Patr!k og Laufey meðal handhafa Íslensku tónlistarverðlaunanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. mars 2024 22:01 Patrik og Laufey eru meðal þeirra sem voru heiðruð í kvöld. Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í kvöld í Silfurbergi í Hörpu. Fjöldi tónlistarmanna steig á svið og var veislustjórn í höndum mandólínleikarans og Geirfuglsins Freys Eyjólfssonar. Meðal þeirra sem komu fram á glæstri hátíð tónlistarfólks í kvöld eru Elín Hall, Hipsumhaps, Bára Gísladóttir, Spacestation og PATRi!K. Samtals voru 22 verðlaun veitt í kvöld. Meðal þeirra eru Heiðursverðlaun Íslensku Tónlistarverðlaunanna og Bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi. Hörður Áskelsson hlaut heiðursverðlaunin í ár en Kári Egilsson var valin bjartasta vonin. Ein verðlaunin verða þó ekki afhent í kvöld en það eru verðlaun fyrir plötuumslag ársins. Verðlaunin eru unnin í samstarfi við Félag íslenskra teiknara og verða afhent á FÍT verðlaununum þann 22. mars næstkomandi. Akademía fjögurra dómnefnda Íslensku tónlistarverðlaunanna samanstendur af 24 einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa fjallað um tónlist, flutt hana eða samið á undanförnum árum. Í nefndunum sitja þrettán konur og þrettán karlar. Tveir formannanna eru karlar og tveir konur. Listi yfir sigurvegara ársins: PLÖTUR ÁRSINS Sígild og samtímatónlist Atli Heimir Sveinsson: The Complete String Quartets - Siggi String Quartet Djasstónlist Innermost - Mikael Máni Ásmundsson Popp, rokk, hipphopp og raftónlist Museum - JFDR Önnur tónlist BRIDGES II - Ægir Kvikmynda- og leikhústónlist Knock At The Cabin - Herdís Stefánsdóttir FLYTJENDUR ÁRSINS Djasstónlist Andrés Þór Gunnlaugsson Popp, rokk, hipphopp og raftónlist Laufey Sígild og samtímatónlist Sæunn Þorsteinsdóttir Önnur tónlist Mugison SÖNGUR ÁRSINS Djasstónlist Kristjana Stefánsdóttir Popp, rokk, hipphopp og raftónlist Laufey Sígild og samtímatónlist Jóhann Kristinsson LÖG OG TÓNVERK ÁRSINS Önnur tónlist Wandering Beings - Guðmundur Pétursson Sígild og samtímatónlist COR - Bára Gísladóttir Popp, rokk, hipphopp og raftónlist Skína - PATRi!K, Luigi Djasstónlist Íslendingur í Uluwatuhofi - Stefán S. Stefánsson - - - Tónlistarviðburður ársins Sumarjazz á Jómfrúnni - Jómfrúin og Jakob Einar Jakobsson Upptökustjórn ársins I Am Weary, Don't Let Me Rest - Snorri Hallgrímsson. Upptökustjórn: Bergur Þórisson, Cécile Lacharme, Hafsteinn Þráinsson, Martyn Heyne, Snorri Hallgrímsson, Styrmir Hauksson, Viktor Orri Árnason og Þorsteinn Eyfjörð Texti ársins Hún ógnar mér - Vigdís Hafliðadóttir Tónlistarmyndband ársins Waiting - Árný Margrét. Leikstjórn: Guðmundur Kristinn Jónsson Bjartasta vonin Kári Egilsson Tilnefningar fyrir plötuumslag ársins Átta - Sigur Rós: Hönnun: Ragnar Helgi Ólafssoon v2,2 - Róshildur: Hönnun: Þorgeir Kristinn Blöndal Museum - JFDR: Hönnun: Gréta Thorkelsdóttir og Dóra Dúna Gleypir tígur, gleypir ljón - Tumi Árnason og Magnús Trygvason Eliassen. Hönnun: Héðinn Finnsson (Íbbagoggur) How to Start a Garden - Nanna: Hönnun: Davíð Arnar Baldursson og Ragnar Þórhallsson Ást & praktík - Hipsumhaps, hönnun: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson Hörður Áskelsson er heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna.Íslensku tónlistarverðlaunin Heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna Hörður Áskelsson er heiðursverðlaunahafi íslensku tónlistarverðlaunanna 2024. Í tilkynningu kemur fram að Hörður hafi fæðst á Akureyri 22. nóvember 1953, sonur Áskels Jónssonar söngstjóra og organista frá Mýri í Bárðardal og Sigurbjargar Hlöðversdóttur, húsmóður, frá Djúpavogi. „Hörður hóf tónlistarnám sjö ára að aldri á Akureyri og varð stúdent frá M.A. 1973. Hann lauk Tónmenntakennaraprófi 1975 og burtfararprófi í orgelleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hörður stundaði framhaldsnám við Robert Schumann tónlistarháskólann í Düsseldorf í Þýskalandi á árunum 1976 til 1981. Þaðan lauk hann A-prófi í kirkjutónlist með besta vitnisburði árið 1981. Hörður var organisti Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 1973 til 76 og organisti í Neanderkirche í Düsseldorf 1981 til 1982. Það ár kom hann heim og var ráðinn organisti og kantor Hallgrímskirkju. Því starfi gegndi hann frá 1982 til 2021. Á þessum tíma gegndi Hörður lykilhlutverki við uppbyggingu listalífs í Hallgrímskirkju. Hann stofnaði Mótettukór Hallgrímskirkju 1982 og stjórnaði honum frá upphafi. Hörður var stofnandi kammerkórsins Schola Cantorum frá 1996 og stjórnandi hans frá upphafi. Báðir þessir kórar hafa verið í fremstu röð íslenskra kóra um árabil. Hörður hefur komið að frumflutningi fjölmargra tónverka sem hafa verið samin séstaklega fyrir hann og kóra hans, eftir íslensk samtímatónskáld. Þar að auki hefur hann flutt öll helstu kórverk sem um getur eftir helstu tónskáld heimsins. Hann hefur miðlað reynslu sinni við fjölbreytt kennslustörf, meðal annars sem kennari við ýmsa tónlistarskóla en einnig sem lektor í litúrgískum söngfræðum við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hörður hefur ritað talsvert um tónlist auk þess að semja ógrynni af mótettum, sálmalögum og sönglögum um ævina. Hörður hefur hlotið margskonar viðurkenningar fyrir stöf sín á sviði tónlistar, þar á meðal Íslensku tónlistarverðlaunin, Menningarverðlaun DV og Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Hann var útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2002 og hlaut riddarkross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2004. Hörður hlaut Liljuna, viðurkenningu þjóðkirkjunnar, árið 2002, fyrir ævistarf sitt sem kantor Hallgrímskirkju í Reykjavík og hið mikla tónlistarlega frumkvöðlastarf sitt,“ segir í tilkynningunni. Íslensku tónlistarverðlaunin Menning Tónlist Laufey Lín Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Meðal þeirra sem komu fram á glæstri hátíð tónlistarfólks í kvöld eru Elín Hall, Hipsumhaps, Bára Gísladóttir, Spacestation og PATRi!K. Samtals voru 22 verðlaun veitt í kvöld. Meðal þeirra eru Heiðursverðlaun Íslensku Tónlistarverðlaunanna og Bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi. Hörður Áskelsson hlaut heiðursverðlaunin í ár en Kári Egilsson var valin bjartasta vonin. Ein verðlaunin verða þó ekki afhent í kvöld en það eru verðlaun fyrir plötuumslag ársins. Verðlaunin eru unnin í samstarfi við Félag íslenskra teiknara og verða afhent á FÍT verðlaununum þann 22. mars næstkomandi. Akademía fjögurra dómnefnda Íslensku tónlistarverðlaunanna samanstendur af 24 einstaklingum sem eiga það sameiginlegt að hafa fjallað um tónlist, flutt hana eða samið á undanförnum árum. Í nefndunum sitja þrettán konur og þrettán karlar. Tveir formannanna eru karlar og tveir konur. Listi yfir sigurvegara ársins: PLÖTUR ÁRSINS Sígild og samtímatónlist Atli Heimir Sveinsson: The Complete String Quartets - Siggi String Quartet Djasstónlist Innermost - Mikael Máni Ásmundsson Popp, rokk, hipphopp og raftónlist Museum - JFDR Önnur tónlist BRIDGES II - Ægir Kvikmynda- og leikhústónlist Knock At The Cabin - Herdís Stefánsdóttir FLYTJENDUR ÁRSINS Djasstónlist Andrés Þór Gunnlaugsson Popp, rokk, hipphopp og raftónlist Laufey Sígild og samtímatónlist Sæunn Þorsteinsdóttir Önnur tónlist Mugison SÖNGUR ÁRSINS Djasstónlist Kristjana Stefánsdóttir Popp, rokk, hipphopp og raftónlist Laufey Sígild og samtímatónlist Jóhann Kristinsson LÖG OG TÓNVERK ÁRSINS Önnur tónlist Wandering Beings - Guðmundur Pétursson Sígild og samtímatónlist COR - Bára Gísladóttir Popp, rokk, hipphopp og raftónlist Skína - PATRi!K, Luigi Djasstónlist Íslendingur í Uluwatuhofi - Stefán S. Stefánsson - - - Tónlistarviðburður ársins Sumarjazz á Jómfrúnni - Jómfrúin og Jakob Einar Jakobsson Upptökustjórn ársins I Am Weary, Don't Let Me Rest - Snorri Hallgrímsson. Upptökustjórn: Bergur Þórisson, Cécile Lacharme, Hafsteinn Þráinsson, Martyn Heyne, Snorri Hallgrímsson, Styrmir Hauksson, Viktor Orri Árnason og Þorsteinn Eyfjörð Texti ársins Hún ógnar mér - Vigdís Hafliðadóttir Tónlistarmyndband ársins Waiting - Árný Margrét. Leikstjórn: Guðmundur Kristinn Jónsson Bjartasta vonin Kári Egilsson Tilnefningar fyrir plötuumslag ársins Átta - Sigur Rós: Hönnun: Ragnar Helgi Ólafssoon v2,2 - Róshildur: Hönnun: Þorgeir Kristinn Blöndal Museum - JFDR: Hönnun: Gréta Thorkelsdóttir og Dóra Dúna Gleypir tígur, gleypir ljón - Tumi Árnason og Magnús Trygvason Eliassen. Hönnun: Héðinn Finnsson (Íbbagoggur) How to Start a Garden - Nanna: Hönnun: Davíð Arnar Baldursson og Ragnar Þórhallsson Ást & praktík - Hipsumhaps, hönnun: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson Hörður Áskelsson er heiðursverðlaunahafi Íslensku tónlistarverðlaunanna.Íslensku tónlistarverðlaunin Heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna Hörður Áskelsson er heiðursverðlaunahafi íslensku tónlistarverðlaunanna 2024. Í tilkynningu kemur fram að Hörður hafi fæðst á Akureyri 22. nóvember 1953, sonur Áskels Jónssonar söngstjóra og organista frá Mýri í Bárðardal og Sigurbjargar Hlöðversdóttur, húsmóður, frá Djúpavogi. „Hörður hóf tónlistarnám sjö ára að aldri á Akureyri og varð stúdent frá M.A. 1973. Hann lauk Tónmenntakennaraprófi 1975 og burtfararprófi í orgelleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hörður stundaði framhaldsnám við Robert Schumann tónlistarháskólann í Düsseldorf í Þýskalandi á árunum 1976 til 1981. Þaðan lauk hann A-prófi í kirkjutónlist með besta vitnisburði árið 1981. Hörður var organisti Fríkirkjunnar í Hafnarfirði 1973 til 76 og organisti í Neanderkirche í Düsseldorf 1981 til 1982. Það ár kom hann heim og var ráðinn organisti og kantor Hallgrímskirkju. Því starfi gegndi hann frá 1982 til 2021. Á þessum tíma gegndi Hörður lykilhlutverki við uppbyggingu listalífs í Hallgrímskirkju. Hann stofnaði Mótettukór Hallgrímskirkju 1982 og stjórnaði honum frá upphafi. Hörður var stofnandi kammerkórsins Schola Cantorum frá 1996 og stjórnandi hans frá upphafi. Báðir þessir kórar hafa verið í fremstu röð íslenskra kóra um árabil. Hörður hefur komið að frumflutningi fjölmargra tónverka sem hafa verið samin séstaklega fyrir hann og kóra hans, eftir íslensk samtímatónskáld. Þar að auki hefur hann flutt öll helstu kórverk sem um getur eftir helstu tónskáld heimsins. Hann hefur miðlað reynslu sinni við fjölbreytt kennslustörf, meðal annars sem kennari við ýmsa tónlistarskóla en einnig sem lektor í litúrgískum söngfræðum við guðfræðideild Háskóla Íslands. Hörður hefur ritað talsvert um tónlist auk þess að semja ógrynni af mótettum, sálmalögum og sönglögum um ævina. Hörður hefur hlotið margskonar viðurkenningar fyrir stöf sín á sviði tónlistar, þar á meðal Íslensku tónlistarverðlaunin, Menningarverðlaun DV og Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Hann var útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2002 og hlaut riddarkross hinnar íslensku fálkaorðu árið 2004. Hörður hlaut Liljuna, viðurkenningu þjóðkirkjunnar, árið 2002, fyrir ævistarf sitt sem kantor Hallgrímskirkju í Reykjavík og hið mikla tónlistarlega frumkvöðlastarf sitt,“ segir í tilkynningunni.
Íslensku tónlistarverðlaunin Menning Tónlist Laufey Lín Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira