Íslandsmeistaratitillinn sá þriðji í sögu Þórsara Snorri Már Vagnsson skrifar 23. febrúar 2024 18:41 Hafþór "Detinate" Örn, Pétur "Peterr" Örn, Alfreð "Allee" Leó og Davíð "Dabbehh" Matthíasson. Rafíþróttalið Þórs í Counter-Strike varð á dögunum Íslandsmeistari í Counter-Strike er þeir unnu Ljósleiðaradeildina. Íslandsmeistaratitillinn er sá þriðji sem karlalið Þórs í hópíþrótt vinnur Íslandsmeistaratitil. Tvisvar áður hafa Þórsarar orðið Íslandsmeistarar, en það var árin 1993 og 2001. Báðir voru titlarnir í innanhússfótbolta. Bjarni Sigurðsson, formaður Rafíþróttadeildar Þórs sagði strákana „ekki vera bara að skrifa sögu rafíþróttadeildarinnar heldur eru þeir að setja sig á spjöld sögunnar hjá Þór,“ sagði Bjarni er hann spjallaði við heimasíðu Þórs. Þórsarar sigruðu Ljósleiðaradeildina í algjörum úrslitaleik gegn liði NOCCO Dusty þann 17. febrúar, en Akureyringarnir höfðu tveggja stiga forskot á erkifjendurna í Dusty fyrir leik. Þórsarar unnu deildina því með fjögurra stiga forskoti eftir að haldast í hendur við Dusty nánast allt tímabilið. Næst á dagskrá fyrir íslensk Counter-Strike lið er Stórmeistaramótið, en það hefst þann 26. febrúar og má nálgast upplýsingar um mótið á frag.is Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti
Tvisvar áður hafa Þórsarar orðið Íslandsmeistarar, en það var árin 1993 og 2001. Báðir voru titlarnir í innanhússfótbolta. Bjarni Sigurðsson, formaður Rafíþróttadeildar Þórs sagði strákana „ekki vera bara að skrifa sögu rafíþróttadeildarinnar heldur eru þeir að setja sig á spjöld sögunnar hjá Þór,“ sagði Bjarni er hann spjallaði við heimasíðu Þórs. Þórsarar sigruðu Ljósleiðaradeildina í algjörum úrslitaleik gegn liði NOCCO Dusty þann 17. febrúar, en Akureyringarnir höfðu tveggja stiga forskot á erkifjendurna í Dusty fyrir leik. Þórsarar unnu deildina því með fjögurra stiga forskoti eftir að haldast í hendur við Dusty nánast allt tímabilið. Næst á dagskrá fyrir íslensk Counter-Strike lið er Stórmeistaramótið, en það hefst þann 26. febrúar og má nálgast upplýsingar um mótið á frag.is
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti