Dagur kom á óvart og sleppti stórstjörnu Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2024 15:31 Dagur Sigurðsson fer beint í djúpu laugina sem nýr þjálfari Króatíu því fram undan er umspil um sæti á Ólympíuleikunum. Instagram/@hrs_insta Dagur Sigurðsson hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp sem þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta. Mesta athygli vekur að hann skyldi ekki velja eina stærstu stjörnuna, Luka Cindric, í 21 manns hóp sem á að tryggja Króatíu sæti á Ólympíuleikunum. Cindric er þrítugur og lék í fjögur ár með Barcelona áður en hann fór til Dinamo Búkarest í fyrra. Hann var um tíma besti leikmaður Króatíu og í allra fremstu röð í heiminum, og til að mynda valinn leikmaður ársins í Evrópu árið 2017 og leikstjórnandi ársins í Meistaradeildinni 2021. Á EM í janúar skoraði Cindric 14 mörk í sjö leikjum, úr 27 skotum, og þótti ekki standa undir væntingum. Sú ákvörðun Dags að hafa hann ekki svo mikið sem í hópnum núna kemur þó á óvart samkvæmt króatískum miðlum sem taka fram að ástæðan fyrir þessari ákvörðun liggi ekki fyrir. Dagur kom einnig á óvart með því að velja tvo leikmenn sem ekki voru á 35 manna lista sem króatíska sambandið hafði birt. Það eru þeir Davor Cavara úr Zagreb og Zlatko Rauzan úr Sesvet. Þá snýr gamla brýnið Jakob Gojun, 37 ára, aftur í landsliðið eftir að hafa verið í hlutverki sérfræðings í sjónvarpi á EM í janúar. Dagur valdi 21 leikmann til æfinga en fer svo með 20 menn með sér til Hannover í Þýskalandi 13. mars, þar sem ólympíuumspilið fer fram. Þar mætir Króatía liði Austurríkis í fyrsta leik, því næst Þýskalandi og loks Alsír 17. mars. Tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar. Landsliðshópur Króatíu: Dominik Kuzmanović, NexeMatej Mandić, ZagrebFilip Ivić, ChamberyMarin Jelinić, Pick SzegedDavid Mandić, MelsungenZvonimir Srna, ZagrebTin Lučin, Wisla PlockMarko Mamić, LeipzigDomagoj Duvnjak, KielIgor Karačić, KielceFilip Vistorop, BalingenMateo Maraš, TatabanyaLuka Lovre Klarica, ZagrebMario Šoštarić, Pick SzegedFilip Glavaš, ZagrebMarin Šipić, Kriens LuzernTomislav Kušan, LimogesJakov Gojun, ZagrebNikola Grahovac, BalingenZlatko Raužan, SesveteDavor Ćavar, Zagreb Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Fleiri fréttir „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Sjá meira
Cindric er þrítugur og lék í fjögur ár með Barcelona áður en hann fór til Dinamo Búkarest í fyrra. Hann var um tíma besti leikmaður Króatíu og í allra fremstu röð í heiminum, og til að mynda valinn leikmaður ársins í Evrópu árið 2017 og leikstjórnandi ársins í Meistaradeildinni 2021. Á EM í janúar skoraði Cindric 14 mörk í sjö leikjum, úr 27 skotum, og þótti ekki standa undir væntingum. Sú ákvörðun Dags að hafa hann ekki svo mikið sem í hópnum núna kemur þó á óvart samkvæmt króatískum miðlum sem taka fram að ástæðan fyrir þessari ákvörðun liggi ekki fyrir. Dagur kom einnig á óvart með því að velja tvo leikmenn sem ekki voru á 35 manna lista sem króatíska sambandið hafði birt. Það eru þeir Davor Cavara úr Zagreb og Zlatko Rauzan úr Sesvet. Þá snýr gamla brýnið Jakob Gojun, 37 ára, aftur í landsliðið eftir að hafa verið í hlutverki sérfræðings í sjónvarpi á EM í janúar. Dagur valdi 21 leikmann til æfinga en fer svo með 20 menn með sér til Hannover í Þýskalandi 13. mars, þar sem ólympíuumspilið fer fram. Þar mætir Króatía liði Austurríkis í fyrsta leik, því næst Þýskalandi og loks Alsír 17. mars. Tvö efstu liðin komast á Ólympíuleikana í París í sumar. Landsliðshópur Króatíu: Dominik Kuzmanović, NexeMatej Mandić, ZagrebFilip Ivić, ChamberyMarin Jelinić, Pick SzegedDavid Mandić, MelsungenZvonimir Srna, ZagrebTin Lučin, Wisla PlockMarko Mamić, LeipzigDomagoj Duvnjak, KielIgor Karačić, KielceFilip Vistorop, BalingenMateo Maraš, TatabanyaLuka Lovre Klarica, ZagrebMario Šoštarić, Pick SzegedFilip Glavaš, ZagrebMarin Šipić, Kriens LuzernTomislav Kušan, LimogesJakov Gojun, ZagrebNikola Grahovac, BalingenZlatko Raužan, SesveteDavor Ćavar, Zagreb
Landsliðshópur Króatíu: Dominik Kuzmanović, NexeMatej Mandić, ZagrebFilip Ivić, ChamberyMarin Jelinić, Pick SzegedDavid Mandić, MelsungenZvonimir Srna, ZagrebTin Lučin, Wisla PlockMarko Mamić, LeipzigDomagoj Duvnjak, KielIgor Karačić, KielceFilip Vistorop, BalingenMateo Maraš, TatabanyaLuka Lovre Klarica, ZagrebMario Šoštarić, Pick SzegedFilip Glavaš, ZagrebMarin Šipić, Kriens LuzernTomislav Kušan, LimogesJakov Gojun, ZagrebNikola Grahovac, BalingenZlatko Raužan, SesveteDavor Ćavar, Zagreb
Ólympíuleikar 2024 í París EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Fleiri fréttir „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Sjá meira