Reginn býðst til að að liðka fyrir yfirtöku með sölu eigna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. febrúar 2024 14:30 Halldór Benjamín Þorbergsson er forstjóri Regins. Vísir/Vilhelm Fasteignafélagið Reginn óskaði á föstudag eftir sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið í tengslum við fyrirhugaðrar yfirtöku á öllu hlutafé Eikar fasteignafélags. Reginn býðst til að selja eignir til að vinna gegn skaðlegum áhrifum á samkeppni vegna samrunans. Þetta kemur fram í tilkynningu Regins til Kauphallar í dag. Þar er rifjað upp að Reginn hafi í júní 2023 tilkynnt um ákvörðun stjórnar að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar. Tilboðið er meðal annars háð því skilyrði að Samkeppniseftirlitið samþykki viðskiptin eða geri ekki athugasemdir við þau sem Reginn geti ekki sætt sig við. Samkeppniseftirlitið hefur haft málið á borði sínu og andmælt fyrirhuguðum kaupum. Áhyggjur eftirlitsins snúa að því að viðskiptin hindri virka samkeppni og verði ekki samþykkt að óbreyttu. Reginn óskaði í framhaldi af því eftir sáttaviðræðum við eftirlitið á föstudag um hugsanleg skilyrði vegna viðskiptanna. „Samhliða voru lögð fram sjónarmið félagsins að því er varðar frummat Samkeppnislitsins ásamt hugmyndum að skilyrðum. Tillögur Regins að skilyrðum lúta meðal annars að því að sameinað félag Regins og Eikar selji frá sér tilteknar eignir í því skyni að vinna gegn skaðlegum áhrifum sem Samkeppniseftirlitið telur að gætu leitt af viðskiptunum. Umræddar tillögur Regins að skilyrðum eru nú til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu,“ segir í tilkynning Regins. „Vegna framangreinds hafa tímafrestir Samkeppniseftirlitsins til rannsóknar á viðskiptunum framlengst um fimmtán virka daga. Tímafrestur Samkeppniseftirlitsins til rannsóknar á samrunanum hefur því framlengst til 5. apríl næstkomandi. Gildistími tilboðsins rennur út þann 15. apríl.“ Samkeppnismál Kauphöllin Fasteignamarkaður Reginn Tengdar fréttir Forstjóri Regins minnkar stöðu sína og tekur á sig tap vegna framvirks samnings Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins, hefur minnkað hlutafjáreign sína í fasteignfélaginu um meira en helming en hún hafði verið í gegnum framvirka samninga. Hann segir við Innherja að það hafi verið vandasöm staða samhliða hækkandi vöxtum og lækkunum á mörkuðum og því ákveðið að losa um hana og „innleysa tapið.“ 18. nóvember 2023 15:08 Vilja upplýsa markaðinn betur um fasteignaþróunarverkefni Reita Markaðurinn hefur ekki nógu góða innsýn í umfang þróunareigna Reita. Það er eitt af því sem læra má af samrunaviðræðum við Reginn, segir fjármálastjóri fasteignafélagsins, sem meðal annars á Kringluna og er með í deiliskipulagsferli allt að 418 íbúðir á því svæði. 14. nóvember 2023 16:04 Framlengja tilboðið vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt beiðni Regins um að framlengja gildistíma valfrjáls tilboðs í allt hlutafé Eikar fasteignafélags. 2. nóvember 2023 22:26 Samrunaviðræður Eikar og Reita í strand Fasteignafélögin Eik og Reitir hafa hætt viðræðum um mögulegan samruna fasteignafélaganna tveggja. 1. október 2023 19:21 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Regins til Kauphallar í dag. Þar er rifjað upp að Reginn hafi í júní 2023 tilkynnt um ákvörðun stjórnar að leggja fram valfrjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Eikar. Tilboðið er meðal annars háð því skilyrði að Samkeppniseftirlitið samþykki viðskiptin eða geri ekki athugasemdir við þau sem Reginn geti ekki sætt sig við. Samkeppniseftirlitið hefur haft málið á borði sínu og andmælt fyrirhuguðum kaupum. Áhyggjur eftirlitsins snúa að því að viðskiptin hindri virka samkeppni og verði ekki samþykkt að óbreyttu. Reginn óskaði í framhaldi af því eftir sáttaviðræðum við eftirlitið á föstudag um hugsanleg skilyrði vegna viðskiptanna. „Samhliða voru lögð fram sjónarmið félagsins að því er varðar frummat Samkeppnislitsins ásamt hugmyndum að skilyrðum. Tillögur Regins að skilyrðum lúta meðal annars að því að sameinað félag Regins og Eikar selji frá sér tilteknar eignir í því skyni að vinna gegn skaðlegum áhrifum sem Samkeppniseftirlitið telur að gætu leitt af viðskiptunum. Umræddar tillögur Regins að skilyrðum eru nú til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu,“ segir í tilkynning Regins. „Vegna framangreinds hafa tímafrestir Samkeppniseftirlitsins til rannsóknar á viðskiptunum framlengst um fimmtán virka daga. Tímafrestur Samkeppniseftirlitsins til rannsóknar á samrunanum hefur því framlengst til 5. apríl næstkomandi. Gildistími tilboðsins rennur út þann 15. apríl.“
Samkeppnismál Kauphöllin Fasteignamarkaður Reginn Tengdar fréttir Forstjóri Regins minnkar stöðu sína og tekur á sig tap vegna framvirks samnings Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins, hefur minnkað hlutafjáreign sína í fasteignfélaginu um meira en helming en hún hafði verið í gegnum framvirka samninga. Hann segir við Innherja að það hafi verið vandasöm staða samhliða hækkandi vöxtum og lækkunum á mörkuðum og því ákveðið að losa um hana og „innleysa tapið.“ 18. nóvember 2023 15:08 Vilja upplýsa markaðinn betur um fasteignaþróunarverkefni Reita Markaðurinn hefur ekki nógu góða innsýn í umfang þróunareigna Reita. Það er eitt af því sem læra má af samrunaviðræðum við Reginn, segir fjármálastjóri fasteignafélagsins, sem meðal annars á Kringluna og er með í deiliskipulagsferli allt að 418 íbúðir á því svæði. 14. nóvember 2023 16:04 Framlengja tilboðið vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt beiðni Regins um að framlengja gildistíma valfrjáls tilboðs í allt hlutafé Eikar fasteignafélags. 2. nóvember 2023 22:26 Samrunaviðræður Eikar og Reita í strand Fasteignafélögin Eik og Reitir hafa hætt viðræðum um mögulegan samruna fasteignafélaganna tveggja. 1. október 2023 19:21 Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Forstjóri Regins minnkar stöðu sína og tekur á sig tap vegna framvirks samnings Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Regins, hefur minnkað hlutafjáreign sína í fasteignfélaginu um meira en helming en hún hafði verið í gegnum framvirka samninga. Hann segir við Innherja að það hafi verið vandasöm staða samhliða hækkandi vöxtum og lækkunum á mörkuðum og því ákveðið að losa um hana og „innleysa tapið.“ 18. nóvember 2023 15:08
Vilja upplýsa markaðinn betur um fasteignaþróunarverkefni Reita Markaðurinn hefur ekki nógu góða innsýn í umfang þróunareigna Reita. Það er eitt af því sem læra má af samrunaviðræðum við Reginn, segir fjármálastjóri fasteignafélagsins, sem meðal annars á Kringluna og er með í deiliskipulagsferli allt að 418 íbúðir á því svæði. 14. nóvember 2023 16:04
Framlengja tilboðið vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur samþykkt beiðni Regins um að framlengja gildistíma valfrjáls tilboðs í allt hlutafé Eikar fasteignafélags. 2. nóvember 2023 22:26
Samrunaviðræður Eikar og Reita í strand Fasteignafélögin Eik og Reitir hafa hætt viðræðum um mögulegan samruna fasteignafélaganna tveggja. 1. október 2023 19:21