Tiger þurfti vökva í æð og hætti keppni á miðjum hring Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 09:28 Fyrsta mót Tiger Woods gekk ekki eins og hann hefði óskað. Vísir/Getty Endurkomu Tiger Woods á PGA-mótaröðina í golfi var beðið með töluverðri endurvæntingu en á fimmtudagskvöld var hann mættur til leiks á mótaröðinni í fyrsta sinn síðan í apríl á síðasta ári. Síðustu misseri hjá Tiger hafa einkennst af meiðslum en hann sagði á dögunum að hann væri loks verkjalaus og vonuðust aðdáendur hans til að nú væru bjartari tímar framundan. Tiger lék 72 holur á litlu móti í desember en mótið í Rivera sveitaklúbbnum í Kaliforníu nú um helgina átti að vera hin raunverulega endurkoma. Fyrsti hringurinn í Kaliforníu var skrautlegur. Sex fuglar og sjö skollar sáu til þess að hann var átta höggum á eftir Patrick Cantlay sem var í efsta sætinu. Woods átti skrautleg högg og fann þar að auki fyrir krampa í baki á lokaholunum. Hann hóf síðan leik á öðrum hring í gærkvöldi. Hann féll niður niðurskurðarlínuna eftir tvo skolla í röð snemma og á sjöundu braut skaut Woods teighöggi en hætti svo keppni. Hann var fluttur af svæðinu í golfbíl og forráðamenn PGA-mótaraðarinnar staðfestu að hann væri veikur. „Bakið hans er í fínu lagi“ Rob McNamara, viðskiptafélagi og ráðgjafi Woods til fjölda ára, greindi síðan frá því í viðtali að Woods hefði þurft vökva í æð eftir að hafa fundið fyrir svima. „Hann byrjaði að finna fyrir flensueinkennum í gærkvöldi. Hann vaknaði í morgun og þá voru einkennin verri en kvöldið áður. Hann var með hita en leið betur í upphituninni en þegar hann kom út á völl og var að spila þá byrjaði hann að finna fyrir svima,“ sagði McNamara við fréttamenn. „Læknarnir segja að hann sé með einhverja flensu og að hann hafi þurft vökva. Hann fékk vökva í æð og líður mun betur. Bakið hans er í fínu lagi, þetta voru bara veikindi.“ Golf Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Síðustu misseri hjá Tiger hafa einkennst af meiðslum en hann sagði á dögunum að hann væri loks verkjalaus og vonuðust aðdáendur hans til að nú væru bjartari tímar framundan. Tiger lék 72 holur á litlu móti í desember en mótið í Rivera sveitaklúbbnum í Kaliforníu nú um helgina átti að vera hin raunverulega endurkoma. Fyrsti hringurinn í Kaliforníu var skrautlegur. Sex fuglar og sjö skollar sáu til þess að hann var átta höggum á eftir Patrick Cantlay sem var í efsta sætinu. Woods átti skrautleg högg og fann þar að auki fyrir krampa í baki á lokaholunum. Hann hóf síðan leik á öðrum hring í gærkvöldi. Hann féll niður niðurskurðarlínuna eftir tvo skolla í röð snemma og á sjöundu braut skaut Woods teighöggi en hætti svo keppni. Hann var fluttur af svæðinu í golfbíl og forráðamenn PGA-mótaraðarinnar staðfestu að hann væri veikur. „Bakið hans er í fínu lagi“ Rob McNamara, viðskiptafélagi og ráðgjafi Woods til fjölda ára, greindi síðan frá því í viðtali að Woods hefði þurft vökva í æð eftir að hafa fundið fyrir svima. „Hann byrjaði að finna fyrir flensueinkennum í gærkvöldi. Hann vaknaði í morgun og þá voru einkennin verri en kvöldið áður. Hann var með hita en leið betur í upphituninni en þegar hann kom út á völl og var að spila þá byrjaði hann að finna fyrir svima,“ sagði McNamara við fréttamenn. „Læknarnir segja að hann sé með einhverja flensu og að hann hafi þurft vökva. Hann fékk vökva í æð og líður mun betur. Bakið hans er í fínu lagi, þetta voru bara veikindi.“
Golf Mest lesið „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Sjáðu skrýtið mark Mbappé og öll hin í slag risanna Fótbolti Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Íslenski boltinn „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira