Fann ástríðuna aftur á Íslandi Valur Páll Eiríksson skrifar 19. febrúar 2024 07:00 Steven Lennon Vísir/Sigurjón Skotinn Steven Lennon lagði nýverið knattspyrnuskóna á hilluna eftir farsælan feril. Hann situr ekki auðum höndum og nú á þjálfun hug hans allan. Þegar síðustu leiktíð lauk í október sagði Lennon að hann væri ekki hættur í fótbolta en hugmyndir um slíkt komu hins vegar til hans á meðan á erfiðri leiktíð stóð. Lennon var mikið meiddur og fór á lán frá FH til Þróttar í fyrstu deild um mitt mót. „Ég byrjaði að hugsa um þetta í fyrra og þá líka um þjálfun. FH hafði svo samband og sagði möguleika á þjálfun standa til boða. Ég tók mér tíma í að hugsa málið og féllst svo á það eftir nokkrar vikur. Núna er ég þjálfari í fullu starfi,“ segir Lennon. Það er stór ákvörðun að enda leikmannaferilinn og Lennon segist því hafa tekið sér tíma í ákvörðunina. Við tekur nýr kafli á ferlinum og í lífinu. „Svo sannarlega. Ég hef verið spilandi fótbolta frá því ég var 5 ára og verið atvinnumaðurfrá 16 ára aldri eftir skólagöngu svo þetta eru um 20 ár,“ „Ég þekki fátt annað en líf fótboltamannsins, æfingar, hvíld og undirbúningur fyrir næstu æfingu. Ég mun líklega ekki skilja þetta til fullnustu fyrr en strákarnir fara að spila í sumar og ég verð ekki úti á vellinum með þeim, að hjálpa þeim til að vinna og skora mörk,“ „Á þessari stundu er ég ánægður með þetta og er því ekkert mjög dapur, því ég er enn með strákunum. Þetta er bara fínt til þessa.“ segir Lennon. Klippa: Allt ferðalagið hefur verið gott Saknar ekki hlaupanna hjá Heimi Lennon var í ræktinni í Kaplakrika með Kjartani Henry Finnbogassyni, sem hætti einnig sem leikmaður og tók að sér þjálfarastöðu hjá FH í vetur. Hann saknar þess ekki að vera á undirbúningstímabili í kuldanum. „Það tók sinn tíma við lok síðustu leiktíðar að átta mig á þessu og er ánægður með að þjálfa undanfarið. Ég sakna einskis varðandi spilamennskuna og ég sakna ekki æfinganna og hlaupanna hjá Heimi [Guðjónssyni, þjálfara FH]. Ég fylgist með þeim frá hliðarlínunni,“ „Strákar eins og Bjössi [Björn Daníel Sverrisson] eru að ströggla við að hlaupa. Ég er feginn að sá tími er að baki, reyni að koma þekkingu minni á fótbolta til skila áfram svo FH geti byggt á því í framtíðinni.“ segir Lennon. Lennon saknar ekki hlaupanna hjá Heimi.Vísir/Hulda Margrét Lennon kom til Íslands árið 2013 og samdi við Fram. Eftir stutt stopp með Sandnes Ulf í Noregi samdi hann svo við FH og hefur verið þar frá 2018. Hann kom fyrst til Íslands sem ungur maður frá Rangers í Skotlandi. Hann segist hafa fundið ástríðuna fyrir boltanum á ný hér á landi. „Það er ekkert eitt augnablik. Bara ástríðan fyrir því að leika á ný því ég missti hana þegar ég lék með Rangers á yngri árum. Deildin hér er mjög góð og ég tel mig hafa náð árangri. Ég held að öll upplifunin af því að leika hjá stóru félagi á Íslandi, vinna titla hér á landi. Allt ferðalagið hefur verið gott.“ segir Lennon. Fleira kemur fram í viðtalinu við Skotann sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Besta deild karla FH Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Sjá meira
Þegar síðustu leiktíð lauk í október sagði Lennon að hann væri ekki hættur í fótbolta en hugmyndir um slíkt komu hins vegar til hans á meðan á erfiðri leiktíð stóð. Lennon var mikið meiddur og fór á lán frá FH til Þróttar í fyrstu deild um mitt mót. „Ég byrjaði að hugsa um þetta í fyrra og þá líka um þjálfun. FH hafði svo samband og sagði möguleika á þjálfun standa til boða. Ég tók mér tíma í að hugsa málið og féllst svo á það eftir nokkrar vikur. Núna er ég þjálfari í fullu starfi,“ segir Lennon. Það er stór ákvörðun að enda leikmannaferilinn og Lennon segist því hafa tekið sér tíma í ákvörðunina. Við tekur nýr kafli á ferlinum og í lífinu. „Svo sannarlega. Ég hef verið spilandi fótbolta frá því ég var 5 ára og verið atvinnumaðurfrá 16 ára aldri eftir skólagöngu svo þetta eru um 20 ár,“ „Ég þekki fátt annað en líf fótboltamannsins, æfingar, hvíld og undirbúningur fyrir næstu æfingu. Ég mun líklega ekki skilja þetta til fullnustu fyrr en strákarnir fara að spila í sumar og ég verð ekki úti á vellinum með þeim, að hjálpa þeim til að vinna og skora mörk,“ „Á þessari stundu er ég ánægður með þetta og er því ekkert mjög dapur, því ég er enn með strákunum. Þetta er bara fínt til þessa.“ segir Lennon. Klippa: Allt ferðalagið hefur verið gott Saknar ekki hlaupanna hjá Heimi Lennon var í ræktinni í Kaplakrika með Kjartani Henry Finnbogassyni, sem hætti einnig sem leikmaður og tók að sér þjálfarastöðu hjá FH í vetur. Hann saknar þess ekki að vera á undirbúningstímabili í kuldanum. „Það tók sinn tíma við lok síðustu leiktíðar að átta mig á þessu og er ánægður með að þjálfa undanfarið. Ég sakna einskis varðandi spilamennskuna og ég sakna ekki æfinganna og hlaupanna hjá Heimi [Guðjónssyni, þjálfara FH]. Ég fylgist með þeim frá hliðarlínunni,“ „Strákar eins og Bjössi [Björn Daníel Sverrisson] eru að ströggla við að hlaupa. Ég er feginn að sá tími er að baki, reyni að koma þekkingu minni á fótbolta til skila áfram svo FH geti byggt á því í framtíðinni.“ segir Lennon. Lennon saknar ekki hlaupanna hjá Heimi.Vísir/Hulda Margrét Lennon kom til Íslands árið 2013 og samdi við Fram. Eftir stutt stopp með Sandnes Ulf í Noregi samdi hann svo við FH og hefur verið þar frá 2018. Hann kom fyrst til Íslands sem ungur maður frá Rangers í Skotlandi. Hann segist hafa fundið ástríðuna fyrir boltanum á ný hér á landi. „Það er ekkert eitt augnablik. Bara ástríðan fyrir því að leika á ný því ég missti hana þegar ég lék með Rangers á yngri árum. Deildin hér er mjög góð og ég tel mig hafa náð árangri. Ég held að öll upplifunin af því að leika hjá stóru félagi á Íslandi, vinna titla hér á landi. Allt ferðalagið hefur verið gott.“ segir Lennon. Fleira kemur fram í viðtalinu við Skotann sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Besta deild karla FH Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Arsenal búnir að ná samkomulagi við Madueke Sport Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: KR - KA | Geta KR-ingar tengt saman sigra? „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Sjá meira