Breiðablik sigruðu ÍBV með yfirburðum Snorri Már Vagnsson skrifar 8. febrúar 2024 23:19 Viruz, Wnkr og Pjakkur voru í stuði í kvöld er Breiðablik rústaði liði ÍBV í Counter-Strike. Breiðablik mættu ÍBV í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. ÍBV sá aldrei til ljóss í leiknum þar sem þeir grænu réðu öllum ríkjum. Leikurinn var spilaður á Ancient. ÍBV byrjuðu leikinn í vörn en Blikar hófu leikinn með betri fótinn fyrir framan sig og sigruðu fyrstu tvær lotur leiksins. ÍBV bitu til baka í 1-2 en sigurþefurinn átti eftir að verða vandfundinn í kjölfarið. Blikar fundu sigur í næstu 8 lotum og komust í stöðuna 1-10 áður en Eyjamenn fundu aftur lotusigur í síðustu tilraun fyrri hálfleiks. Ljóst var að ÍBV þurfti á kraftaverki að halda í seinni hálfleik til að eiga séns á stigi. Staðan í hálfleik: ÍBV 2-10 Breiðablik Allt kom þó fyrir ekki í seinni hálfleik. Sókn Eyjamanna var bitlaus gegn þéttri vörn Blika. Engar lotur fóru í poka ÍBV og Breiðablik sigraði þær þrjár lotur sem upp á vantaði til sigurs. Leikmenn blika voru afar jafnir á fellutöflunni en allir náðu þeir yfir 10 slíkum. Lokatölur: ÍBV 2-13 Breiðablik Slæmt gengi ÍBV verður æ lengra, en þeir hafa enn ekki sigrað leik í deildinni. Einu stig liðsins voru fengin í sjálfdæmdum ósigrum Atlantic er þeir hættu leik á tímabilinu. Breiðablik heldur áfram að sækja í sig veðrið í miðjuslagnum en sitja þeir nú í fimmta sæti með 18 stig. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Leikurinn var spilaður á Ancient. ÍBV byrjuðu leikinn í vörn en Blikar hófu leikinn með betri fótinn fyrir framan sig og sigruðu fyrstu tvær lotur leiksins. ÍBV bitu til baka í 1-2 en sigurþefurinn átti eftir að verða vandfundinn í kjölfarið. Blikar fundu sigur í næstu 8 lotum og komust í stöðuna 1-10 áður en Eyjamenn fundu aftur lotusigur í síðustu tilraun fyrri hálfleiks. Ljóst var að ÍBV þurfti á kraftaverki að halda í seinni hálfleik til að eiga séns á stigi. Staðan í hálfleik: ÍBV 2-10 Breiðablik Allt kom þó fyrir ekki í seinni hálfleik. Sókn Eyjamanna var bitlaus gegn þéttri vörn Blika. Engar lotur fóru í poka ÍBV og Breiðablik sigraði þær þrjár lotur sem upp á vantaði til sigurs. Leikmenn blika voru afar jafnir á fellutöflunni en allir náðu þeir yfir 10 slíkum. Lokatölur: ÍBV 2-13 Breiðablik Slæmt gengi ÍBV verður æ lengra, en þeir hafa enn ekki sigrað leik í deildinni. Einu stig liðsins voru fengin í sjálfdæmdum ósigrum Atlantic er þeir hættu leik á tímabilinu. Breiðablik heldur áfram að sækja í sig veðrið í miðjuslagnum en sitja þeir nú í fimmta sæti með 18 stig.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira