Tiger Woods segist vera verkjalaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 16:30 Tiger Woods var brosmildur á blaðamannafundinum. Hann vonast eftir bjartari tímum. AP/Ryan Kang Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods er að fara að taka þátt í sínu fyrsta golfmóti síðan í desember. Hann keppir á Genesis Invitational mótinu sem hefst í dag. Tiger er að ná sér eftir aðgerð á ökkla og það var gott hljóð í honum fyrir mótið. Tiger segist vera verkjalaus en að hann sé enn að ná áttum eftir skurðaðgerðina sem var framkvæmd í apríl á síðasta ári. Woods hefur tekið takmarkað þátt í mótaröðinni frá árinu 2021 eða síðan að hann meiddist illa á fæti þegar hann keyrði bílinn sinn út af veginum. Tiger Woods says he is pain free as he prepares to play his first PGA tour event of 2024The 15-time major champion says he is still adapting after surgery but wants to play as long as he can pic.twitter.com/Qp3kCRGr4e— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 15, 2024 „Ég finn ekki lengur til í ökklanum. Beinin eru ekki lengur að nuddast saman. Ég er að átta mig á skrokknum mínum á ný því aðrir hlutar hans hafa fengið að þola ýmislegt undanfarin ár,“ sagði Tiger Woods og segir að hann sé í svolitlum vandræðum með bakið sitt. Það síðasta sem Tiger er að fara gera er að gefast upp og hætta að spila golf. „Ég elska ennþá að keppa og elska að spila golf. Ég elska það að fá að að vera hluti af golfheiminum. Þetta er íþrótt ævi minnar og ég vil aldrei hætta að spila golf,“ sagði Woods. Hann ætlar sér að taka þátt í einu móti á mánuði á þessu ári. Woods vann síðasta PGA mót þegar hann bar sigur úr býtum á Zozo mótinu í Japan árið 2019. Með því jafnaði hann við met Sam Snead en báðir hafa unnið 82 mót á PGA mótaröðinni. This is the game of a lifetime. I never want to stop playing. Tiger Woods on the sport of golf. pic.twitter.com/eP4GNDNueL— TWLEGION (@TWlegion) February 15, 2024 Golf Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger er að ná sér eftir aðgerð á ökkla og það var gott hljóð í honum fyrir mótið. Tiger segist vera verkjalaus en að hann sé enn að ná áttum eftir skurðaðgerðina sem var framkvæmd í apríl á síðasta ári. Woods hefur tekið takmarkað þátt í mótaröðinni frá árinu 2021 eða síðan að hann meiddist illa á fæti þegar hann keyrði bílinn sinn út af veginum. Tiger Woods says he is pain free as he prepares to play his first PGA tour event of 2024The 15-time major champion says he is still adapting after surgery but wants to play as long as he can pic.twitter.com/Qp3kCRGr4e— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 15, 2024 „Ég finn ekki lengur til í ökklanum. Beinin eru ekki lengur að nuddast saman. Ég er að átta mig á skrokknum mínum á ný því aðrir hlutar hans hafa fengið að þola ýmislegt undanfarin ár,“ sagði Tiger Woods og segir að hann sé í svolitlum vandræðum með bakið sitt. Það síðasta sem Tiger er að fara gera er að gefast upp og hætta að spila golf. „Ég elska ennþá að keppa og elska að spila golf. Ég elska það að fá að að vera hluti af golfheiminum. Þetta er íþrótt ævi minnar og ég vil aldrei hætta að spila golf,“ sagði Woods. Hann ætlar sér að taka þátt í einu móti á mánuði á þessu ári. Woods vann síðasta PGA mót þegar hann bar sigur úr býtum á Zozo mótinu í Japan árið 2019. Með því jafnaði hann við met Sam Snead en báðir hafa unnið 82 mót á PGA mótaröðinni. This is the game of a lifetime. I never want to stop playing. Tiger Woods on the sport of golf. pic.twitter.com/eP4GNDNueL— TWLEGION (@TWlegion) February 15, 2024
Golf Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira