Dagur gæti tekið við Króatíu Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2024 14:37 Dagur Sigurðsson hefur þjálfað Japan síðustu ár með góðum árangri. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson gæti orðið næsti landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta, og þar með fyrsti útlendingurinn til að stýra liðinu. Hann er sagður í viðræðum við króatíska handknattleikssambandið. Þetta kemur fram í króatíska miðlinum Vecernji í dag. Dagur er reyndar landsliðsþjálfari Japans og með samning sem gildir fram yfir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að hafa stýrt japanska liðinu inn á leikana. Samkvæmt frétt Vecernji virðist hins vegar möguleiki á farsælli lausn hvað þetta varðar, svo að Dagur geti tekið við Króatíu af Goran Perkovac sem var rekinn eftir slæma frammistöðu á nýafstöðnu Evrópumóti. Króatar eru vegna árangurs síns á síðasta HM á leið í undankeppni Ólympíuleikanna í vor. Þar verða þeir í riðli með Alsír, Austurríki og Þýskalandi, en Dagur hefur áður stýrt tveimur síðastnefndu landsliðunum. Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, verða á heimavelli í undankeppninni. Tvö efstu liðin komast áfram. Degi virðist því ætlað að koma Króötum á Ólympíuleikana, rétt eins og hann hefur þegar afrekað með Japan. Samkvæmt frétt Vecernji er Dagur staddur í Zagreb ásamt lögfræðingi og þó að ekkert sé frágengið virðist hann vera helsti kandídatinn í stöðu landsliðsþjálfara. Dagur hefur þjálfað Japan frá árinu 2017 en var opinn fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti á síðasta ári. Hann fundaði með forkólfum HSÍ en kvaðst ekki hafa liðið eins og þeim væri alvara með að vilja ráða hann í starfið. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015. EM 2024 í handbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Þetta kemur fram í króatíska miðlinum Vecernji í dag. Dagur er reyndar landsliðsþjálfari Japans og með samning sem gildir fram yfir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að hafa stýrt japanska liðinu inn á leikana. Samkvæmt frétt Vecernji virðist hins vegar möguleiki á farsælli lausn hvað þetta varðar, svo að Dagur geti tekið við Króatíu af Goran Perkovac sem var rekinn eftir slæma frammistöðu á nýafstöðnu Evrópumóti. Króatar eru vegna árangurs síns á síðasta HM á leið í undankeppni Ólympíuleikanna í vor. Þar verða þeir í riðli með Alsír, Austurríki og Þýskalandi, en Dagur hefur áður stýrt tveimur síðastnefndu landsliðunum. Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, verða á heimavelli í undankeppninni. Tvö efstu liðin komast áfram. Degi virðist því ætlað að koma Króötum á Ólympíuleikana, rétt eins og hann hefur þegar afrekað með Japan. Samkvæmt frétt Vecernji er Dagur staddur í Zagreb ásamt lögfræðingi og þó að ekkert sé frágengið virðist hann vera helsti kandídatinn í stöðu landsliðsþjálfara. Dagur hefur þjálfað Japan frá árinu 2017 en var opinn fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti á síðasta ári. Hann fundaði með forkólfum HSÍ en kvaðst ekki hafa liðið eins og þeim væri alvara með að vilja ráða hann í starfið. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni