Leiðtogaþjálfun: „Þetta er eins og taka til í geymslunni“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. mars 2024 07:01 Jón Jósafat Björnsson framkvæmdastjóri Dale Carnegie segir To do listann okkar góðan og gagnlegan. Það sé hins vegar ekkert síður gagnlegt að gera ,,Not" To do lista reglulega. Vísir/Vilhelm „Þetta er eins og taka til í geymslunni; henda út hlutum sem við viljum ekki nota og setja inn nýtt,“ segir Jón Jósafat Björnsson meðal annars um þau tuttugu atriði sem eru nefnd sérstaklega í leiðtogaþjálfun Dale Carnegie, sem unnið var í samvinnu við Marshcall Goldsmiths. Sá síðarnefndi er meðal annars höfundur bókarinnar „What Got You to Here – Won‘t get You to There.“ Umrætt prógram er þjálfun fyrir leiðtoga sem vilja rækta eigin leiðtogahæfileika og styrkja sig sem fyrirmyndir. „Það er auðvitað margt annað en þessar venjur í þessari þjálfun, en þetta er skemmtilegt efni,“ segir Jón og útskýrir að það skemmtilega við þessa yfirferð er hversu margir samsvara sig við þau atriði sem eru tiltekin. En hvaða tuttugu venjur eru þetta sem eru mögulega að hindra árangurinn okkar? Við skulum rýna í málin. „Not“ To do listinn Jón segir að þótt To do listarnir okkar séu góðir og gagnlegir, sé ekkert síður hollt fyrir okkur að fara reglulega yfir „Not“ To do listann. Því þetta eru oft þau atriði sem við áttum okkur ekki á að eru að hindra okkur í að ná enn meiri árangri. ,,Ég hef gert það reglulega í gegnum tíðina og byrja þá gjarnan á að brain-storma með sjálfum mér um hvaða verkefni mér finnst skemmtilegast að gera í mínu starfi. Þar leynast oft verkefni sem aðrir gætu leyst betur en ég,“ segir Jón. Hér eru þau tuttugu atriði sem gætu verið að hindra árangurinn þinn 1. Of mikið keppnisskap: Þetta er algengasta hegðunarvandamálið hjá farsælu fólki. Það er fín lína á milli þess að vera með keppnisskap og að þurfa alltaf að vinna. Stundum er bara enginn að telja og þá er óþarfi að fara fram úr sér í keppnisskapi. Of mikið keppnisskap tengist annarri hegðun eins og til dæmis ef við rökræðum of mikið, þá er það vegna þess að við viljum að skoðun okkar sé ríkjandi. Ef við gerum lítið úr öðru fólki þá er það okkar leið til að halda þeim niðri. 2. Að vita alltaf betur: Það er afar erfitt fyrir reynslumikið fólk að hlusta á aðra segja þeim eitthvað sem það veit nú þegar án þess að gefa það til kynna að „ég vissi það nú þegar“ eða „ég veit um betri leið“. Þau sem þurfa sífellt að bæta við upplýsingum hafa tilhneigingu til að segja hluti eins og „frábær hugmynd“ og gera svo lítið úr hugmyndinni með því að segja „en“ eða „samt “ og pæla ekkert í því hvort athugasemdin bæti einhverju við. Leyfum bara öðrum að eiga hugmyndina og gerum aðra að sigurvegurum. 3. Að fella dóm: Fólk sem hefur náð árangri hefur tilhneigingu til að kveða upp dóm jafnvel þegar þau biðja fólk sérstaklega að koma skoðunum sínum á framfæri. Með því að taka undir eina hugmynd og hrósa einni manneskju og segja ekkert við aðra þá finnst fólki það gagnrýnt. Þetta fælir fólki frá og setur það í vörn og það hikar við að leggja sitt af mörkum. 4. Að koma með niðurbrjótandi athugasemdir: Þetta geta verið beittar eða niðurlægjandi hæðnisathugasemdir sem geta verið hugsunarlaus skot á fundi eða athugasemdir um hvernig einhver lítur út. Jafnvel athugasemdir eins og „flottur jakki“, sagt með glotti, getur valdið sársauka. Þessi venja er líklegust til að vera okkur sjálfum dulin en aðrir sjá þetta skýrt og er því svokallað blind spot. 5. Að byrja á að segja, „nei”, „en” eða „samt”: Þegar við notum eitthvað af þessum orðum, sama hversu vinalegur tónninn er, og hvað sem við segjum til að virða tilfinningar viðmælandans þá eru skilaboðin frá okkur: „Þú hefur rangt fyrir þér”. Í framhaldinu er erfitt að eiga uppbyggilegt og heilbrigt samtal. 6. Að segja öllum hversu klár við erum: Þetta er svipað því að þurfa alltaf að vinna. Þetta er þörfin fyrir að vera klárasta manneskjan á staðnum. Við gerum þetta með því að kinka óþolinmóð kolli á meðan aðrir tala eða sýnum með öðrum hætti að við erum bara að bíða eftir að komast sjálf að. Við gerum þetta svo á meira augljósan hátt þegar við segjum „ég vissi þetta”, eða „ég var búin að heyra þetta” eða „þetta eru nú ekki nýjar upplýsingar”. Svona hegðun er líkleg til að móðga aðra og er fráhrindandi fyrir þann sem verður fyrir því. 7. Að tala þegar við erum reið: Þegar við erum reið höfum við sjaldnast stjórn á hegðun okkar sem gerir það erfitt að hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Reiði er sjaldnast einhverjum öðrum að kenna og í flestum tilfellum má rekja ástæðu reiðinnar til okkar sjálfra. Það versta við reiði er að maður getur skapað sér þá ímynd að vera með óstöðuga skapgerð. 8. Neikvæðni eða „nei þetta virkar ekki”: Þegar okkur er ómögulegt að segja eitthvað jákvætt eða uppbyggilegt um hugmyndir annarra. Þetta er stuðar aðra því það samsvarar þörfinni á að hafa neikvæða skoðun á einhverju sem þú varst ekkert beðin/n um að hafa skoðun á. Þetta fælir fólk frá okkur, því þótt við ætlum okkur að vera hjálpleg þá er þetta er hrein og ómenguð neikvæðni. 9. Halda að sér upplýsingum: Það að halda vísvitandi að sér upplýsingum er andstaða þess að hafa alltaf skoðun á öllu. Samt er tilgangurinn sá sami- að öðlast vald. Hvort sem þetta á við um að gleyma að boða einhvern á fund, vera of upptekin/n til að svara fyrirspurnum eða að gefa þér tíma til að leiðbeina með verkefni sem þú fólst einhverjum þá skilar það ekki árangri að halda að þér upplýsingum. Við gætum haldið að það gefi okkur eitthvað forskot en í raun erum við að fóðra tortryggni, hræðslu og efasemdir. 10. Að klikka á því að hrósa: Þegar við veitum fólki ekki það hrós sem það á skilið fyrir sitt innlegg í teymisvinnu þá erum við ekki bara að koma illa fram við fólkið heldur verður það af tilfinningalegu upplifuninni sem fylgir því að ná árangri. Þeim líður eins og það skipti ekki mál, það sé gleymt og að því hafi verið ýtt til hliðar. 11. Að eigna sér heiðurinn: Velgengni getur haft það í för með sér að maður fer að eigna sér fleira en maður ætti að gera og fer hægt og rólega að trúa því sjálfur. Rannsóknir sýna að þessi venja framkallar meiri neikvæðar tilfinningar en nokkur önnur. Þegar við stelum heiðrinum að einhverju sem við eigum ekki verður til biturleiki sem getur orðið langlífur. Fólk kann að fyrirgefa okkur ef við veitum ekki frammúrskarandi árangri athygli en ekki að veita honum athygli en eigna sér hann. 12. Að afsaka sig: Það má skipta afsökunum í tvo flokka. Hrokakennd og réttlæting. Hrokakennd afsökunarbeiðni hljómar svona: „Mér þykir það leitt að ég hafi ekki staðið við það að hitta þig í hádeginu. Ritarinn minn setti þetta á ranga dagsetningu í dagatalinu”. Í raun eru skilaboðin þessi: Það er ekki það að ég hafi gleymt þér og ekki það að mér finnist þú ekki mikilvæg/ur heldur er ritarinn minn vanhæfur. Réttlætandi afsakanir eru þegar við útskýrum mistökin með því hvernig við fæddumst eða hvernig við erum: „Æi ég er bara svo óþolinmóð/ur” eða „Ég er agalega óstundvís, ég er bara svoleiðis”. 13. Að ríghalda í fortíðina: Þeir sem hafa langa reynslu að baki eiga það til að lifa í fortíðinni, sérstaklega ef það gerir þeim kleift að kenna einhverjum öðrum um það sem miður fór. Ástæðan gæti verið sú að við séum að verja okkur gagnvart öðrum og upphefja okkur sjálf á kostnað annarra. 14. Að gera upp á milli: Þegar við verðlaunum þá sem dá okkur skilyrðislaust erum við að hvetja til hegðunar sem hentar okkur en er ekki endilega það sem er best fyrir heildina. Ef öll orkan fer í að dásama stjórnandann – hver er þá að vinna vinnuna? Það sem verra er, það skekkir leikinn gagnvart starfsfólki sem tekur ekki þátt í þessari klappkeppni. Þetta er slæmt á alla vegu. Við gerum upp á milli og upphefjum þá sem við ættum ekki að upphefja. 15. Að neita að sýna iðrun: Hver svo sem ástæðan kann að vera þá hefur það mjög slæm áhrif að sýna ekki iðrun og biðjast afsökunar. Það gefur þau skilaboð að okkur sé sama um fólk og að við neitum að horfast í augu við það sem er liðið. Kaldhæðnin í því er að tilfinningarnar sem koma í veg fyrir að við biðjumst afsökunar, svo sem hræðslan við að tapa eða að viðurkenna að við höfum rangt fyrir okkur hverfur yfirleitt þegar við biðjumst afsökunar. 16. Að hlusta ekki: Fólk getur látið ýmis leiðindi yfir sig ganga en að upplifa að manni sé ekki veitt athygli hefur sérstaklega neikvæð áhrif. Þegar við hlustum ekki sendum við allskyns skilaboð. Það sem fólk upplifir er m.a. að það skipti ekki máli, skilningsleysi og vanvirðingu og fleira. Það kemur yfirleitt upp um mann að maður sé ekki að hlusta þegar maður svarar út í hött. 17. Að sýna ekki þakklæti: Þó að það sé ekki neinum vandkvæðum háð að segja TAKK þá gleymist oft að hrinda því í framkvæmd. Þakklæti er eiginleiki sem við getum ekki sýnt of mikið og það kostar ekkert að segja TAKK. Hins vegar framkallar skortur á að vera sýnt þakklæti fram tómlætistilfinningu og hefur letjandi áhrif. 18. Að refsa sendiboðanum: Það að refsa sendiboðanum birtist ekki bara í ósanngjörnu viðbrögðunum sem við sýnum þeim sem færir okkur óþægileg skilaboð og við viljum ekki heyra, heldur líka í öllum litlu viðbrögðunum sem við sýnum daglega þegar okkur líkar ekki eitthvað eða höfum orðið fyrir vonbrigðum. Afleiðingin er sú að fólk hættir að leggja til málanna og sitt af mörkum. 19. Að skella skuldinni á aðra: Sumir halda að þeir geti ekki gert mistök svo að eðlilega þá viðurkenna þeir það ekki. Samt er það þannig að það að viðurkenna mistök segir oft meira um okkur en sigrarnir sem við höfum unnið. Ef maður getur ekki tekið horfst í augu við mistök er ekki líklegt að fólki vilji fylgja manni. Að skella skuldinni á aðra er hin hliðin á því að eigna sér árangur annarra. Það er þegar maður kennir öðrum um mistök sem maður gerir og lætur þá bera skömmina sem mistökunum fylgja. Þegar maður getur ekki borðið ábyrgð á eigin gjörðum missum við virðingu annarra. 20. Yfirgnæfandi þörf á að vera „ég”: Hér er verið að tala um ósjálfráða hegðun bæði jákvæða og neikvæða, sem við sjáum sem órjúfanlega part af okkur. Ef við erum til dæmis arfaslök í að svara skilaboðum segjum við okkur að það sé í lagi því við erum bara svona. Við höfum tilhneigingu til að líta á gallana sem dyggð og þannig gefa þau skilaboð að við séum ekki tilbúin til að breyta. Stjórnun Mannauðsmál Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir Forstjóri Isavia: „Ein af mínum glímum er forðunarhegðun“ „Vissulega er það skrýtin upplifun að sitja með mínu fólki á fundi og segja „Ég heiti Sveinbjörn og ein af mínum glímum er forðunarhegðun.“ En ég er einfaldlega sannfærður um að ef ætlunin er að ná enn meiri árangri, snýst stóra verkefnið einfaldlega um að byrja á því að breyta hjá manni sjálfum,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. 15. febrúar 2024 07:00 „Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00 Fullyrða að leiðtogaþjálfunin hafi bjargað fyrirtækinu frá gjaldþroti Íslenskir stjórnendur eru of oft uppteknir við að slökkva elda og Ísland er töluvert á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að leiðtogaþjálfun. Að mati Ingvars Jónssonar hjá Profectus má þó færa margvísleg rök fyrir því að leiðtogaþjálfun stjórnenda geti skipt sköpum á tímum sem þessum. 30. september 2021 07:01 Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00 Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Sá síðarnefndi er meðal annars höfundur bókarinnar „What Got You to Here – Won‘t get You to There.“ Umrætt prógram er þjálfun fyrir leiðtoga sem vilja rækta eigin leiðtogahæfileika og styrkja sig sem fyrirmyndir. „Það er auðvitað margt annað en þessar venjur í þessari þjálfun, en þetta er skemmtilegt efni,“ segir Jón og útskýrir að það skemmtilega við þessa yfirferð er hversu margir samsvara sig við þau atriði sem eru tiltekin. En hvaða tuttugu venjur eru þetta sem eru mögulega að hindra árangurinn okkar? Við skulum rýna í málin. „Not“ To do listinn Jón segir að þótt To do listarnir okkar séu góðir og gagnlegir, sé ekkert síður hollt fyrir okkur að fara reglulega yfir „Not“ To do listann. Því þetta eru oft þau atriði sem við áttum okkur ekki á að eru að hindra okkur í að ná enn meiri árangri. ,,Ég hef gert það reglulega í gegnum tíðina og byrja þá gjarnan á að brain-storma með sjálfum mér um hvaða verkefni mér finnst skemmtilegast að gera í mínu starfi. Þar leynast oft verkefni sem aðrir gætu leyst betur en ég,“ segir Jón. Hér eru þau tuttugu atriði sem gætu verið að hindra árangurinn þinn 1. Of mikið keppnisskap: Þetta er algengasta hegðunarvandamálið hjá farsælu fólki. Það er fín lína á milli þess að vera með keppnisskap og að þurfa alltaf að vinna. Stundum er bara enginn að telja og þá er óþarfi að fara fram úr sér í keppnisskapi. Of mikið keppnisskap tengist annarri hegðun eins og til dæmis ef við rökræðum of mikið, þá er það vegna þess að við viljum að skoðun okkar sé ríkjandi. Ef við gerum lítið úr öðru fólki þá er það okkar leið til að halda þeim niðri. 2. Að vita alltaf betur: Það er afar erfitt fyrir reynslumikið fólk að hlusta á aðra segja þeim eitthvað sem það veit nú þegar án þess að gefa það til kynna að „ég vissi það nú þegar“ eða „ég veit um betri leið“. Þau sem þurfa sífellt að bæta við upplýsingum hafa tilhneigingu til að segja hluti eins og „frábær hugmynd“ og gera svo lítið úr hugmyndinni með því að segja „en“ eða „samt “ og pæla ekkert í því hvort athugasemdin bæti einhverju við. Leyfum bara öðrum að eiga hugmyndina og gerum aðra að sigurvegurum. 3. Að fella dóm: Fólk sem hefur náð árangri hefur tilhneigingu til að kveða upp dóm jafnvel þegar þau biðja fólk sérstaklega að koma skoðunum sínum á framfæri. Með því að taka undir eina hugmynd og hrósa einni manneskju og segja ekkert við aðra þá finnst fólki það gagnrýnt. Þetta fælir fólki frá og setur það í vörn og það hikar við að leggja sitt af mörkum. 4. Að koma með niðurbrjótandi athugasemdir: Þetta geta verið beittar eða niðurlægjandi hæðnisathugasemdir sem geta verið hugsunarlaus skot á fundi eða athugasemdir um hvernig einhver lítur út. Jafnvel athugasemdir eins og „flottur jakki“, sagt með glotti, getur valdið sársauka. Þessi venja er líklegust til að vera okkur sjálfum dulin en aðrir sjá þetta skýrt og er því svokallað blind spot. 5. Að byrja á að segja, „nei”, „en” eða „samt”: Þegar við notum eitthvað af þessum orðum, sama hversu vinalegur tónninn er, og hvað sem við segjum til að virða tilfinningar viðmælandans þá eru skilaboðin frá okkur: „Þú hefur rangt fyrir þér”. Í framhaldinu er erfitt að eiga uppbyggilegt og heilbrigt samtal. 6. Að segja öllum hversu klár við erum: Þetta er svipað því að þurfa alltaf að vinna. Þetta er þörfin fyrir að vera klárasta manneskjan á staðnum. Við gerum þetta með því að kinka óþolinmóð kolli á meðan aðrir tala eða sýnum með öðrum hætti að við erum bara að bíða eftir að komast sjálf að. Við gerum þetta svo á meira augljósan hátt þegar við segjum „ég vissi þetta”, eða „ég var búin að heyra þetta” eða „þetta eru nú ekki nýjar upplýsingar”. Svona hegðun er líkleg til að móðga aðra og er fráhrindandi fyrir þann sem verður fyrir því. 7. Að tala þegar við erum reið: Þegar við erum reið höfum við sjaldnast stjórn á hegðun okkar sem gerir það erfitt að hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Reiði er sjaldnast einhverjum öðrum að kenna og í flestum tilfellum má rekja ástæðu reiðinnar til okkar sjálfra. Það versta við reiði er að maður getur skapað sér þá ímynd að vera með óstöðuga skapgerð. 8. Neikvæðni eða „nei þetta virkar ekki”: Þegar okkur er ómögulegt að segja eitthvað jákvætt eða uppbyggilegt um hugmyndir annarra. Þetta er stuðar aðra því það samsvarar þörfinni á að hafa neikvæða skoðun á einhverju sem þú varst ekkert beðin/n um að hafa skoðun á. Þetta fælir fólk frá okkur, því þótt við ætlum okkur að vera hjálpleg þá er þetta er hrein og ómenguð neikvæðni. 9. Halda að sér upplýsingum: Það að halda vísvitandi að sér upplýsingum er andstaða þess að hafa alltaf skoðun á öllu. Samt er tilgangurinn sá sami- að öðlast vald. Hvort sem þetta á við um að gleyma að boða einhvern á fund, vera of upptekin/n til að svara fyrirspurnum eða að gefa þér tíma til að leiðbeina með verkefni sem þú fólst einhverjum þá skilar það ekki árangri að halda að þér upplýsingum. Við gætum haldið að það gefi okkur eitthvað forskot en í raun erum við að fóðra tortryggni, hræðslu og efasemdir. 10. Að klikka á því að hrósa: Þegar við veitum fólki ekki það hrós sem það á skilið fyrir sitt innlegg í teymisvinnu þá erum við ekki bara að koma illa fram við fólkið heldur verður það af tilfinningalegu upplifuninni sem fylgir því að ná árangri. Þeim líður eins og það skipti ekki mál, það sé gleymt og að því hafi verið ýtt til hliðar. 11. Að eigna sér heiðurinn: Velgengni getur haft það í för með sér að maður fer að eigna sér fleira en maður ætti að gera og fer hægt og rólega að trúa því sjálfur. Rannsóknir sýna að þessi venja framkallar meiri neikvæðar tilfinningar en nokkur önnur. Þegar við stelum heiðrinum að einhverju sem við eigum ekki verður til biturleiki sem getur orðið langlífur. Fólk kann að fyrirgefa okkur ef við veitum ekki frammúrskarandi árangri athygli en ekki að veita honum athygli en eigna sér hann. 12. Að afsaka sig: Það má skipta afsökunum í tvo flokka. Hrokakennd og réttlæting. Hrokakennd afsökunarbeiðni hljómar svona: „Mér þykir það leitt að ég hafi ekki staðið við það að hitta þig í hádeginu. Ritarinn minn setti þetta á ranga dagsetningu í dagatalinu”. Í raun eru skilaboðin þessi: Það er ekki það að ég hafi gleymt þér og ekki það að mér finnist þú ekki mikilvæg/ur heldur er ritarinn minn vanhæfur. Réttlætandi afsakanir eru þegar við útskýrum mistökin með því hvernig við fæddumst eða hvernig við erum: „Æi ég er bara svo óþolinmóð/ur” eða „Ég er agalega óstundvís, ég er bara svoleiðis”. 13. Að ríghalda í fortíðina: Þeir sem hafa langa reynslu að baki eiga það til að lifa í fortíðinni, sérstaklega ef það gerir þeim kleift að kenna einhverjum öðrum um það sem miður fór. Ástæðan gæti verið sú að við séum að verja okkur gagnvart öðrum og upphefja okkur sjálf á kostnað annarra. 14. Að gera upp á milli: Þegar við verðlaunum þá sem dá okkur skilyrðislaust erum við að hvetja til hegðunar sem hentar okkur en er ekki endilega það sem er best fyrir heildina. Ef öll orkan fer í að dásama stjórnandann – hver er þá að vinna vinnuna? Það sem verra er, það skekkir leikinn gagnvart starfsfólki sem tekur ekki þátt í þessari klappkeppni. Þetta er slæmt á alla vegu. Við gerum upp á milli og upphefjum þá sem við ættum ekki að upphefja. 15. Að neita að sýna iðrun: Hver svo sem ástæðan kann að vera þá hefur það mjög slæm áhrif að sýna ekki iðrun og biðjast afsökunar. Það gefur þau skilaboð að okkur sé sama um fólk og að við neitum að horfast í augu við það sem er liðið. Kaldhæðnin í því er að tilfinningarnar sem koma í veg fyrir að við biðjumst afsökunar, svo sem hræðslan við að tapa eða að viðurkenna að við höfum rangt fyrir okkur hverfur yfirleitt þegar við biðjumst afsökunar. 16. Að hlusta ekki: Fólk getur látið ýmis leiðindi yfir sig ganga en að upplifa að manni sé ekki veitt athygli hefur sérstaklega neikvæð áhrif. Þegar við hlustum ekki sendum við allskyns skilaboð. Það sem fólk upplifir er m.a. að það skipti ekki máli, skilningsleysi og vanvirðingu og fleira. Það kemur yfirleitt upp um mann að maður sé ekki að hlusta þegar maður svarar út í hött. 17. Að sýna ekki þakklæti: Þó að það sé ekki neinum vandkvæðum háð að segja TAKK þá gleymist oft að hrinda því í framkvæmd. Þakklæti er eiginleiki sem við getum ekki sýnt of mikið og það kostar ekkert að segja TAKK. Hins vegar framkallar skortur á að vera sýnt þakklæti fram tómlætistilfinningu og hefur letjandi áhrif. 18. Að refsa sendiboðanum: Það að refsa sendiboðanum birtist ekki bara í ósanngjörnu viðbrögðunum sem við sýnum þeim sem færir okkur óþægileg skilaboð og við viljum ekki heyra, heldur líka í öllum litlu viðbrögðunum sem við sýnum daglega þegar okkur líkar ekki eitthvað eða höfum orðið fyrir vonbrigðum. Afleiðingin er sú að fólk hættir að leggja til málanna og sitt af mörkum. 19. Að skella skuldinni á aðra: Sumir halda að þeir geti ekki gert mistök svo að eðlilega þá viðurkenna þeir það ekki. Samt er það þannig að það að viðurkenna mistök segir oft meira um okkur en sigrarnir sem við höfum unnið. Ef maður getur ekki tekið horfst í augu við mistök er ekki líklegt að fólki vilji fylgja manni. Að skella skuldinni á aðra er hin hliðin á því að eigna sér árangur annarra. Það er þegar maður kennir öðrum um mistök sem maður gerir og lætur þá bera skömmina sem mistökunum fylgja. Þegar maður getur ekki borðið ábyrgð á eigin gjörðum missum við virðingu annarra. 20. Yfirgnæfandi þörf á að vera „ég”: Hér er verið að tala um ósjálfráða hegðun bæði jákvæða og neikvæða, sem við sjáum sem órjúfanlega part af okkur. Ef við erum til dæmis arfaslök í að svara skilaboðum segjum við okkur að það sé í lagi því við erum bara svona. Við höfum tilhneigingu til að líta á gallana sem dyggð og þannig gefa þau skilaboð að við séum ekki tilbúin til að breyta.
Stjórnun Mannauðsmál Góðu ráðin Starfsframi Tengdar fréttir Forstjóri Isavia: „Ein af mínum glímum er forðunarhegðun“ „Vissulega er það skrýtin upplifun að sitja með mínu fólki á fundi og segja „Ég heiti Sveinbjörn og ein af mínum glímum er forðunarhegðun.“ En ég er einfaldlega sannfærður um að ef ætlunin er að ná enn meiri árangri, snýst stóra verkefnið einfaldlega um að byrja á því að breyta hjá manni sjálfum,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. 15. febrúar 2024 07:00 „Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00 Fullyrða að leiðtogaþjálfunin hafi bjargað fyrirtækinu frá gjaldþroti Íslenskir stjórnendur eru of oft uppteknir við að slökkva elda og Ísland er töluvert á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að leiðtogaþjálfun. Að mati Ingvars Jónssonar hjá Profectus má þó færa margvísleg rök fyrir því að leiðtogaþjálfun stjórnenda geti skipt sköpum á tímum sem þessum. 30. september 2021 07:01 Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00 Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Forstjóri Isavia: „Ein af mínum glímum er forðunarhegðun“ „Vissulega er það skrýtin upplifun að sitja með mínu fólki á fundi og segja „Ég heiti Sveinbjörn og ein af mínum glímum er forðunarhegðun.“ En ég er einfaldlega sannfærður um að ef ætlunin er að ná enn meiri árangri, snýst stóra verkefnið einfaldlega um að byrja á því að breyta hjá manni sjálfum,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia. 15. febrúar 2024 07:00
„Þar eru leiðtogar sem virðast hafa eitthvað extra“ „Það gerist oft í krísum að við áttum okkur á því að mögulega þarf vinnustaður að breyta vinnustaðamenningunni. Því það er í krísum sem við áttum okkur á því hvað hjá okkur er ekki að virka,“ segir Eyþór Eðvarðsson stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 14. febrúar 2024 07:00
Fullyrða að leiðtogaþjálfunin hafi bjargað fyrirtækinu frá gjaldþroti Íslenskir stjórnendur eru of oft uppteknir við að slökkva elda og Ísland er töluvert á eftir öðrum þjóðum þegar kemur að leiðtogaþjálfun. Að mati Ingvars Jónssonar hjá Profectus má þó færa margvísleg rök fyrir því að leiðtogaþjálfun stjórnenda geti skipt sköpum á tímum sem þessum. 30. september 2021 07:01
Mikilvægt að stjórnendur setji eftirlitsgleraugun á sig reglulega „Það kemur mér á óvart hvað við gerum oft ráð fyrir að samskipti fólks á vinnustað eigi að ganga snurðulaus fyrir sig, svona eins og einhver sjálfvirk vél,“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og einn eigenda Auðnast og bætir við: 30. október 2023 07:00
Þurfum að breyta stjórnun og skipulagi til að halda í rétta starfsfólkið „Það er ekki langt síðan að hinn dæmigerði starfsmannastjóri var karlmaður á miðjum aldri með lögfræðimenntun. Í dag eru mannauðsstjórar með mun fjölbreyttari bakgrunn og oft með lengri menntun og meiri krafa gerð til mannauðsfólks hvað varðar samskiptafærni, tilfinningagreind og annarra hæfniþátta sem snúa að mannlegri hegðun,“ segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. 5. október 2022 07:02