Ágúst: „Það er kannski svona okkar uppskrift“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 7. mars 2024 20:17 Valskonur eru komnar í úrslitaleik Powerade-bikarsins og fögnuðu vel í kvöld. vísir/Anton Valur mun leika til bikarúrslita kvenna á laugardaginn kemur. Varð það ljóst eftir öruggan sigur gegn ÍR í Laugardalshöllinni í kvöld. Lokatölur 21-29 þar sem Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, var markahæst með níu mörk. Ágúst Jóhannsson var að vonum sáttur með sitt lið beint eftir leik. „Ég er mjög ánægður með leik liðsins, mér fannst við spila stóran kafla mjög vel. Varnarleikurinn góður, náðum að halda þeim í 21 marki, samt hefur markvarslan oft verið betri þannig að við eigum það aðeins inni fyrir laugardaginn. Náðum að keyra ágætlega á þær, sérstaklega svona framan af leik svo fórum við aðeins að hægja á þegar við sáum í hvað stemmdi. Spara aðeins orkuna og hvíla okkur en sigldum þessu bara örugglega. Bara sannfærandi sigur.“ Ágúst hrósaði þó frammistöðu ÍR-liðsins í leiknum en mikill uppgangur hefur verið hjá kvennaliði ÍR síðustu mánuði. „Mikið hrós til ÍR-liðsins. Mér finnst þær spila vel og þær voru óheppnar að missa Hönnu [Karen Ólafsdóttur] út snemma í leiknum. Þær voru erfiðar og bara virkilega flottur framgangur á þeirra leik.“ Varnarleikurinn var grunnur Vals að sigrinum með Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttir fremsta í stafni í þeim hluta leiksins. „Við spilum bara yfirleitt góða 6-0 vörn með stabíla markvörslu, það er kannski svona okkar uppskrift, og að keyra hraðaupphlaupinn. Við bara gerðum það vel sérstaklega í fyrri hálfleik, skorum 17 mörk og vorum komnar í góða stöðu í hálfleik. Maður vissi að fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni myndu svona skera úr um það, að halda þessu þannig þá er maður komin í góð mál.“ Aðspurður hvernig undirbúningi liðsins verður háttað fram að úrslitaleiknum á laugardag, þá sló Ágúst á létta strengi. „Núna æfum við rólega á morgun og ég ætla bara að hrynja í það. Nei, ég er að djóka. Við bara æfum rólega á morgun og fundum og svo bara ætlum við að vera tilbúin að mæta, hvort sem það er Stjarnan eða Selfoss, bara hvort tveggja verðugir andstæðingar,“ sagði Ágúst að lokum. Powerade-bikarinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Ágúst Jóhannsson var að vonum sáttur með sitt lið beint eftir leik. „Ég er mjög ánægður með leik liðsins, mér fannst við spila stóran kafla mjög vel. Varnarleikurinn góður, náðum að halda þeim í 21 marki, samt hefur markvarslan oft verið betri þannig að við eigum það aðeins inni fyrir laugardaginn. Náðum að keyra ágætlega á þær, sérstaklega svona framan af leik svo fórum við aðeins að hægja á þegar við sáum í hvað stemmdi. Spara aðeins orkuna og hvíla okkur en sigldum þessu bara örugglega. Bara sannfærandi sigur.“ Ágúst hrósaði þó frammistöðu ÍR-liðsins í leiknum en mikill uppgangur hefur verið hjá kvennaliði ÍR síðustu mánuði. „Mikið hrós til ÍR-liðsins. Mér finnst þær spila vel og þær voru óheppnar að missa Hönnu [Karen Ólafsdóttur] út snemma í leiknum. Þær voru erfiðar og bara virkilega flottur framgangur á þeirra leik.“ Varnarleikurinn var grunnur Vals að sigrinum með Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttir fremsta í stafni í þeim hluta leiksins. „Við spilum bara yfirleitt góða 6-0 vörn með stabíla markvörslu, það er kannski svona okkar uppskrift, og að keyra hraðaupphlaupinn. Við bara gerðum það vel sérstaklega í fyrri hálfleik, skorum 17 mörk og vorum komnar í góða stöðu í hálfleik. Maður vissi að fyrstu 10-15 mínúturnar í seinni myndu svona skera úr um það, að halda þessu þannig þá er maður komin í góð mál.“ Aðspurður hvernig undirbúningi liðsins verður háttað fram að úrslitaleiknum á laugardag, þá sló Ágúst á létta strengi. „Núna æfum við rólega á morgun og ég ætla bara að hrynja í það. Nei, ég er að djóka. Við bara æfum rólega á morgun og fundum og svo bara ætlum við að vera tilbúin að mæta, hvort sem það er Stjarnan eða Selfoss, bara hvort tveggja verðugir andstæðingar,“ sagði Ágúst að lokum.
Powerade-bikarinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira