Dagur gæti tekið við Króatíu Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2024 14:37 Dagur Sigurðsson hefur þjálfað Japan síðustu ár með góðum árangri. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson gæti orðið næsti landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta, og þar með fyrsti útlendingurinn til að stýra liðinu. Hann er sagður í viðræðum við króatíska handknattleikssambandið. Þetta kemur fram í króatíska miðlinum Vecernji í dag. Dagur er reyndar landsliðsþjálfari Japans og með samning sem gildir fram yfir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að hafa stýrt japanska liðinu inn á leikana. Samkvæmt frétt Vecernji virðist hins vegar möguleiki á farsælli lausn hvað þetta varðar, svo að Dagur geti tekið við Króatíu af Goran Perkovac sem var rekinn eftir slæma frammistöðu á nýafstöðnu Evrópumóti. Króatar eru vegna árangurs síns á síðasta HM á leið í undankeppni Ólympíuleikanna í vor. Þar verða þeir í riðli með Alsír, Austurríki og Þýskalandi, en Dagur hefur áður stýrt tveimur síðastnefndu landsliðunum. Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, verða á heimavelli í undankeppninni. Tvö efstu liðin komast áfram. Degi virðist því ætlað að koma Króötum á Ólympíuleikana, rétt eins og hann hefur þegar afrekað með Japan. Samkvæmt frétt Vecernji er Dagur staddur í Zagreb ásamt lögfræðingi og þó að ekkert sé frágengið virðist hann vera helsti kandídatinn í stöðu landsliðsþjálfara. Dagur hefur þjálfað Japan frá árinu 2017 en var opinn fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti á síðasta ári. Hann fundaði með forkólfum HSÍ en kvaðst ekki hafa liðið eins og þeim væri alvara með að vilja ráða hann í starfið. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015. EM 2024 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Þetta kemur fram í króatíska miðlinum Vecernji í dag. Dagur er reyndar landsliðsþjálfari Japans og með samning sem gildir fram yfir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að hafa stýrt japanska liðinu inn á leikana. Samkvæmt frétt Vecernji virðist hins vegar möguleiki á farsælli lausn hvað þetta varðar, svo að Dagur geti tekið við Króatíu af Goran Perkovac sem var rekinn eftir slæma frammistöðu á nýafstöðnu Evrópumóti. Króatar eru vegna árangurs síns á síðasta HM á leið í undankeppni Ólympíuleikanna í vor. Þar verða þeir í riðli með Alsír, Austurríki og Þýskalandi, en Dagur hefur áður stýrt tveimur síðastnefndu landsliðunum. Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, verða á heimavelli í undankeppninni. Tvö efstu liðin komast áfram. Degi virðist því ætlað að koma Króötum á Ólympíuleikana, rétt eins og hann hefur þegar afrekað með Japan. Samkvæmt frétt Vecernji er Dagur staddur í Zagreb ásamt lögfræðingi og þó að ekkert sé frágengið virðist hann vera helsti kandídatinn í stöðu landsliðsþjálfara. Dagur hefur þjálfað Japan frá árinu 2017 en var opinn fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti á síðasta ári. Hann fundaði með forkólfum HSÍ en kvaðst ekki hafa liðið eins og þeim væri alvara með að vilja ráða hann í starfið. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira