Japanirnir fengu sjokk þegar Dagur sagði þeim fréttirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2024 08:00 Dagur Sigurðsson var með samning til að stýra japanska landsliðinu á Ólympíuleikunum í París í suamr en vildi starfslokasamning til að taka við Króatíu. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson segir að forráðamenn japanska handknattleikssambandsins hafi fengið áfall þegar hann tilkynnti þeim að hann ætlaði sér að færa sig um set og taka við króatíska landsliðinu. Dagur var kynntur sem nýr þjálfari króatíska landsliðsins á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Fyrsta verk hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í París í sumar þangað sem hann er þegar búinn að koma japanska landsliðinu. Tók sinn tíma Dagur hefur verið landsliðsþjálfari Japans frá árinu 2017. Króatía er fjórða landsliðið sem hann tekur við því áður hefur hann einnig stýrt Austurríki og Þýskalandi. Dagur segir að það hafi tekið tíma að losna undan samningi hjá japanska sambandinu. „Það var alveg vinna en við afgreiddum þann hluta sem sneri að Króötunum á tíu mínútum. Það var ekkert vandamál. Það er búið að taka langan tíma með Japönunum að klára svona starfslokasamning,“ sagði Dagur Sigurðsson í samtali við Sindra Sverrisson. Vill efla samstarfið „Þeir voru sjokkeraðir í byrjun. Með hjálp Andra Sigurðssonar, félaga míns og lögfræðings, þá erum við búnir að landa þessu mjög vel. Þeir eru orðnir sáttir á mjög jákvæðum nótum og við ætlum að reyna að efla samstarf á milli Króatíu og Japan,“ sagði Dagur „Vonandi spilum við æfingaleiki við þá fljótt og ég hjálpa þeim áfram að koma strákum á framfæri í Evrópu. Við erum búnir að finna góðar lausnir sem þeir eru farnir að skilja,“ sagði Dagur. „Þeir skildu kannski ekki alveg stöðuna strax en svo þegar ég fór að útskýra fyrir þeim hvernig málin lágu þá skildu þeir það. Vitanlega svekktir en líka bara skilningur,“ sagði Dagur. Mislásu fréttirnar Japanska sambandið sendi frá sér tilkynningu fyrir nokkrum vikum um að Dagur væri hættur með landsliðið. Hann segir að sú tilkynning hafi komið honum á óvart. „Ég held bara að þeir hafi mislesið fréttirnar sem komu frá Króatíu. Þeir hafa jafnvel bara haldið að ég væri búinn að skrifa undir. Svo þegar við fórum að ræða málin betur og fara yfir stöðuna þá leystust þessi mál,“ sagði Dagur. „Ég er þakklátur fyrir það og líka bara fyrir þann tíma sem ég átti í Japan. Ég er búinn að vera með annan fótinn þar í tíu ár og það var mikilvægt að skilja við þetta á jákvæðum nótum þótt að þetta hafi aldrei verið planið að stökkva svona frá þessu. Það var eiginlega ekkert annað í boði þegar þetta kom upp,“ sagði Dagur. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Ólympíuleikar 2024 í París Japan Tengdar fréttir Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. 1. mars 2024 13:01 Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. 1. mars 2024 11:00 „Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. 1. mars 2024 08:01 Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57 Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Dagur var kynntur sem nýr þjálfari króatíska landsliðsins á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Fyrsta verk hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í París í sumar þangað sem hann er þegar búinn að koma japanska landsliðinu. Tók sinn tíma Dagur hefur verið landsliðsþjálfari Japans frá árinu 2017. Króatía er fjórða landsliðið sem hann tekur við því áður hefur hann einnig stýrt Austurríki og Þýskalandi. Dagur segir að það hafi tekið tíma að losna undan samningi hjá japanska sambandinu. „Það var alveg vinna en við afgreiddum þann hluta sem sneri að Króötunum á tíu mínútum. Það var ekkert vandamál. Það er búið að taka langan tíma með Japönunum að klára svona starfslokasamning,“ sagði Dagur Sigurðsson í samtali við Sindra Sverrisson. Vill efla samstarfið „Þeir voru sjokkeraðir í byrjun. Með hjálp Andra Sigurðssonar, félaga míns og lögfræðings, þá erum við búnir að landa þessu mjög vel. Þeir eru orðnir sáttir á mjög jákvæðum nótum og við ætlum að reyna að efla samstarf á milli Króatíu og Japan,“ sagði Dagur „Vonandi spilum við æfingaleiki við þá fljótt og ég hjálpa þeim áfram að koma strákum á framfæri í Evrópu. Við erum búnir að finna góðar lausnir sem þeir eru farnir að skilja,“ sagði Dagur. „Þeir skildu kannski ekki alveg stöðuna strax en svo þegar ég fór að útskýra fyrir þeim hvernig málin lágu þá skildu þeir það. Vitanlega svekktir en líka bara skilningur,“ sagði Dagur. Mislásu fréttirnar Japanska sambandið sendi frá sér tilkynningu fyrir nokkrum vikum um að Dagur væri hættur með landsliðið. Hann segir að sú tilkynning hafi komið honum á óvart. „Ég held bara að þeir hafi mislesið fréttirnar sem komu frá Króatíu. Þeir hafa jafnvel bara haldið að ég væri búinn að skrifa undir. Svo þegar við fórum að ræða málin betur og fara yfir stöðuna þá leystust þessi mál,“ sagði Dagur. „Ég er þakklátur fyrir það og líka bara fyrir þann tíma sem ég átti í Japan. Ég er búinn að vera með annan fótinn þar í tíu ár og það var mikilvægt að skilja við þetta á jákvæðum nótum þótt að þetta hafi aldrei verið planið að stökkva svona frá þessu. Það var eiginlega ekkert annað í boði þegar þetta kom upp,“ sagði Dagur. Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan.
Ólympíuleikar 2024 í París Japan Tengdar fréttir Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. 1. mars 2024 13:01 Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. 1. mars 2024 11:00 „Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. 1. mars 2024 08:01 Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57 Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06 Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Lýsir ráðningu Dags sem dauðadómi Ekki eru allir jafnhrifnir af komu Dags Sigurðssonar inn í króatískan handbolta en hann er fyrsti erlendi þjálfarinn til að taka við stjórn króatíska landsliðsins, sem um árabil var eitt það allra besta í heimi. 1. mars 2024 13:01
Hætti Dagur sem sá launahæsti í heimi? „Króatíski samningurinn ekki í námunda við hinn“ Handboltaþjálfarinn Dagur Sigurðsson viðurkennir að með því að hætta að þjálfa Japan en taka þess í stað við Króatíu muni hann lækka mikið í launum. Starfið sé hins vegar mjög ólíkt. 1. mars 2024 11:00
„Ég er að fara í ljónagryfjuna“ Ljóst er að pressan verður mikil á Degi Sigurðssyni sem fyrsta erlenda þjálfara landsliðs Króatíu í handbolta. Dagur er maðurinn sem Króatar treysta á að færi þeim Ólympíuleika í sumar og velgengni á heimavelli á HM í janúar. 1. mars 2024 08:01
Dagur fær íslenskan reynslubolta til að hjálpa sér Dagur Sigurðsson þarf að hafa snör handtök sem nýr landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta því eftir hálfan mánuð ætla Króatar að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. Hann fær íslenskan reynslubolta og gamlan lærisvein til að hjálpa sér. 29. febrúar 2024 22:57
Dagur kynntur til leiks: „París er draumurinn og það eina sem skiptir máli“ Dagur Sigurðsson hefur verið kynntur sem nýr þjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta. Fyrsta verkefni hans er að koma Króatíu á Ólympíuleikana í sumar. 29. febrúar 2024 11:06