Ósátt við ÍSÍ: „Kaldar kveðjur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. febrúar 2024 13:16 Jörundur Áki segir fólk hjá KSÍ ósátt við að vera útundan enn eitt árið. Stöð 2 Yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ gagnrýnir úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ. KSÍ hefur ekki fengið úthlutað úr sjóðnum á sjöunda ár. KSÍ hefur ekki fengið neitt úr Afrekssjóði síðan veigamiklar breytingar voru gerðar á honum árið 2017. Ástæðan sem gefin hefur verið fyrir þessu eru háir styrkir sem KSÍ fær frá UEFA og FIFA, en rekstur Knattspyrnusambandsins er töluvert stærri í sniðum en hjá öðrum sérsamböndum innan ÍSÍ. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá sambandinu, segir þetta miður og að sambandið geti þurft að skera niður í afreksstarfi sínu vegna fjárskorts. „Við erum mjög óánægð með það að ÍSÍ skuli ekki taka tillit til okkar afreksstarfs með því að synja okkur um styrki. Við fengum skýr skilaboð að við fengjum ekki úthlutun, sem er miður,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnuráðs KSÍ. Ekki samanburðarhæf við önnur íslensk sérsambönd KSÍ fær veglega styrki frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, á ári hverju sem hafa numið um 700 til 900 milljónum króna undanfarin ár. Á þeim grundvelli sé KSÍ útilokað frá Afrekssjóðnum. „Við fengum skýringar á því að KSÍ væri það vel stætt samband að við þyrftum ekki á þessu að halda. Það er að okkar mati mjög skrýtin skilaboð. Við berum okkur ekki saman við önnur sambönd á Íslandi, við erum auðvitað lang, lang stærst.“ segir Jörundur. KSÍ beri sig frekar saman við knattspyrnusambönd annarra landa, sem KSÍ er í samkeppni við. Jörundur Áki segir KSÍ sjá fram á að skera niður í afreksstarfi, hjá yngri landsliðum, vegna fjárskorts. „Við sjáum fram á samdrátt í okkar starfi, sem er alls ekki gott. Sú umræða hefur líka komið upp að fara að rukka þá leikmenn sem taka þátt í okkar starfi, í yngri landsliðunum. En það er eitthvað sem við verðum að skoða meðan Afekssjóður ÍSÍ styður ekki KSÍ,“ segir Jörundur. Skattpeningar sem eigi að fara til fótboltafólks líkt og annarra Skattpeningar bera uppi stóran hluta styrkjanna sem Afrekssjóður dreifir til sérsambanda. Framlag ríkisins er 392 milljónir af þeim 512 milljónum sem úthlutað var úr sjóðnum í ár. HSÍ fékk hæst framlag, tæplega 85 milljónir króna. Fimleikasamband Íslands fékk tæpar 50 milljónir, Sundsambandið tæplega 40 milljónir, Frjálsíþróttasamband Íslands 38 milljónir. Samkvæmt Jörundi geri KSÍ sama tilkall og önnur sérsambönd til peninga sem koma úr ríkissjóði, burtséð frá erlendum styrkjum. „Þarna erum við að tala um skattpeninga og okkur finnst að skattpeningar eigi líka við um þá starfsemi sem við erum með, það er að segja krakka sem eru í fótbolta. Við erum ósátt við stöðu mála og teljum að það þurfi að skoða þetta miklu betur.“ „ÍSÍ vill hafa KSÍ með þegar það hentar, því við erum komin líklega langlengst, með allri virðingu fyrir hinum, hvað varðar okkar innra starf. Við vorum að setja á laggirnar vísindasvið sem er til þess að bæta enn í. Við erum á mjög góðri vegferð, þannig að þetta eru kaldar kveðjur frá afrekssjóðnum,“ segir Jörundur Áki. KSÍ ÍSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
KSÍ hefur ekki fengið neitt úr Afrekssjóði síðan veigamiklar breytingar voru gerðar á honum árið 2017. Ástæðan sem gefin hefur verið fyrir þessu eru háir styrkir sem KSÍ fær frá UEFA og FIFA, en rekstur Knattspyrnusambandsins er töluvert stærri í sniðum en hjá öðrum sérsamböndum innan ÍSÍ. Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnusviðs hjá sambandinu, segir þetta miður og að sambandið geti þurft að skera niður í afreksstarfi sínu vegna fjárskorts. „Við erum mjög óánægð með það að ÍSÍ skuli ekki taka tillit til okkar afreksstarfs með því að synja okkur um styrki. Við fengum skýr skilaboð að við fengjum ekki úthlutun, sem er miður,“ segir Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnuráðs KSÍ. Ekki samanburðarhæf við önnur íslensk sérsambönd KSÍ fær veglega styrki frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, og Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, á ári hverju sem hafa numið um 700 til 900 milljónum króna undanfarin ár. Á þeim grundvelli sé KSÍ útilokað frá Afrekssjóðnum. „Við fengum skýringar á því að KSÍ væri það vel stætt samband að við þyrftum ekki á þessu að halda. Það er að okkar mati mjög skrýtin skilaboð. Við berum okkur ekki saman við önnur sambönd á Íslandi, við erum auðvitað lang, lang stærst.“ segir Jörundur. KSÍ beri sig frekar saman við knattspyrnusambönd annarra landa, sem KSÍ er í samkeppni við. Jörundur Áki segir KSÍ sjá fram á að skera niður í afreksstarfi, hjá yngri landsliðum, vegna fjárskorts. „Við sjáum fram á samdrátt í okkar starfi, sem er alls ekki gott. Sú umræða hefur líka komið upp að fara að rukka þá leikmenn sem taka þátt í okkar starfi, í yngri landsliðunum. En það er eitthvað sem við verðum að skoða meðan Afekssjóður ÍSÍ styður ekki KSÍ,“ segir Jörundur. Skattpeningar sem eigi að fara til fótboltafólks líkt og annarra Skattpeningar bera uppi stóran hluta styrkjanna sem Afrekssjóður dreifir til sérsambanda. Framlag ríkisins er 392 milljónir af þeim 512 milljónum sem úthlutað var úr sjóðnum í ár. HSÍ fékk hæst framlag, tæplega 85 milljónir króna. Fimleikasamband Íslands fékk tæpar 50 milljónir, Sundsambandið tæplega 40 milljónir, Frjálsíþróttasamband Íslands 38 milljónir. Samkvæmt Jörundi geri KSÍ sama tilkall og önnur sérsambönd til peninga sem koma úr ríkissjóði, burtséð frá erlendum styrkjum. „Þarna erum við að tala um skattpeninga og okkur finnst að skattpeningar eigi líka við um þá starfsemi sem við erum með, það er að segja krakka sem eru í fótbolta. Við erum ósátt við stöðu mála og teljum að það þurfi að skoða þetta miklu betur.“ „ÍSÍ vill hafa KSÍ með þegar það hentar, því við erum komin líklega langlengst, með allri virðingu fyrir hinum, hvað varðar okkar innra starf. Við vorum að setja á laggirnar vísindasvið sem er til þess að bæta enn í. Við erum á mjög góðri vegferð, þannig að þetta eru kaldar kveðjur frá afrekssjóðnum,“ segir Jörundur Áki.
KSÍ ÍSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki