Brahim Diaz tryggði Madrídingum sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Brahim Diaz fagnar marki sínu í kvöld.
Brahim Diaz fagnar marki sínu í kvöld. Mateo Villalba/Getty Images

Brahim Diaz skoraði eina mark leiksins er Real Madrid vann 1-0 sigur gegn RB Leipzig í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Heimamenn í Leipzig voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik og þeir töldu að þeir hefðu tekið forystuna strax á annarri mínútu þegar Benjamin Sesko kom boltanum í netið, en markið dæmt af vegna rangstöðu.

Ekki tókst liðunum að skora löglegt mark í fyrri hálfleik og staðan því 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Brahim Diaz kom gestunum hins vegar í forystu strax í upphafi síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá Dani Carvajal og reyndist það eina mark leiksins.

Niðurstaðan því 1-0 sigur Real Madrid sem fer með forystuna á heimavöll sinn þegar liðin mætast á nýjan leik þann 6. mars næstkomandi.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira