Haraldur svaraði fyrir sig og er í toppbaráttu í Höfðaborg Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2024 11:31 Haraldur Franklín Magnús slær boltann á mótinu í Höfðaborg. Getty/Johan Rynners Haraldur Franklín Magnús er á meðal efstu manna á golfmóti í Höfðaborg í Suður-Afríku eftir afar góða spilamennsku á öðrum hring mótsins í dag, á stað sem honum hefur ekki gengið vel á. Mótið heitir Bain‘s Whisky Cape Town Open og er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni (e. Challenge Tour). Mótinu lýkur á sunnudaginn. Haraldur lék í dag á aðeins 66 höggum, eða sex höggum undir pari vallarins, eftir að hafa leikið á þremur höggum undir pari í gær. Hann er því samtals á -9 höggum og einn af efstu kylfingunum þegar þetta er skrifað. „Þetta er uppreisn æru. Ég hef spilað hérna áður en aldrei gert vel, svo loksins er það að takast,“ sagði Haraldur í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum Áskorendamótaraðarinnar. Haraldur Magnus is one of six players in a share of the lead at the midway point of day two #CapeTownOpen pic.twitter.com/oow3363Y9x— Challenge Tour (@Challenge_Tour) February 9, 2024 „Maður þarf þolinmæði. Það virðist hægt að ná góðu skori en það þarf að slá mörg erfið högg og ég er stoltari af að hafa ekki fengið neinn skolla, frekar en af fuglunum sem ég náði. Ég náði oft að bjarga pari sem hélt mér á góðu skriði. Ég held að ég hafi aldrei hitt á flaggið, heldur alltaf á millisvæðið á flötinni, en setti niður góð pútt,“ sagði Haraldur. Hann var spurður hvernig hann kynni við vallaraðstæður í Höfðaborg: „Þetta er mjög ólíkt því sem ég er vanur heima. Þar erum við ekki með nein tré. En þetta er líkara því þegar ég spilaði í Louisiana, þar sem ég fór í háskóla, svo ég kann vel við þetta,“ sagði Haraldur og kvaðst njóta þess að vera í toppbaráttunni: „Það er bara gaman. Ég er spenntur fyrir helginni og reyni að ná eins mörgum pörum og ég get, ef að vindurinn verður eins og spáin segir til um.“ Stöðuna á mótinu má finna hér. Þetta er annað mót Haraldar á Áskorendamótaröðinni í ár en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á SDC Open, í Limpopo í Suður-Afríku í síðustu viku. Þriðja mót hans í landinu verður svo í nágrenni borgarinnar George dagana 15.-18. febrúar. Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Mótið heitir Bain‘s Whisky Cape Town Open og er hluti af evrópsku Áskorendamótaröðinni (e. Challenge Tour). Mótinu lýkur á sunnudaginn. Haraldur lék í dag á aðeins 66 höggum, eða sex höggum undir pari vallarins, eftir að hafa leikið á þremur höggum undir pari í gær. Hann er því samtals á -9 höggum og einn af efstu kylfingunum þegar þetta er skrifað. „Þetta er uppreisn æru. Ég hef spilað hérna áður en aldrei gert vel, svo loksins er það að takast,“ sagði Haraldur í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum Áskorendamótaraðarinnar. Haraldur Magnus is one of six players in a share of the lead at the midway point of day two #CapeTownOpen pic.twitter.com/oow3363Y9x— Challenge Tour (@Challenge_Tour) February 9, 2024 „Maður þarf þolinmæði. Það virðist hægt að ná góðu skori en það þarf að slá mörg erfið högg og ég er stoltari af að hafa ekki fengið neinn skolla, frekar en af fuglunum sem ég náði. Ég náði oft að bjarga pari sem hélt mér á góðu skriði. Ég held að ég hafi aldrei hitt á flaggið, heldur alltaf á millisvæðið á flötinni, en setti niður góð pútt,“ sagði Haraldur. Hann var spurður hvernig hann kynni við vallaraðstæður í Höfðaborg: „Þetta er mjög ólíkt því sem ég er vanur heima. Þar erum við ekki með nein tré. En þetta er líkara því þegar ég spilaði í Louisiana, þar sem ég fór í háskóla, svo ég kann vel við þetta,“ sagði Haraldur og kvaðst njóta þess að vera í toppbaráttunni: „Það er bara gaman. Ég er spenntur fyrir helginni og reyni að ná eins mörgum pörum og ég get, ef að vindurinn verður eins og spáin segir til um.“ Stöðuna á mótinu má finna hér. Þetta er annað mót Haraldar á Áskorendamótaröðinni í ár en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn á SDC Open, í Limpopo í Suður-Afríku í síðustu viku. Þriðja mót hans í landinu verður svo í nágrenni borgarinnar George dagana 15.-18. febrúar.
Golf Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira