Ásgeir: Vorum bara geggjaðir, það er ekkert flóknara en það Þorsteinn Hjálmsson skrifar 29. febrúar 2024 22:27 Ásgeir Örn Vísir/Vilhelm Haukar unnu öflugan sigur á Aftureldingu í kvöld í leik í 18. umferð Olís-deildarinnar. Lokatölur 24-28 í leik sem var jafn og spennandi frá upphafi til enda. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum sáttur með sigur sinna manna í kvöld. „Í fyrri hálfleik vorum við aðeins að elta en við náðum að vera einu yfir í hálfleik. Þannig að við komum sterkt inn í hálfleikinn, þetta var bara járn í járn. Ég var svo sem ekkert óánægður með fyrri hálfleikinn en 14 mörk eru kannski í það mesta á sig en heilt yfir nokkuð ánægður.“ Heimamenn spiluðu ákafa 5-1 vörn í leiknum og kom það Ásgeiri Erni á óvart. Var það eitt af atriðunum sem farið var yfir á hálfleik. „Í hálfleik var ég nokkuð sáttur, það voru svona smáatriði sem við fórum yfir í hálfleik upp á þeirra sóknarleik og 5-1 vörnina þeirra kom smá á óvart þannig að við vorum líka að renna yfir það.“ Í síðari hálfleik spiluðu Haukar afskaplega góðan varnarleik enda fékk liðið aðeins á sig tíu mörk í síðari hálfleik. Ásgeir Örn var ekki með neinar flóknar skýringar á þeim sterka varnarleik. „Varnarlega í seinni hálfleik vorum við bara geggjaðir, það er ekkert flóknara en það.“ Haukar náðu þriggja marka forystu strax í upphafi síðari hálfleiksins sem heimamenn áttu í vandræðum með að halda í við. Þakkar Ásgeir Örn þolinmæði sinna manna sóknarlega fyrir sigurinn í kvöld. „Við vorum svo sem ekki að breyta miklu, við vorum bara að reyna nákvæmlega þetta og svo hjálpaði að Magnús Gunnar hafi komið frábærlega inn og varði hrikalega mikilvæga bolta. Þá bara rúllaði þetta og við gáfum ekkert eftir. Sóknarlega var ég mjög ánægður. Við vorum með meiri þolinmæði en við höfum oft verið með og fengum helvíti flottar sóknir þar sem boltinn var bara að ganga hægri og vinstri svo kom blokkering og yfirtala. Þannig að ótrúlega margt sem ég er ánægður með.“ Næsta verkefni Hauka er 6. mars þegar liðið mætir ÍBV í undanúrslitum Powerade bikarsins. „Við komum mjög vel stemmdir inn í undanúrslitin. Ef við tökum KA leikinn og segjum að hann hafi verið slys þá erum við á helvíti góðu róli og búnir að finna góðan takt. Við þurfum bara að halda því áfram, það er ekkert flóknara en það. Það eru engar töfralausnir, þetta er bara ógeðslega mikil vinna og við þurfum að undirbúa okkur vel og vera bara klárir í alvöru baráttu. Það verður alvöru Eyja-geðveiki sem mætir okkur.“ Leikurinn í kvöld var mjög prúðmannlega spilaður en aðeins eitt gult spjald og ein brottvísun leit dagsins ljós í öllum leiknum. Ásgeir Örn hrósaði dómurunum fyrir sinn þátt í því. „Ég verð bara að hrósa dómurunum fyrir þetta. Mér fannst þeir bara setja línu sem var svona alveg á mörkunum en leyfðu því að vera, báðu megin, og þá var þetta bara þægilegra fyrir þá í framhaldinu. Ég var aldrei svekktur með að fá ekki tvær mínútur og ég held að Gunnar [þjálfari Aftureldingar] geti það eiginlega ekki heldur. Ég held að þetta sé bara góð lína sem dómararnir settu, þetta er aðallega hrós á þá.“ Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, tók ekki þátt í leiknum í kvöld. „Hann er bara ekki nógu góður í skrokknum, það er ekki flóknara en það, og það er bikarhelgi um næstu helgi þannig að við tókum enga sénsa. Magnús var annars frábær í dag og ekkert síðri en Aron hefur verið.“ Olís-deild karla Haukar Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-28 | Haukar halda í vonina um heimavallarrétt Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. 29. febrúar 2024 20:58 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
„Í fyrri hálfleik vorum við aðeins að elta en við náðum að vera einu yfir í hálfleik. Þannig að við komum sterkt inn í hálfleikinn, þetta var bara járn í járn. Ég var svo sem ekkert óánægður með fyrri hálfleikinn en 14 mörk eru kannski í það mesta á sig en heilt yfir nokkuð ánægður.“ Heimamenn spiluðu ákafa 5-1 vörn í leiknum og kom það Ásgeiri Erni á óvart. Var það eitt af atriðunum sem farið var yfir á hálfleik. „Í hálfleik var ég nokkuð sáttur, það voru svona smáatriði sem við fórum yfir í hálfleik upp á þeirra sóknarleik og 5-1 vörnina þeirra kom smá á óvart þannig að við vorum líka að renna yfir það.“ Í síðari hálfleik spiluðu Haukar afskaplega góðan varnarleik enda fékk liðið aðeins á sig tíu mörk í síðari hálfleik. Ásgeir Örn var ekki með neinar flóknar skýringar á þeim sterka varnarleik. „Varnarlega í seinni hálfleik vorum við bara geggjaðir, það er ekkert flóknara en það.“ Haukar náðu þriggja marka forystu strax í upphafi síðari hálfleiksins sem heimamenn áttu í vandræðum með að halda í við. Þakkar Ásgeir Örn þolinmæði sinna manna sóknarlega fyrir sigurinn í kvöld. „Við vorum svo sem ekki að breyta miklu, við vorum bara að reyna nákvæmlega þetta og svo hjálpaði að Magnús Gunnar hafi komið frábærlega inn og varði hrikalega mikilvæga bolta. Þá bara rúllaði þetta og við gáfum ekkert eftir. Sóknarlega var ég mjög ánægður. Við vorum með meiri þolinmæði en við höfum oft verið með og fengum helvíti flottar sóknir þar sem boltinn var bara að ganga hægri og vinstri svo kom blokkering og yfirtala. Þannig að ótrúlega margt sem ég er ánægður með.“ Næsta verkefni Hauka er 6. mars þegar liðið mætir ÍBV í undanúrslitum Powerade bikarsins. „Við komum mjög vel stemmdir inn í undanúrslitin. Ef við tökum KA leikinn og segjum að hann hafi verið slys þá erum við á helvíti góðu róli og búnir að finna góðan takt. Við þurfum bara að halda því áfram, það er ekkert flóknara en það. Það eru engar töfralausnir, þetta er bara ógeðslega mikil vinna og við þurfum að undirbúa okkur vel og vera bara klárir í alvöru baráttu. Það verður alvöru Eyja-geðveiki sem mætir okkur.“ Leikurinn í kvöld var mjög prúðmannlega spilaður en aðeins eitt gult spjald og ein brottvísun leit dagsins ljós í öllum leiknum. Ásgeir Örn hrósaði dómurunum fyrir sinn þátt í því. „Ég verð bara að hrósa dómurunum fyrir þetta. Mér fannst þeir bara setja línu sem var svona alveg á mörkunum en leyfðu því að vera, báðu megin, og þá var þetta bara þægilegra fyrir þá í framhaldinu. Ég var aldrei svekktur með að fá ekki tvær mínútur og ég held að Gunnar [þjálfari Aftureldingar] geti það eiginlega ekki heldur. Ég held að þetta sé bara góð lína sem dómararnir settu, þetta er aðallega hrós á þá.“ Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, tók ekki þátt í leiknum í kvöld. „Hann er bara ekki nógu góður í skrokknum, það er ekki flóknara en það, og það er bikarhelgi um næstu helgi þannig að við tókum enga sénsa. Magnús var annars frábær í dag og ekkert síðri en Aron hefur verið.“
Olís-deild karla Haukar Afturelding Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-28 | Haukar halda í vonina um heimavallarrétt Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. 29. febrúar 2024 20:58 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-28 | Haukar halda í vonina um heimavallarrétt Í kvöld hófst 18. umferð Olís-deildar karla. Að Varmá í Mosfellsbæ mættu heimamenn í Aftureldingu Haukum. Var leikurinn jafn og spennandi frá upphafi til enda en tókst Haukum að slíta sig endanlega frá heimamönnum í lokinn. Lokatölur 24-28. 29. febrúar 2024 20:58