Þrumuræðan sem tryggði Þorvaldi formannsstól KSÍ: „Ég býð ykkur annan valkost en afturhvarf til fortíðar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. febrúar 2024 18:36 Þorvaldur Örlygsson, nýkjörinn formaður KSÍ, flutti þrumuræðu á ársþinginu. vísir / anton brink Þorvaldur Örlygsson var um síðastliðna helgi kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands. Þorvaldur flutti kraftmikla framboðsræðu sem hreyfði eflaust við fundargestum áður en gengið var til kjörkassa. Þar boðaði hann breytingar og framfarir, lýsti yfir óbeit sinni á óheiðarleika og sagði KSÍ ekki eiga að vera klíkuskap á kaffihúsum. Ætlar að gera það sem er best fyrir íslenska knattspyrnu Þorvaldur hóf ræðu sína á því að segja fundargestum frá þeim draumi sínum að kjörgengnir aðilar hafi hagsmuni íslenskrar knattspyrnu að leiðarljósi. „Sumir ætla að kjósa þann sem þeim finnst skemmtilegastur, aðrir þann sem er félagi þeirra, enn aðrir þann sem kemur best fyrir í sjónvarpinu. Minn draumur, þótt ótrúlegt megi virðast, er sá að menn kjósi þann sem mun gera það sem er best fyrir íslenska knattspyrnu.“ Skýr sýn á hlutverk formanns Þorvaldur sagði hlutverk formanns skipta sambandið og aðildarfélög þess gríðarlega miklu máli. Hann hefði sterka sýn um hvernig ætti að sinna því og lá ekki á skoðunum sínum um hvernig formaður KSÍ skal starfa. „Ég er þeirrar skoðunar að KSÍ eigi að vera vel rekið, hafa heildarhagsmuni knattspyrnunnar að leiðarljósi, hagsmuni iðkenda að leiðarljósi og eigi að vera stuðningsaðili félaganna og stuðla að vexti og viðgangi bæði í karla- og kvennaknattspyrnunni. Mín skoðun er sú að formaður eigi að vera í nánustu tengslum við hreyfinguna, meira en oft hefur verið, eigi að vera í betri samskiptum við félögin og styðja verkefnin sem þau eru í.“ Grasrótarmaður sem þolir ekki óheiðarleika og baktjaldamakk Að þessu sinni voru þrír sem buðu sig fram, það voru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Fór það svo að Þorvaldur stóð uppi sem sigurvegari en þar sem það þarf hreinan meirihluta til að komast í formannsstólinn þurfti að kjósa tvisvar. Guðni var úr leik eftir fyrstu kosninguna þar sem hann fékk fæst atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni var það svo Þorvaldur sem sigraði Vigni og varð réttkjörinn nýr formaður KSÍ. Þorvaldur kaus að nýta ræðutíma sinn ekki í að tala niður andstæðinga sína, heldur upphefja sjálfan sig. Reynslu, kunnáttu, þekkingu, ábyrgð og óhæðni taldi Þorvaldur til sinna helstu kosta. Hann bætti því við að frekar kysi hann gras á skónum og bolta í skottinu en að klæða sig upp í jakkaföt. Þorvaldur sagði sig grasrótarmann sem hlustar og framkvæmir, mann sem sér bilið innan hreyfingar KSÍ og bilið milli KSÍ og ÍTF. Hann taldi mikilvægt að þessir aðilar nái betur saman í stefnu og straumum. Það sem Þorvaldur þolir ekki er baktal, fals, óheiðarleiki og baktjaldamakk. Helstu stefnumál í ræðu Þorvalds Helsta mál á dagskrá er að sjálfsögðu þjóðarleikvangurinn sem lengi hefur verið kallað eftir. Þar að auki fór Þorvaldur yfir helstu málin sem brenna honum í brjósti. „Öll hreyfingin er sammála hvað varðar nauðsyn að fá nýjan þjóðarleikvang, hjálpa aðildarfélögum að bæta aðstöðu sína, tala að auki fyrir ábyrgum rekstri. Auðveldum konum að koma að stjórnun, fjölgum konum í þjálfun, dómgæslu og bætum stöðu kvennalöggjafarinnar. Ég tala fyrir dómgæslu. Til dæmis með því að tala upp dómarana, koma námskeiðum inn í skólakerfið og fjölga þannig dómurum...“ „Ekki kjósa mig“ Þorvaldur endaði ræðuna af gríðarlegum krafti. Þá talaði hann um þá áratuga reynslu sem hann hefur af öllum hliðum knattspyrnunnar, hann hafi séð allt á völlum landsins – nema mótframbjóðendur sína, en það væri önnur saga. „Formannsembætti KSÍ snýst ekki bara um að sitja fundi í útlöndum, í heiðursstúkunni á landsleikjum, safna flugpunktum og laga bindið milli leikja. KSÍ á ekki að vera klíkuskapur á kaffihúsum.“ „Ég býð ykkur annan valkost en afturhvarf til fortíðar, valkost um einhvern sem situr ekki bara á skrifstofustólnum, valkost um einhvern sem þolir ekki að óheiðarleika, misrétti eða kynferðisofbeldi eða kynjamun sé bara ýtt til hliðar. Ég býð okkur valkost – stöðnun, eða breytingar og framfarir. Ef þið viljið stöðnun, ekki kjósa mig, ef þið viljið breytingar og framfarir þá þarf hugrekki og nýtt blóð. Þá er ég ykkar maður, valið er ykkar ágætu félagar“ endaði Þorvaldur á því að segja í framboðsræðu sinni sem má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Íslenski listinn KSÍ Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira
Ætlar að gera það sem er best fyrir íslenska knattspyrnu Þorvaldur hóf ræðu sína á því að segja fundargestum frá þeim draumi sínum að kjörgengnir aðilar hafi hagsmuni íslenskrar knattspyrnu að leiðarljósi. „Sumir ætla að kjósa þann sem þeim finnst skemmtilegastur, aðrir þann sem er félagi þeirra, enn aðrir þann sem kemur best fyrir í sjónvarpinu. Minn draumur, þótt ótrúlegt megi virðast, er sá að menn kjósi þann sem mun gera það sem er best fyrir íslenska knattspyrnu.“ Skýr sýn á hlutverk formanns Þorvaldur sagði hlutverk formanns skipta sambandið og aðildarfélög þess gríðarlega miklu máli. Hann hefði sterka sýn um hvernig ætti að sinna því og lá ekki á skoðunum sínum um hvernig formaður KSÍ skal starfa. „Ég er þeirrar skoðunar að KSÍ eigi að vera vel rekið, hafa heildarhagsmuni knattspyrnunnar að leiðarljósi, hagsmuni iðkenda að leiðarljósi og eigi að vera stuðningsaðili félaganna og stuðla að vexti og viðgangi bæði í karla- og kvennaknattspyrnunni. Mín skoðun er sú að formaður eigi að vera í nánustu tengslum við hreyfinguna, meira en oft hefur verið, eigi að vera í betri samskiptum við félögin og styðja verkefnin sem þau eru í.“ Grasrótarmaður sem þolir ekki óheiðarleika og baktjaldamakk Að þessu sinni voru þrír sem buðu sig fram, það voru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Fór það svo að Þorvaldur stóð uppi sem sigurvegari en þar sem það þarf hreinan meirihluta til að komast í formannsstólinn þurfti að kjósa tvisvar. Guðni var úr leik eftir fyrstu kosninguna þar sem hann fékk fæst atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni var það svo Þorvaldur sem sigraði Vigni og varð réttkjörinn nýr formaður KSÍ. Þorvaldur kaus að nýta ræðutíma sinn ekki í að tala niður andstæðinga sína, heldur upphefja sjálfan sig. Reynslu, kunnáttu, þekkingu, ábyrgð og óhæðni taldi Þorvaldur til sinna helstu kosta. Hann bætti því við að frekar kysi hann gras á skónum og bolta í skottinu en að klæða sig upp í jakkaföt. Þorvaldur sagði sig grasrótarmann sem hlustar og framkvæmir, mann sem sér bilið innan hreyfingar KSÍ og bilið milli KSÍ og ÍTF. Hann taldi mikilvægt að þessir aðilar nái betur saman í stefnu og straumum. Það sem Þorvaldur þolir ekki er baktal, fals, óheiðarleiki og baktjaldamakk. Helstu stefnumál í ræðu Þorvalds Helsta mál á dagskrá er að sjálfsögðu þjóðarleikvangurinn sem lengi hefur verið kallað eftir. Þar að auki fór Þorvaldur yfir helstu málin sem brenna honum í brjósti. „Öll hreyfingin er sammála hvað varðar nauðsyn að fá nýjan þjóðarleikvang, hjálpa aðildarfélögum að bæta aðstöðu sína, tala að auki fyrir ábyrgum rekstri. Auðveldum konum að koma að stjórnun, fjölgum konum í þjálfun, dómgæslu og bætum stöðu kvennalöggjafarinnar. Ég tala fyrir dómgæslu. Til dæmis með því að tala upp dómarana, koma námskeiðum inn í skólakerfið og fjölga þannig dómurum...“ „Ekki kjósa mig“ Þorvaldur endaði ræðuna af gríðarlegum krafti. Þá talaði hann um þá áratuga reynslu sem hann hefur af öllum hliðum knattspyrnunnar, hann hafi séð allt á völlum landsins – nema mótframbjóðendur sína, en það væri önnur saga. „Formannsembætti KSÍ snýst ekki bara um að sitja fundi í útlöndum, í heiðursstúkunni á landsleikjum, safna flugpunktum og laga bindið milli leikja. KSÍ á ekki að vera klíkuskapur á kaffihúsum.“ „Ég býð ykkur annan valkost en afturhvarf til fortíðar, valkost um einhvern sem situr ekki bara á skrifstofustólnum, valkost um einhvern sem þolir ekki að óheiðarleika, misrétti eða kynferðisofbeldi eða kynjamun sé bara ýtt til hliðar. Ég býð okkur valkost – stöðnun, eða breytingar og framfarir. Ef þið viljið stöðnun, ekki kjósa mig, ef þið viljið breytingar og framfarir þá þarf hugrekki og nýtt blóð. Þá er ég ykkar maður, valið er ykkar ágætu félagar“ endaði Þorvaldur á því að segja í framboðsræðu sinni sem má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Íslenski listinn KSÍ Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Sjá meira