Var þetta aðeins fjórði sigur Balingen-Weilstetten á tímabilinu, en liðið hefur verið á fínu skriði undanfarið og aðeins tapað einum af seinustu fimm leikjum sínum í deildinni.
Gestirnir í Balingen-Weilstetten höfðu nokkuð góð tök á leik kvöldsins og leiddu frá upphafi til enda. Liðið náði fljótt fimm marka forskoti og vann að lokum fimm marka sigur, 21-16.
Þrátt fyrir sigurinn situr liðið enn á botni deildarinnar, nú með 11 stig eftir 21 leik, tveimur stigum frá öruggu sæti.