Dramatík í lokin og Arsenal með bakið upp við vegg 21. febrúar 2024 19:30 Galeno fagnar sigurmarki sínu á Drekavöllum. Vísir/Getty Arsenal er í brekku í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-0 tap gegn Porto á útivelli í kvöld. Sigurmark Porto kom á lokasekúndum leiksins. Arsenal var mikið með boltann í upphafi leiks en Porto fékk fyrsta alvöru færið á 21. mínútu þegar Wenderson Galeno skaut í stöng og svo framhjá eftir að frákastið datt fyrir hann. Fyrsta skot Arsenal á markið kom á 33. mínútu og skömmu síðar þurfti David Raya í markinu að bregðast við þegar Evanilson átti skot að marki. Staðan 0-0 í hálfleik eftir tvö hálffæri Kai Havertz undir lok fyrri hálfleiks eftir hornspyrnur Arsenal. Arsenal var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en gekk illa að skapa alvöru færi og hættur við mark heimamanna. Arsenal failed to record a shot on target in a Champions League match for the first time since March 2011. [@BBCSport] #afc pic.twitter.com/yPZkyxzqNT— afcstuff (@afcstuff) February 21, 2024 Leandro Trossard fékk besta færi Arsenal á 56. mínútu þegar hann fékk boltann galopinn í teignum eftir horn en skotið var misheppnað og fór yfir markið. Porto hélt áfram að ógna án þess að ná að skora og eftir skalla Gabriel yfir markið seint í leiknum leit allt út fyrir markalaust jafntefli. Á lokamínútu uppbótartíma skoraði Galeno hins vegar eina mark leiksins með góðu skoti fyrir utan vítateig. Hann setti boltann í boga yfir Raya í markinu sem virtist ekki nógu vel staðsettur. 40 year old Pepe has led Porto to a clean sheet vs Arsenal in the Champions League.Class is permanent. pic.twitter.com/foPKy629zT— TC (@totalcristiano) February 21, 2024 Niðurstaðan 1-0 sigur Porto sem þar með fer með ágæta stöðu til Lundúna þar sem liðin mætast á ný eftir þrjár vikur. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Arsenal er í brekku í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 1-0 tap gegn Porto á útivelli í kvöld. Sigurmark Porto kom á lokasekúndum leiksins. Arsenal var mikið með boltann í upphafi leiks en Porto fékk fyrsta alvöru færið á 21. mínútu þegar Wenderson Galeno skaut í stöng og svo framhjá eftir að frákastið datt fyrir hann. Fyrsta skot Arsenal á markið kom á 33. mínútu og skömmu síðar þurfti David Raya í markinu að bregðast við þegar Evanilson átti skot að marki. Staðan 0-0 í hálfleik eftir tvö hálffæri Kai Havertz undir lok fyrri hálfleiks eftir hornspyrnur Arsenal. Arsenal var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en gekk illa að skapa alvöru færi og hættur við mark heimamanna. Arsenal failed to record a shot on target in a Champions League match for the first time since March 2011. [@BBCSport] #afc pic.twitter.com/yPZkyxzqNT— afcstuff (@afcstuff) February 21, 2024 Leandro Trossard fékk besta færi Arsenal á 56. mínútu þegar hann fékk boltann galopinn í teignum eftir horn en skotið var misheppnað og fór yfir markið. Porto hélt áfram að ógna án þess að ná að skora og eftir skalla Gabriel yfir markið seint í leiknum leit allt út fyrir markalaust jafntefli. Á lokamínútu uppbótartíma skoraði Galeno hins vegar eina mark leiksins með góðu skoti fyrir utan vítateig. Hann setti boltann í boga yfir Raya í markinu sem virtist ekki nógu vel staðsettur. 40 year old Pepe has led Porto to a clean sheet vs Arsenal in the Champions League.Class is permanent. pic.twitter.com/foPKy629zT— TC (@totalcristiano) February 21, 2024 Niðurstaðan 1-0 sigur Porto sem þar með fer með ágæta stöðu til Lundúna þar sem liðin mætast á ný eftir þrjár vikur.