Ó­trú­leg inn­koma ungstirnisins þegar Bar­ca vann nauman sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vitor Roque fagnar sigurmarki sínu fyrir Barcelona í dag.
Vitor Roque fagnar sigurmarki sínu fyrir Barcelona í dag. Vísir/Getty

Hinn 18 ára Vitor Roque var hetja Barcelona sem vann nauman sigur á Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Leikurinn var sá fyrsti hjá Barcelona eftir að knattspyrnustjórinn Xavi tilkynnti að hann myndi láta af störfum eftir tímabilið. Barcelona hefur átt misjöfnu gengi að fagna á tímabilinu. Liðið er komið áfram í Meistaradeildinni en situr í 4. sæti spænsku deildarinnar og var ellefu stigum á eftir spútnikliði Girona sem situr á toppi deildarinnar.

Leikurinn í dag var engin flugeldasýning. Staðan var markalaus í hálfleik en í síðari hálfleik var það hinn 18 ára gamli Vitor Roque sem tókst að brjóta ísinn. Hann skoraði eina mark leiksins á 63. mínútu leiksins eftir að hafa komið inn sem varamaður aðeins einni mínútu áður. Markið skoraði hann með skalla eftir sendingu Joao Cancelo.

Þetta er fyrsta mark Roque fyrir Barcelona en hann lék sinn fyrsta leik fyrir aðallið Barca í byrjun mánaðarins.

Með sigrinum fer Barcelona uppfyrir Atletico Madrid og í þriðja sæti deildarinnar en Atletico mætir Rayo Vallecano í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira