að ég væri óbrjótanleg núna en auðvitað er þetta ótrúlega erfitt ferli og mér finnst eins og ég muni aldrei vera eins og ég var fyrir sambandið. Ég var með áfallastreituröskun og það eru ýmsir triggerar sem geta náð manni þannig að maður dettur aðeins aftur niður. Maður er hræddur við að enda aftur ótrúlega langt niðri. Þannig að ef eitthvað smá gerist sem lætur mig detta niður þá held ég að heimurinn sé að hrynja. Sem eru bara afleiðingar af því hvernig mér leið á þeim tíma og þetta er svolítið flókið. En ég er svo miklu sterkari en ég var fyrir til dæmis ári síðan. Ég held að þetta sé bara allt á uppleið og ég stefni á það að verða sterkari og sterkari. Á sama tíma er líka bara mikilvægt að leyfa sér að vera mannleg.“ Tónlistin spilar veigamikið hlutverk í lífi Gugusar en hún pródúserar og semur allt sitt efni sjálf.Vísir/Vilhelm Þakklætið stendur upp úr Það er margt spennandi á döfinni hjá Gugusar sem segist sannarlega þrífast vel í heimi tónlistarinnar en hún vinnur nú að nýrri plötu. „Ég er búin að vera að gefa lítið út undanfarið og er samt búin að vera að flytja fullt af óútgefnu efni sem mig langar til að gefa út. Að koma fram er bara það skemmtilegasta sem ég geri og það er algjör heiður að fá að vinna við þetta.“ Hún segist þó ekki mikið fyrir að setja sér afmörkuð markmið heldur finnist henni alltaf best að fylgja flæðinu. Þá er einnig mikilvægt fyrir henni að staldra stundum við. „Þegar ég fer yfir síðustu ár er fyrsta tilfinningin sem kemur upp einfaldlega þakklæti. Ótrúlegt en satt fór ég að gigga rosa mikið beint eftir mjög erfitt tímabil í lífi mínu. Það er ótrúlegt að líta til baka og sjá hvað tónlistin hjálpaði mér mikið. Ég hafði ekki mikinn tíma til að hugsa of mikið um eitthvað annað. Það er ómetanlegt að fólk vilji hlusta og mæta á tónleika til að dansa og vera í stuði með mér,“ segir Gugusar að lokum. Gugusar var viðmælandi í Vísisþættinum Kúnst í fyrra. Hann má sjá hér í spilaranum: Tónlist Menning Íslendingar erlendis Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Gaman að koma sér á framfæri erlendis Síðastliðin ár hafa með sanni verið viðburðarík hjá Gugusar, sem hefur komið fram víða bæði hérlendis og erlendis. Undanfarna mánuði hefur hún verið að semja mikið af tónlist og hefur sett fókusinn svolítið á tónlistarhátíðina Eurosonic. „Ég er ótrúlega spennt og lítið stressuð miðað við. Ég verð eiginlega ótrúlega lítið stressuð fyrir gigg og ég er meira bara spennt. Stressið hlýtur aðeins að kikka inn rétt fyrir giggin en þetta verður fyrst og fremst ótrúlega spennandi. Ég ætla að vera með hárkollu, dansa eins og fífl og hafa gaman að þessu.“ Aðspurð hvort hún stefni enn frekar á erlendan markað segist Gugusar mjög opin fyrir því. „Ég er ótrúlega til í að koma mér meira á framfæri erlendis og jafnvel fara að gefa meira út á alþjóðlegum vettvangi. Ég er búin að vera að gigga aðeins erlendis, með nokkur gigg í Bandaríkjunum og Bretlandi. Kannski verður þetta eitthvað framtíðarverkefni. Það væri ótrúlega gaman en ég er ekki að gera mér neinar rosalegar vonir, mér finnst betra að sjá bara hvað gerist. Auðvitað eru lögin mín á íslensku og maður þarf kannski að standa svolítið út til að það virki erlendis.“ Lög Gugusar búa gjarnan yfir kraftmiklum takti og leggur hún mikið upp úr flutningnum. „Ég vona að lögin standi vel á íslensku, ég er líka svo mikið að dansa og performa á sviði og þá skiptir textinn mögulega ekki aðalmáli. Það er auðvitað mismunandi hvernig fólk upplifir það en mér sjálfri finnst textarnir leiðinlegastir þegar það kemur að lagasmíðinni. Ég pæli meira í taktinum, flutningnum og dansinum.“ Gugusar nýtur þess að koma fram.Vísir/Vilhelm Hress danstaktur við þungan texta Talið berst þá að textasmíð en undanfarið hefur Gugusar leyft sér að vera mjög berskjölduð í textunum sínum og opnað á gömul sár úr slæmu sambandi. Í þessu lagi langaði hana að leika sér svolítið með andstæður. „Lagið er hraður og hress danstaktur en textinn er mjög þungur. Þetta er svolítið eins og ég sé að dansa sársaukann frá mér með laginu. Textinn fjallar um erfitt tímabil í mínu lífi og mér fannst gaman að vinna ekki með þungt og rólegt lag heldur frekar að koma fólki á óvart og setja textann yfir eitthvað allt öðruvísi. Þegar fólk heyrir lagið fyrst er það ekki endilega að búast við því að textinn sé ótrúlega djúpur.“ Í viðlaginu syngur Gugusar: „Ég reyndi og reyndi en ekkert gerðist“. Aðspurð hvað það var sem ekki gerðist segir hún: „Í textanum er ég að telja mér trú um að eitthvað gæti haldið áfram sem var þó aldrei hægt. Ég reyndi og reyndi en ekkert gerðist. Það var svolítið svona þetta tímabil í lífi mínu í hnotskurn. Að halda áfram að reyna og reyna en sá ekki að það myndi ekkert gerast.“ Gugusar er gjarnan opin í textum sínum.Vísir/Vilhelm Togstreita með útgáfu Gugusar hefur flutt lagið oft og mörgum sinnum á giggum en gaf það aldrei út, fyrr en nú. „Ég samdi þetta lag fyrir tæpum tveimur árum. Ég byrjaði strax að flytja það á viðburðum og þetta er gott gigg lag þegar fólk vill dansa. Þetta var í raun eitt af fáum lögum sem ég átti á þeim tíma sem hentaði fyrir það, að dansa og hoppa, og á menntaskólaböllum sló þetta alltaf í gegn. Þetta varð auðveldur texti fyrir fólk að syngja með sem er ótrúlegt því lagið var ekki komið út. En ég var lengi að vinna í laginu og í togstreitu með hvort ég ætti að gefa það út eða ekki. Ég var einhvern veginn aldrei tilbúin með það, mig langaði alltaf að gera eitthvað aðeins aukalega en svo ákvað ég bara að það væri kominn tími til að senda þetta frá mér.“ Hér má heyra lagið Ekkert gerðist: Klippa: Gugusar - Ekkert gerðist Ómetanlegt að geta hjálpað með sinni reynslu Gugusar hefur fengið mikil viðbrögð við tónlist sinni og berskjölduðum textum sínum. „Það lenda ótrúlega margir í svipaðri reynslu þó að hún sé ekki eins hjá hverjum og einum. Það er ótrúlega sorglegt að sjá hvað þetta er algengt, svona vond sambönd og áhrifin sem þetta hefur á fólk. Þetta er ótrúlega erfitt, lang erfiðasta sem ég hef gert er að byggja mig aftur upp og ég hélt að það væri bara ekki hægt. Það er engin uppskrift að bata í rauninni og það er mjög leiðinlegt, ég vildi að það væri einhver uppskrift og fólk gæti fylgt henni. Þetta er svo mismunandi fyrir hvern og einn hvernig er hægt að byggja sig upp. Það hjálpaði mér rosa mikið að umkringja mig góðu fólki sem ég treysti og leita mér hjálpar, ég var hjá mörgum sálfræðingum. Ástæðan fyrir því að ég er opin með þetta er líka sérstaklega sú að mig langar að geta hjálpað öðru fólki. Ef ég get opnað mig og það hjálpar bara einni manneskju þá finnst mér það vera þess virði. Ég held að það sé svolítið ástæðan afhverju ég vil segja frá minni sögu.“ Alltaf að verða sterkari Hún segir ótrúlega þerapíu fylgja tónlistinni hjá sér og hún fái góða útrás með því að skrifa texta um sína reynslu og líðan. „Að geta svo farið að gigga og sleppt öllum þessum tilfinningum, það er ótrúlega gott að geta gert það fyrir sjálfa mig. Það hafa stelpur komið til mín, þakkað mér fyrir að opna mig og sagt að það hafi hjálpað þeim. Það er bara ómetanlegt, þá líður mér vel. Að geta hjálpað einhverjum út úr þessu er bara ómetanlegt.“ Aðspurð hvort hún upplifi sig á allt öðrum stað núna svarar Gugusar: „Ég vildi að ég gæti sagt að ég væri óbrjótanleg núna en auðvitað er þetta ótrúlega erfitt ferli og mér finnst eins og ég muni aldrei vera eins og ég var fyrir sambandið. Ég var með áfallastreituröskun og það eru ýmsir triggerar sem geta náð manni þannig að maður dettur aðeins aftur niður. Maður er hræddur við að enda aftur ótrúlega langt niðri. Þannig að ef eitthvað smá gerist sem lætur mig detta niður þá held ég að heimurinn sé að hrynja. Sem eru bara afleiðingar af því hvernig mér leið á þeim tíma og þetta er svolítið flókið. En ég er svo miklu sterkari en ég var fyrir til dæmis ári síðan. Ég held að þetta sé bara allt á uppleið og ég stefni á það að verða sterkari og sterkari. Á sama tíma er líka bara mikilvægt að leyfa sér að vera mannleg.“ Tónlistin spilar veigamikið hlutverk í lífi Gugusar en hún pródúserar og semur allt sitt efni sjálf.Vísir/Vilhelm Þakklætið stendur upp úr Það er margt spennandi á döfinni hjá Gugusar sem segist sannarlega þrífast vel í heimi tónlistarinnar en hún vinnur nú að nýrri plötu. „Ég er búin að vera að gefa lítið út undanfarið og er samt búin að vera að flytja fullt af óútgefnu efni sem mig langar til að gefa út. Að koma fram er bara það skemmtilegasta sem ég geri og það er algjör heiður að fá að vinna við þetta.“ Hún segist þó ekki mikið fyrir að setja sér afmörkuð markmið heldur finnist henni alltaf best að fylgja flæðinu. Þá er einnig mikilvægt fyrir henni að staldra stundum við. „Þegar ég fer yfir síðustu ár er fyrsta tilfinningin sem kemur upp einfaldlega þakklæti. Ótrúlegt en satt fór ég að gigga rosa mikið beint eftir mjög erfitt tímabil í lífi mínu. Það er ótrúlegt að líta til baka og sjá hvað tónlistin hjálpaði mér mikið. Ég hafði ekki mikinn tíma til að hugsa of mikið um eitthvað annað. Það er ómetanlegt að fólk vilji hlusta og mæta á tónleika til að dansa og vera í stuði með mér,“ segir Gugusar að lokum. Gugusar var viðmælandi í Vísisþættinum Kúnst í fyrra. Hann má sjá hér í spilaranum:
Tónlist Menning Íslendingar erlendis Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira