Klukkan 19:30 mætast lið Young Prodigies og Ármanns í fyrri leik kvöldsins.. Young Prodigies getur slitið sig frá FH með sigri í kvöld, en bæði lið eru með 16 stig í 6-7 sæti. Ármann eru þó í þriðja sæti deildarinnar og geta gulltryggt það með sigri í kvöld. Saga og Breiðablik eru með 20 stig fyrir neðan þá en með sigri tryggir Ármann sætið.
Í seinni leik kvöldsins kl. 20:30 mætast svo Þór og ÍA. Þór eru jafnir NOCCO Dusty á toppi deildarinnar en þeir mæta liði Dusty einmitt á laugardaginn næstkomandi. Með sigri geta þeir þá farið í einvígið með tveggja stiga forskot. ÍA eru í áttunda sæti deildarinnar og geta aðeins jafnað FH og Young Prodigies á stigum ef þeir sigra báða leikina sem þeir eiga eftir.
Leikina má nálgast í beinni útsendingu Rafíþróttasamtakanna á Twitch-rás þeirra, Stöð 2 Esports eða í spilaranum hér fyrir neðan.