Málfríður tekur síðasta dansinn með Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 14:24 Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur spilað næstflesta leiki allra fyrir kvennalið Vals í efstu deild og hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla með Hlíðarendafélaginu. Valur Fótbolti Málfríður Erna Sigurðardóttir er komin aftur heim í Val og ætlar að klára farsælan fótboltaferil sinn á Hlíðarenda í sumar. Valsmenn segja frá því að Málfríður og Valur hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Málfríður leiki með liðinu út leiktíðina. Málfríður verður fertug á árinu og hefur undanfarin þrjú ár spilað með Stjörnunni. Hún er uppalin í Val en hefur einnig leikið með Breiðabliki. Málfríður hefur unnið sjö Íslandsmeistaratitla á ferlinum þar af sex þeirra með Valsliðinu. Málfríður hefur leikið 300 leiki í efstu deild á Íslandi þar af 207 þeirra með Val. Hún er næstleikjahæsti leikmaður kvennaliðs Vals í efstu deild, 62 leikjum á eftir Dóru Maríu Lárusdóttur. „Ég var á krossgötum eftir síðasta tímabil hvað ég ætti að gera en þegar ég fékk símtalið frá Val kom tækifæri til að klára ferilinn með mínu uppeldisfélagi sem mér hefur alltaf dreymt um þannig ákvörðunin um að koma aftur í Val var frekar auðveld fyrir mig,“ segir Málfríður í samtali við miðla Vals en hún er að hefja sitt 24. tímabil í meistaraflokki en fyrsti leikurinn var 0:2 tap gegn ÍBV Í Landssímadeildinni sálugu þann 27. maí árið 2000. „Auðvitað vil ég spila sem flesta leiki en ég tek því hlutverki sem þjálfarinn setur mér fegins hendi. Hvort sem það er að vera í byrjunarliðinu eða vera á bekknum og koma inn á mun ég gefa 100% í hvert verkefni. Ég hef líka reynslu sem ég get miðlað til yngri leikmanna og hjálpað liðinu til að ná markmiðum sínum, “ sagði Málfríður en hún er þriggja barna móðir og spilar nú með sama félagið og börnin. „Það er mikil ánægja á heimilinu með þessa ákvörðun þar sem ég á tvær dætur og einn son sem æfa öll bæði handbolta og fótbolta hjá félaginu. Ég er hins vegar fyrst og fremst auðvitað að gera þetta fyrir sjálfa mig en það skemmir ekki fyrir að börnin séu með mér á Hlíðarenda alla daga,“ sagði Málfríður. Dætur Fríðu heita Guðrún Dís (fædd 2012 og spilar með 5. flokki kvenna) og Sunna Líf (fædd 2014 og spilar með 6. flokki kvenna) og sonurinn heitir Fannar Dagur (fæddur 2009 og spilar með 3. flokki karla). Besta deild kvenna Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira
Valsmenn segja frá því að Málfríður og Valur hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Málfríður leiki með liðinu út leiktíðina. Málfríður verður fertug á árinu og hefur undanfarin þrjú ár spilað með Stjörnunni. Hún er uppalin í Val en hefur einnig leikið með Breiðabliki. Málfríður hefur unnið sjö Íslandsmeistaratitla á ferlinum þar af sex þeirra með Valsliðinu. Málfríður hefur leikið 300 leiki í efstu deild á Íslandi þar af 207 þeirra með Val. Hún er næstleikjahæsti leikmaður kvennaliðs Vals í efstu deild, 62 leikjum á eftir Dóru Maríu Lárusdóttur. „Ég var á krossgötum eftir síðasta tímabil hvað ég ætti að gera en þegar ég fékk símtalið frá Val kom tækifæri til að klára ferilinn með mínu uppeldisfélagi sem mér hefur alltaf dreymt um þannig ákvörðunin um að koma aftur í Val var frekar auðveld fyrir mig,“ segir Málfríður í samtali við miðla Vals en hún er að hefja sitt 24. tímabil í meistaraflokki en fyrsti leikurinn var 0:2 tap gegn ÍBV Í Landssímadeildinni sálugu þann 27. maí árið 2000. „Auðvitað vil ég spila sem flesta leiki en ég tek því hlutverki sem þjálfarinn setur mér fegins hendi. Hvort sem það er að vera í byrjunarliðinu eða vera á bekknum og koma inn á mun ég gefa 100% í hvert verkefni. Ég hef líka reynslu sem ég get miðlað til yngri leikmanna og hjálpað liðinu til að ná markmiðum sínum, “ sagði Málfríður en hún er þriggja barna móðir og spilar nú með sama félagið og börnin. „Það er mikil ánægja á heimilinu með þessa ákvörðun þar sem ég á tvær dætur og einn son sem æfa öll bæði handbolta og fótbolta hjá félaginu. Ég er hins vegar fyrst og fremst auðvitað að gera þetta fyrir sjálfa mig en það skemmir ekki fyrir að börnin séu með mér á Hlíðarenda alla daga,“ sagði Málfríður. Dætur Fríðu heita Guðrún Dís (fædd 2012 og spilar með 5. flokki kvenna) og Sunna Líf (fædd 2014 og spilar með 6. flokki kvenna) og sonurinn heitir Fannar Dagur (fæddur 2009 og spilar með 3. flokki karla).
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Sjá meira