Málfríður tekur síðasta dansinn með Val Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2024 14:24 Málfríður Erna Sigurðardóttir hefur spilað næstflesta leiki allra fyrir kvennalið Vals í efstu deild og hefur unnið sex Íslandsmeistaratitla með Hlíðarendafélaginu. Valur Fótbolti Málfríður Erna Sigurðardóttir er komin aftur heim í Val og ætlar að klára farsælan fótboltaferil sinn á Hlíðarenda í sumar. Valsmenn segja frá því að Málfríður og Valur hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Málfríður leiki með liðinu út leiktíðina. Málfríður verður fertug á árinu og hefur undanfarin þrjú ár spilað með Stjörnunni. Hún er uppalin í Val en hefur einnig leikið með Breiðabliki. Málfríður hefur unnið sjö Íslandsmeistaratitla á ferlinum þar af sex þeirra með Valsliðinu. Málfríður hefur leikið 300 leiki í efstu deild á Íslandi þar af 207 þeirra með Val. Hún er næstleikjahæsti leikmaður kvennaliðs Vals í efstu deild, 62 leikjum á eftir Dóru Maríu Lárusdóttur. „Ég var á krossgötum eftir síðasta tímabil hvað ég ætti að gera en þegar ég fékk símtalið frá Val kom tækifæri til að klára ferilinn með mínu uppeldisfélagi sem mér hefur alltaf dreymt um þannig ákvörðunin um að koma aftur í Val var frekar auðveld fyrir mig,“ segir Málfríður í samtali við miðla Vals en hún er að hefja sitt 24. tímabil í meistaraflokki en fyrsti leikurinn var 0:2 tap gegn ÍBV Í Landssímadeildinni sálugu þann 27. maí árið 2000. „Auðvitað vil ég spila sem flesta leiki en ég tek því hlutverki sem þjálfarinn setur mér fegins hendi. Hvort sem það er að vera í byrjunarliðinu eða vera á bekknum og koma inn á mun ég gefa 100% í hvert verkefni. Ég hef líka reynslu sem ég get miðlað til yngri leikmanna og hjálpað liðinu til að ná markmiðum sínum, “ sagði Málfríður en hún er þriggja barna móðir og spilar nú með sama félagið og börnin. „Það er mikil ánægja á heimilinu með þessa ákvörðun þar sem ég á tvær dætur og einn son sem æfa öll bæði handbolta og fótbolta hjá félaginu. Ég er hins vegar fyrst og fremst auðvitað að gera þetta fyrir sjálfa mig en það skemmir ekki fyrir að börnin séu með mér á Hlíðarenda alla daga,“ sagði Málfríður. Dætur Fríðu heita Guðrún Dís (fædd 2012 og spilar með 5. flokki kvenna) og Sunna Líf (fædd 2014 og spilar með 6. flokki kvenna) og sonurinn heitir Fannar Dagur (fæddur 2009 og spilar með 3. flokki karla). Besta deild kvenna Valur Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Valsmenn segja frá því að Málfríður og Valur hafa gert með sér samkomulag þess efnis að Málfríður leiki með liðinu út leiktíðina. Málfríður verður fertug á árinu og hefur undanfarin þrjú ár spilað með Stjörnunni. Hún er uppalin í Val en hefur einnig leikið með Breiðabliki. Málfríður hefur unnið sjö Íslandsmeistaratitla á ferlinum þar af sex þeirra með Valsliðinu. Málfríður hefur leikið 300 leiki í efstu deild á Íslandi þar af 207 þeirra með Val. Hún er næstleikjahæsti leikmaður kvennaliðs Vals í efstu deild, 62 leikjum á eftir Dóru Maríu Lárusdóttur. „Ég var á krossgötum eftir síðasta tímabil hvað ég ætti að gera en þegar ég fékk símtalið frá Val kom tækifæri til að klára ferilinn með mínu uppeldisfélagi sem mér hefur alltaf dreymt um þannig ákvörðunin um að koma aftur í Val var frekar auðveld fyrir mig,“ segir Málfríður í samtali við miðla Vals en hún er að hefja sitt 24. tímabil í meistaraflokki en fyrsti leikurinn var 0:2 tap gegn ÍBV Í Landssímadeildinni sálugu þann 27. maí árið 2000. „Auðvitað vil ég spila sem flesta leiki en ég tek því hlutverki sem þjálfarinn setur mér fegins hendi. Hvort sem það er að vera í byrjunarliðinu eða vera á bekknum og koma inn á mun ég gefa 100% í hvert verkefni. Ég hef líka reynslu sem ég get miðlað til yngri leikmanna og hjálpað liðinu til að ná markmiðum sínum, “ sagði Málfríður en hún er þriggja barna móðir og spilar nú með sama félagið og börnin. „Það er mikil ánægja á heimilinu með þessa ákvörðun þar sem ég á tvær dætur og einn son sem æfa öll bæði handbolta og fótbolta hjá félaginu. Ég er hins vegar fyrst og fremst auðvitað að gera þetta fyrir sjálfa mig en það skemmir ekki fyrir að börnin séu með mér á Hlíðarenda alla daga,“ sagði Málfríður. Dætur Fríðu heita Guðrún Dís (fædd 2012 og spilar með 5. flokki kvenna) og Sunna Líf (fædd 2014 og spilar með 6. flokki kvenna) og sonurinn heitir Fannar Dagur (fæddur 2009 og spilar með 3. flokki karla).
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira