Kaupa gagnaver í Finnlandi Árni Sæberg skrifar 15. febrúar 2024 09:08 Frá vinstri: Jani Moilanen, forstjóri Kaisanet Oy sem tilheyrir Herman IT, Björn Brynjúlfsson, forstjóri og stofnandi Borealis Data Center, Arttu Saino, sérfræðingur hjá Borealis Data Center Kajaani og Richard Stern, stjórnandi framkvæmda og gagnaversþróunar hjá Borealis Data Center. Borealis Data Center Borealis Data Center, sem rekur þrjú gagnaver hér á landi, hefur fest kaup á á gagnaveri í Kajaani í Norður-Finnlandi sem verður fyrsta starfsstöð félagsins erlendis. Í tilkynningu um kaupin segir að fyrir reki félagið gagnaver á Blönduósi, Fitjum í Reykjanesbæ og á Korputorgi í Reykjavík. Samhliða kaupunum sé stefnt að frekari stækkun á gagnaverinu en það sé staðsett í grænum iðngarði, Renforsin Ranta business park. Á sama stað sé LUMI, ein stærsta græna ofurtölva heims en nokkrar þjóðir reki hana þar á meðal Ísland í samstarfi við EuroHPC. Hún sé leiðandi vettvangur í rannsóknarstarfi og gervigreind í Evrópu. Þetta er grænn iðngarður.Borealis Data Center Gagnaverið hafi upphaflega verið rekið af upplýsingatæknifyrirtækinu Herman IT sem hafi haft sjálfbærni að leiðarljósi en það sé í takt við stefnu Borealis að lágmarka umhverfisáhrif. Gagnaverið sé eingöngu knúið endurnýjanlegri orku, bæði vatns- og vindorku. Finnskt loftslag líka gott fyrir gagnaver „Gagnaverið í Kajanni er hannað samkvæmt ítrustu kröfum og er þar nægt aðgengi að endurnýjanlegri orku og öruggum innviðum. Finnland og Ísland eiga það sameiginlegt að kalt loftslag er hagstætt fyrir rekstur gagnavera. Er gagnaverið kærkomin viðbót sem styrkir vöruframboð Borealis enn frekar og verður ánægjulegt að taka á móti viðskiptavinum í þetta nýja gagnaver félagsins“, er haft eftir Birni Brynjúlfssyni, forstjóra og einum af stofnendum Borealis Data Center. Meðfram starfsemi LUMI, öfurtölvunnar hafi verið mikil uppbygging í samfélaginu tengd gagnaverum og til dæmis bjóði háskólinn á svæðinu, Kajaani University of Applied Sciences (KAMK), upp á nám tengt gagnaverum. „Hægt væri að skapa sams konar samfélag hér á landi og í því felast mörg tækifæri en Ísland hefur alla burði til að vera í fremstu röð sem miðstöð fyrir alþjóðlega gagnaversþjónustu ef rétt er haldið á spilunum,“ er haft eftir Birni. Kalla eftir aðkomu stjórnvalda Mikill uppgangur sé á Norðurlöndunum í rekstri gagnvera en nágranna- og samkeppnislönd Íslands hafi komið til móts við greinina með því að setja markvissa stefnu um frekari uppbyggingu. Til dæmis hafi Google nýlega ákveðið að byggja gagnaver í sextíu þúsund manna bæ í Noregi og talið sé að 4.000 störf skapist við þá uppbyggingu. Öll helstu tæknifyrirtæki heims á borð við Microsoft og Meta hafi komið sér fyrir á hinum Norðurlöndunum. Þessi uppbygging á Norðurlöndunum hafi átt sér stað síðastliðinn áratug með aðstoð stjórnvalda. Mikill vöxtur sé framundan á alþjóðlegum mörkuðum fyrir þjónustu gagnavera meðal annars vegna þeirrar tæknibyltingar sem er að eiga sér stað á vettvangi gervigreindar auk þess sem kolefnisspor gagnaversþjónustu er farið að skipta viðskiptavini meira máli. Borealis Data Center hyggist fjárfesta fyrir milljarða króna í uppbyggingu á næstu misserum. Meðal viðskiptavina Borealis séu innlend og erlend fjármálafyrirtæki, netfyrirtæki, veitu- og innviðafyrirtæki, fyrirtæki og stofnanir sem standa að rekstri gervitungla, lyfjaiðnaðurinn, bílaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki. Finnland Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Þrír stjórnendur til Borealis Data Center Borealis Data Center hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur. Það eru þau Bergþóra Halldórsdóttir, sem mun stýra skrifstofu forstjóra, Blake E. Greene verður markaðsstjóri Borealis og Kristófer Kristinsson mun leiða vöruþróun fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. september 2023 13:10 Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. 13. júlí 2023 07:44 Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka. 20. september 2022 09:01 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Í tilkynningu um kaupin segir að fyrir reki félagið gagnaver á Blönduósi, Fitjum í Reykjanesbæ og á Korputorgi í Reykjavík. Samhliða kaupunum sé stefnt að frekari stækkun á gagnaverinu en það sé staðsett í grænum iðngarði, Renforsin Ranta business park. Á sama stað sé LUMI, ein stærsta græna ofurtölva heims en nokkrar þjóðir reki hana þar á meðal Ísland í samstarfi við EuroHPC. Hún sé leiðandi vettvangur í rannsóknarstarfi og gervigreind í Evrópu. Þetta er grænn iðngarður.Borealis Data Center Gagnaverið hafi upphaflega verið rekið af upplýsingatæknifyrirtækinu Herman IT sem hafi haft sjálfbærni að leiðarljósi en það sé í takt við stefnu Borealis að lágmarka umhverfisáhrif. Gagnaverið sé eingöngu knúið endurnýjanlegri orku, bæði vatns- og vindorku. Finnskt loftslag líka gott fyrir gagnaver „Gagnaverið í Kajanni er hannað samkvæmt ítrustu kröfum og er þar nægt aðgengi að endurnýjanlegri orku og öruggum innviðum. Finnland og Ísland eiga það sameiginlegt að kalt loftslag er hagstætt fyrir rekstur gagnavera. Er gagnaverið kærkomin viðbót sem styrkir vöruframboð Borealis enn frekar og verður ánægjulegt að taka á móti viðskiptavinum í þetta nýja gagnaver félagsins“, er haft eftir Birni Brynjúlfssyni, forstjóra og einum af stofnendum Borealis Data Center. Meðfram starfsemi LUMI, öfurtölvunnar hafi verið mikil uppbygging í samfélaginu tengd gagnaverum og til dæmis bjóði háskólinn á svæðinu, Kajaani University of Applied Sciences (KAMK), upp á nám tengt gagnaverum. „Hægt væri að skapa sams konar samfélag hér á landi og í því felast mörg tækifæri en Ísland hefur alla burði til að vera í fremstu röð sem miðstöð fyrir alþjóðlega gagnaversþjónustu ef rétt er haldið á spilunum,“ er haft eftir Birni. Kalla eftir aðkomu stjórnvalda Mikill uppgangur sé á Norðurlöndunum í rekstri gagnvera en nágranna- og samkeppnislönd Íslands hafi komið til móts við greinina með því að setja markvissa stefnu um frekari uppbyggingu. Til dæmis hafi Google nýlega ákveðið að byggja gagnaver í sextíu þúsund manna bæ í Noregi og talið sé að 4.000 störf skapist við þá uppbyggingu. Öll helstu tæknifyrirtæki heims á borð við Microsoft og Meta hafi komið sér fyrir á hinum Norðurlöndunum. Þessi uppbygging á Norðurlöndunum hafi átt sér stað síðastliðinn áratug með aðstoð stjórnvalda. Mikill vöxtur sé framundan á alþjóðlegum mörkuðum fyrir þjónustu gagnavera meðal annars vegna þeirrar tæknibyltingar sem er að eiga sér stað á vettvangi gervigreindar auk þess sem kolefnisspor gagnaversþjónustu er farið að skipta viðskiptavini meira máli. Borealis Data Center hyggist fjárfesta fyrir milljarða króna í uppbyggingu á næstu misserum. Meðal viðskiptavina Borealis séu innlend og erlend fjármálafyrirtæki, netfyrirtæki, veitu- og innviðafyrirtæki, fyrirtæki og stofnanir sem standa að rekstri gervitungla, lyfjaiðnaðurinn, bílaframleiðendur og upplýsingatæknifyrirtæki.
Finnland Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Þrír stjórnendur til Borealis Data Center Borealis Data Center hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur. Það eru þau Bergþóra Halldórsdóttir, sem mun stýra skrifstofu forstjóra, Blake E. Greene verður markaðsstjóri Borealis og Kristófer Kristinsson mun leiða vöruþróun fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. september 2023 13:10 Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. 13. júlí 2023 07:44 Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka. 20. september 2022 09:01 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Þrír stjórnendur til Borealis Data Center Borealis Data Center hefur ráðið til starfa þrjá nýja stjórnendur. Það eru þau Bergþóra Halldórsdóttir, sem mun stýra skrifstofu forstjóra, Blake E. Greene verður markaðsstjóri Borealis og Kristófer Kristinsson mun leiða vöruþróun fyrirtækisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. 12. september 2023 13:10
Yfirtók gagnaverið af Íslandsbanka fyrir nærri milljarð Borealis Data Center keypti félagið Reykjavík DC, sem starfrækir gagnaver á Korputorgi, fyrir tæplega 900 milljónir íslenskra króna síðastliðið haust af Íslandsbanka. Vegna fjárhagsvandræða hafði gagnaverið verið yfirtekið af bankanum, stærsta lánadrottni sínum, í árslok 2021 og í kjölfarið voru meðal annars um 400 milljónir af skuldum félagsins afskrifaðar samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu. 13. júlí 2023 07:44
Kaupa Reykjavík Data Center af Íslandsbanka Borealis Data Center hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé Reykjavík Data Center á Korputorgi af Íslandsbanka. 20. september 2022 09:01